Helgarpósturinn - 28.05.1987, Page 14

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Page 14
Haukur Jacobsen á f ullri ferð með sund- dótið I poka á bakinu. „Ég finn að ég er léttari, sneggri og betri." Ungar konur á fjörurölti við grásleppuvör- ina en nær situr lan Pike að velta sér upp úr talnaflóði um fiskimjöl og lýsi... 14 HELGARPÓSTURINN Ekki var það beinltnis til aö renna stoðum undir þjóðsögur og munn- mœli að sjá hundinn Tító ,,draga“ vin sinn og húsbónda, Sigurð Andra, eftir Ægisíðutúninu góðviðr- isdag í síðustu viku. Sum eru þau dýr, segja þjóösögurnar, sem voru sköpuð seinna en Guð skapaöi heiminn. Þar á meöal eru hundarn- ir. Þegar frelsarinn lifði á jörðinni mun hann eitt sinn hafa komib þar sem menn voru aö reka fjárhóp. Féð var „latrœkt" og gekk þeim bœði seint og illa. Þá tók hann grasvönd- ul og sneri milli handa sér og gerði úr honum hund, hjarðsveinum til hjálpar. Þegar hundar leggjast, eða sofa, liggja þeir jafnan hringaðir og er það af því, að lausnarinn sneri vöndinn í hring, er hann skapaði hundinn. Síðan hefur þessi fyrrver- andi grasvöndull oröið besti vinur mannskepnunnar. Trygglyndur og hlýöinn húsbónda sínum. Til að tryggja sér hund þarfekki annaö en gefa honum bita og núa bitanum í svita sinn er sagt. Tító og Sigurður Andri eru vafalaust bestu vinir, en stóra spurningin var hvor þeirra vœri á undan og hvor í taumi! Eftir „9—-5-skylduna" huga nú orðið margir að líkamanum og hreyfa sig eitthvað til að halda sér við og örva matarlystina fyrir kvöld- máltíðina. Ekki síst kemur þessi út- rásarþörf upp þegar veðurguðirnir skarta sínu fegursta. Ef ekki þarf að dytta að einhverju í garðinum verð- ur vart hjá því komist að fara í göngutúr, sund, hjólreiðatúr, skokk, eða hvers kyns annað trimm. Okkur var sagt að góðviðrisdaga mætti sjá skokkara svo langt sem augað eygði við Ægisíðuna á þessum hlutlausa tíma eftir vinnu og fyrir mat. Við skruppum til að skipta okkur af mál- inu. Forvitni okkar hafði einnig ver- ið vakin þegar íþróttagarpur nokkur tjáði okkur að stundum ættu skokkarar við Ægisíðuna fjöri sínu fótum að launa (!) vegna árása hunda af öllum stærðum og gerðum á saklaust heilsubótarfóikið. „Eina lausnin er að nema staðar og bíða móður, másandi og svitnandi eins og svín á meðan eigendurnir róa hundana, sem haga sér eins og sveitahundarnir, sem elta bíla lang- ar leiðir. Þarna reynir maður að halda heilsunni og ekki síst virðing- unni um ieið, en iendir síðan iðulega í því að verða „bitbein" ruglaðra pútulhunda." Greinarhöfundur trúði þessu auð- vitað si svona mátulega og þegar hann mætti á vettvang á Ægisíðuna ríkti ró og friður. Fljótlega varð á vegi hans hún Sigríbur, sem var ein- mitt að viðra pútulhundinn sinn, Skottu. Tíkin virti ekki framhjá- hlaupandi skokkara viðlits og sagði Sigríður að hún yrði aldrei vör við árekstra af þeirri sort sem áður var lýst. „Ég bý hérna rétt hjá og mér finnst ákaflega gott að rölta með Skottu eftir þessu opna svæði, bæði fyrir mig og hana. Hérna er oft mik- ið af fólki á ferð, sérstaklega á frí- dögum þegar veðrið er gott. Þá er líka stundum nokkur ófriður þegar hundarnir eru of margir, þá eiga þeir það til að leika sér heldur ófrið- lega og jafnvel slást. En flesta daga er óhætt að rölta með tíkina og leyfa henni að hlaupa frjálst. Hún lætur fólk í friði og hlýðir mér í einu og öllu.“ Næst var ætlunin að trufla frú um fertugt, sem skokkaði hröðum skrefum, en hún virti ekki blaða- manninn viðlits, lætin voru slík. Næsti skokkari nam þó staðar, Guð- rún Skarphéðinsdóttir. Hún viður- kenndi að einu sinni eða tvisvar hefði hún verið elt af hundum, en ekki vildi hún þó kvarta yfir þessu smáræði. „Ég verð ósköp lítið vör við hundana og tek varla eftir þeim. Man þó sérstaklega eftir því að hafa- séð álengdar borgarstjórann á rölti með hundinn sinn.“ Það var einmitt það. Davíö með Scháfer-hundinn Tanna með lafandi eyrun (þ.e. hundurinn). Blaðamaður leit í kringum sig, en sá Davíð hvergi. Aftur á móti sást álengdar til Golden retriever-hunds og fjölskyldu hans á rölti. Þarna var mættur Marinó Þorsteinsson ásamt dóttur sinni Maríu Hrund, vininum Alfreö Gíslasyni og tíkinni Pílu. „Við löbbum oft hérna eftir Skerjafirðin- um,“ segir Marinó. „Ég man sérstak- lega eftir því þegar við Píla settumst eitt sinn á hól þarna nálægt skúrun- um. Þá kom til okkar einn grá- sleppukarlanna og sagði: Þú mátt ekki taka það illa upp en ég ætla samt að vara þig við. Þú og hundur- inn þinn sitjið á einstæðri móður með barn! Síðan sagði hann mér af því að hóllinn væri holur og inni væri villiköttur með kettling og að ef kettir yrðu hræddir ættu þeir það til að éta kettlinga sína.“ Marínó var spurður að því hvort Píla þyti eins og píla á eftir skokkur- um og neitaði hann því. „Hitt er annað mál að það getur gerst og sér- staklega ef skokkararnir eru mjög skrautlega klæddir. Píla verður þannig t.d. ofsa hrifin þegar hún sér hina litríku öskukarla. En hundarnir eru til friðs og þeir slást ekkert inn- byrðis. Það eiga þeir hins vegar til að gera á Geirs-nefi við Elliðaárvog, þar sem oft er hundur við hund. Þar

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.