Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 31
Dagbókin hennar Dúllu Kæra dagbók. Það er allt brjálað í skólanum út af þessu samræmda prófi í íslensku. Þar kom að því að fólk fattaði hvað við krakkarnir þurfum að ganga í gegnum í lifinu! Þetta er sko ekkert grín. (Eg meina að vera í skóla og svoleiðis... að maður tali nú ekki um að burðast með skilningslausa for- eldra og geta átt von á stærðar graft- arbólum í andlitið rétt fyrir árshátíð- ir, skíðaferðir og aðra mikilvæga daga.) Þess vegna er það vægast sagt fyndið að sjá allt í einu kennar- ana fara á fundi dag eftir dag til þess að tala um OF ÞUNGT próf. Ég hélt nú að það hugtak væri ekki til í þeirra orðaforða, en þeir eru rosa æstir og reiðir út í þetta lið sem samdi prófið. Einn kennari var meira að segja fenginn í útvarpið og hún sagði, að fólk sem byggi til svona hrylling fyrir lítil börn væri bara ekki starfi sínu vaxið! Váá, maður. Ég vildi næstum búa uppi í Mosfellssveit (hún kennir víst þar) til þess að geta verið hjá þessum æðis- lega kennara. Það er kominn ,,dóni“ í Breiðholt- ið líka, eins og í Hvassaleitinu. Bella vinkona lenti meira að segja í hon- um! Hún hélt hún myndi deyja á staðnum og varð alveg lömuð í fót- unum. Svona líkt og í martröð, þeg- ar maður þarf að hlaupa en getur hvorki hreyft legg né lið. Grey stelp- an sat á gangstéttinni fyrir utan sjoppuna og var að borða frostpinna og bíða eftir mér, þegar kall um þrí- tugt kom gangandi framhjá með hund í bandi. Ekkert merkilegt við það. En... Allt í einu fer jörðin bara að hrist- ast til og frá undir Bellu, hún verður alveg stjörf af hræðslu og hvað held- urðu að maðurinn geri, sem er beint fyrir framan hana á gangstéttinni? Sko, buxurnar duttu niður um hann! Og hann var ekki í neinum nærbux- um. Ég meina það, maður! Bella fékk meiriháttar sjokk og gat ekkert gert nema öskrað. Hún hefði ekki getað hlaupið burt frekar en að fá 10 á íslenskuprófinu! Kellingin í sjoppunni kom sem betur fer hlaupandi út til hennar og sá ógeðið hlaupa burt, en hristing- urinn á jörðinni hafði reyndar ekk- ert með þetta að gera. (Það var bara venjulegur jarðskjálfti.) Sjoppukon- an hringdi á lögguna og þeir fundu dónann strax. Hann gaf nú þá brjál- uðustu skýringu, sem ég hef heyrt. Sagðist hafa verið í megrun og bux- urnar þess vegna orðnar of stórar á hann. Þær hefðu svo bara dottið niðrum hann við jarðskjálftann. Glætan... Ég er viss um að þetta hef- ur verið einn af þeim sem semja samræmdu prófin, hann er svo vit- laus. (Hann sagðist líka ekki hafa átt neinar hreinar nærbuxur. Ég bara meina það!) Mamma sagði að þetta með dón- ann væri allt fjölmiðlunum að kenna. Þegar farið væri að skrifa um svona tippakalla fengju allir hin- ir fiðring og hermdu eftir. Þannið upphófst enn eitt rifrildið á heimil- inu, því pabbi var nærstaddur, og ég flúði heim til Bellu. Hún þarf líka á mér að halda núna á meðan hún er að jafna sig. Bæ, Dúlla. D R O iii 1 10. J Ú N í Upplag miða 100.000 Opnun sérstaldega fyrir leikhúsgesti kl. 18.00. Boröpantanir 1 síma 11340. LOFTNETA- OG MYNDLYKLAÞJÓNUSTA SJÓNVARPSKERFI - TILBOÐ SAMDÆGURS ARSABYRGÐ A ALLRI VINNU OG EFNI Traust, örugg og góð þjónusta OQCCiNn i\m cii iu Ármúla 23, Sími 687870 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.