Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.05.1987, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Qupperneq 23
Edda í Gallerí Borg. Þrjár ólíkar myndlistarkonur Einu sinni voru allir helstu mynd- listarmenn sögunnar karlmenn en sá tími er svo sannarlega lidinn og þad vígi karla fallid eins og svo mörg önnur. Um þessar mundir sýna í hjarta borgarinnar m.a. þrjár konur sem eru dœmi um þessa þró- un. Sýningar þeirra eru afar ólíkar, sem og þœr sjálfar. Þessar konur eru Guörún Svava Svavarsdóttir, Edda Jónsdóttir og Borghildur Ósk- arsdóttir. Sýning Guðrúnar Svövu, í FÍM- salnum nýstofnaða v/Garðastræti, ber yfirskriftina Land og fólk, sem svo sannarlega er réttnefni. Guðrún sýnir teikningar, unnar með ýmsum aðferðum og bæði svarthvítar og í Iit. Eins og nafnið gefur til kynna eru landið og fólkið listakonunni hug- leikin, landslagið oft á tíðum raun- sæislega framsett en svo liggur manneskjan í því og þar sem stærð- arhlutföllum er breytt fá myndirnar á sig einhvern blæ dulúðar og sterkrar fantasiu sem hrærast sam- an í þessum tveimur myndefnum. Edda Jónsdóttir, sem sýnir í öðrum nýjum sal, hjá Gallerí Borg í Austur- stræti, fjallar líka um land og fólk þó með allt öðrum hætti sé. Þar er að finna rómantískar fjallasýnir í bland við verk sem kallast Tvenndir og túlka að einhverju leyti samskipti kynjanna. Þau verk eru byggð upp á tvennskonar formum sem raðað er saman á mismunandi hátt. Aðferðir Eddu eru mestan part æting og vatnslitaþrykk og gefa efnið og meðferð þess oft tilefni til hug- mynda um hörku steinsins. Verk Eddu eru fremur á lágu nótunum og hið sama má segja um verk Borg- hildarÓskarsdóttur, semsýnir kera- mikskúlptúra í Gallerí Svart á hvítu v/Óðinstorg. Þar kveður við allt annan tón en hjá þeim Guðrúnu og Eddu, enda gefur efnið tilefni til. Yrkisefnið er þó kannski ekki svo ýkja fjarlægt, því enn er það náttúr- an sem ræður að mestu ríkjum í samspili glersins og steinleirsins, ólíkum efnum og formum teflt sam- an, í senn sundrung og sameining. Þrjár afar ólíkar sýningar þriggja kvenna, hver um sig sérstæð og sannarlega þess virði að rölta milli sýningarsalanna og skoða. -KK. Guðrún Svava ( FÍM-salnum. Borghildur (Gallerl Svart á hvltu. Myndir: Jim Smart. Myndarleg tónlistarhátíd Musica Nova „Kraftur í tónskáld- um þótt lágt fari“ „Það skrýtna er að (slensk tónskáld eru kannski þekktari ( útlöndum en hér heima," segir Kolbeinn Bjarnason flautu- leikari. Musica Nova heldur um þessar mundir tónlistarhátíb sem kallast Skerpluhátíð '87, og vísar þar til mánabarins sem er nýgenginn í garb, samkvæmt fornu tímatali. — Kolbeinn Bjarnason flautuleikari er einn abstandenda hátíbarinnar. „Það skiptir máli að fólk geri meira af því að spila nútímamúsík og hlusta á hana, gefi henni meiri gaum. Félagið Musica Nova hefur starfað í tuttugu eða þrjátíu ár, að vísu „dó" það í tíu ár, en var endur- lífgað og starfar nú af krafti. Þegar félagið var stofnað, í kringum 1960, þótti það byltingarkennt og hneykslaði marga, því þá var hægt að hneyksla fólk. Núna lætur fólk hins vegar ekkert koma sér á óvart, það er öllu vant. T.d. var það svo á einum tónleikunum á sjöunda ára- tugnum að þáverandi menntamála- ráðherra labbaði út, konsertinn fór yfir velsæmismörk ráðherrans, — og styrkir hættu að berast frá menntamálaráðuneyti. Núna eru menn bara að skrifa músík — meira jafnvægi í tónsköp- un. Og hér er þrátt fyrir allt mikill kraftur í tónskáldum og flytjendum, þótt lágt fari. Núna á t.d. að frum- flytja níu verk. Það skrýtna er að íslensk tónskáld eru kannski þekktari í útlöndum en hér heima, verk þeirra heyrast oftar þar og jafnvel gefnar út plötur með þeim. Annars held ég að illa sé búið að listamönnum víðast hvar, þeir eru hálfheimilislausir — enginn að- all eða kirkja til að halda þeim uppi — og útséð um að menn geti lifað af list sinni, í flestum tilvikum. Nútíma- tónskáld eru a.m.k. ekki að semja fyrir markað og þess vegna ekki von þeir mali gull. Fyrir mér er þetta partur af miklu stærra máli; fólk er hrætt við list- sköpun í kringum sig, listin er ögr- andi og menn eru oft smeykir við þá hluti sem hreyfa við þeim. Svo ég víki aftur að Skerplu eru þetta allt saman mjög skemmtileg verk og menn þurfa ekki að vera neinir tónlistarsérfræðingar til að njóta þeirra. Menn eiga að koma á tónleika og vita ekkert fyrirfram við hverja má búast, láta koma sér á óvart." Á hátíðinni verða haldnir fimm tónleikar, sem sýna eiga nokkuð vel brot af þeirri nýsköpun sem er í ís- lenskri tónlist. Þrennir tónleikar eru hreinræktaðir íslénskir og tvennir blandaðir. Á tónleikum þessum koma við sögu margir þeir sem eitt- hvað hafa látið að sér kveða í ís- lensku tónlistarlífi, en einnig þeir sem ekki eru jafnáberandi og fólk veit nánast ekki að eru til. Kolbeinn segir: „Við eigum helling af hljóð- látu fólki: hver situr á sinni gullkistu og eys úr henni þegar beðið er um. Okkur finnst sérstaklega gaman að geta kynnt þetta fólk á hátíðinni." Það kennir ýmissa grasa á Skerplu og eins og fyrr segir verða níu verk íslensk frumflutt, ef telja má John Speight og Szymon Kuran íslendinga! Eitt af þessum verkum, eftir Leif Þórarinsson, var samið ár- ið 1975 en hefur ekki heyrst hér fyrr, nema á lokuðum tónleikum. Þá má Eitt verkanna á Skerplu '87 er Tónlist á júníkvöldi (1987) eftir John Speight. Þab er verk fyrir tvö píanó, samib sérstaklega fyrir þau Svein- björgu Vilhjálmsdóttur og Ástmar Olafsson. Þetta er frumflutningur verksins. Ástmar Ólafsson er í hópi þeirra sem lítt hefur borib á í ís- lensku tónlistarlífi, enda tiltölulega nýkominn heim frá löngu námi. „Þetta er verk fyrir tvö píanó, en mjög lítið er til af slíkum verkum, þau eru þó tii. Ég spila allt sem ég kemst yfir, þegar tími gefst til frá kennslunni, og ég hef mjög gaman af nútímatónlist þó ég hafi ekki fengist mikið við að spila hana. Þó frumflutti ég árið 1978 píanókon- nefna verk eftir Atla Ingólfsson, eitt af okkar yngstu tónskáldum, þrjú verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Herbert H. Ágústs- son, Mist Þorkelsdóttur, Eyþór Þor- láksson, fyrrnefnda John Speight og Szymon Kuran, og félaga þess síðar- nefnda í hljómsveitinni Súld. Súld spilar jazz-tónlist í margvíslegu formi. — Szymon Kuran er aðstoðar- konsertmeistari í Sinfóníunni og einn af meðlimunum, Þorsteinn Magnússon, er góðkunnur gítarleik- ari úr Eik og Þeysurum. Þarna mætist fólk, flytur spennandi músík, hún er ekki skrifuð, hún breytist." Skerpla er gamalt og gott nafn, Musica Nova-mönnum finnst það viðeigandi: „Nýir hlutir eiga sér allir rætur í gamalli hefð — eru bara beint framhald af því sem verið hef- ur að gerast sl. hundrað ár. Atli Heimir verður kannski spilaður í útvarpinu eftir hundrað ár og þá heldur fólk bara að það sé Bach." -shg. sert eftir John Speight, en hann samdi einmitt eitt verkanna sem við ætlum að spila núna. Annars hef ég eins og ég sagði verið í fullri kennslu síðan ég kom heim, við Tónskóla Sigursveins, og lítill tími eftir til að æfa og undirbúa konserta. — Ég er nú ekki besti maðurinn til að fjalla um íslenska nútímatónlist, því ég er búinn að vera lengi burtu og á þeim tíma hefur mjög margt gerst. Mér finnst þó að fólk ætti að vera forvitið og koma á tónleikana, ég er viss um að það yrði ekki fyrir vonbrigðum. Margt af þessu er mjög falleg músík, ekki nein óskapleg framúrstefna eða fráfælandi, — mjög fallegt." -shg, „Margt mjög falleg músík“ segir Ástmar Ólafsson píanóleikari sem frumflytur verk á hátíðinni. Messíana færir upp fjöllistaverk við annan mann Sjö spegilmyndir Messíana Tómasdóttir og finnska tónskáldib Patrick Kosk hafa samib fjöllistaverkib Sjö spegilmyndir sem œfingar eru hafnar á í Hlabvarpan- um. Flytjendur verksins verba Kol- beinn Bjarnason flautuleikari og tveir leikarar, Þór Tulinius og ab öll- um líkindum Ása Hlín Svavarsdóttir, en þó mun ekki endanlega vera bú- ib ab rába í kvenhlutverk uppfœrsl- unnar. Þá gegnir fjöldi brúba stóru hlutverki í verkinu auk Ijósa, en hönnubur þeirra er finnskur, Kimmo Sillantie. Sýningar á Sjö spegilmyndum hefjast í Hlaðvarpanum snemma í júlí og vara að líkindum út þann mánuð, en þá verður haldið í leik- ferð með sýninguna til Norður- landa; fyrst sýnt í Sjónleikahúsi Fær- eyja, þá í Moss í Noregi, síðan í Stokkhólmi og Uppsölum Svíþjóðar og loks í Finnlandi, þar sem komið verður við í menningarmiðstöðinni í Sveaborg úti fyrir Helsinki og á al- þjóðlegu leiklistarhátíðinni í Támp- ere. Messíana Tómasdóttir, annar höf- undur verksins, segir það vera án orða og mjög myndrænt. Sjö spegil- myndir séu leik- og tónverk, form sýningarinnar sé einskonar ritúal þar sem áhorfendur taki fullan þátt, en þeir verði aldrei fleiri en 35 á hverri sýningu. Hún segir ennfrem- ur um þátt áhorfenda í stykkinu: „Þeir munu eiga þess kost að velja mjög persónulega milli mismunandi sæta og á vali þeirra byggist sú af- staða sem leikarar, flautuleikari, tónlist, ljós og leikmynd munu hafa til hvers og eins þeirra." Messíana kemst svo að orði um efni verksins: „Maðurinn fæðist úr tónlistinni í efnið. í efnisheiminum á sér stað þróun, er hann ferðast gegnum rými og tíma, og ef til vill ferðast hann gegnum sinn innri mann. Á þessu ferðalagi mætir hann höfuðskepnunum, sem birtast honum ýmist beint eða í gegnum tónlist, hreyfingu, liti, ljós og ástina. Við ferðcu-lok á hann þess kost að snúa aftur til tónlistarinnar." Messlana Tómasdóttir: „Form sýningar- innar einskonar ritúal þar sem áhorfendur taka fullan þátt..." HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.