Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 7
HAMDVÖMM OG KLÚÐUR í KJÚKLINGA- MÁLINU. EFTIRLITIÐ MEÐ FRAMLEIÐSL- UNNI VAR EINUNGIS TILVILJUNARKENND- AR STIKKPRUFUR. Á UMBÚÐUM KJÚKLING- ANNA STENDUR: „SLÁTRAÐ UNDIR EFTIR- LITI HEILBRIGÐISYFIRVALDA". RANNSÓKN- IR Á KJÚKLINGABÚI OG SLÁTURHÚSINU Á VARMÁ EFTIR AÐ KOMST UPP UM SÝKING- UNA í HÖNDUM SÖMU YFIRVALDA OG SJÁ UM EFTIRLITIÐ. ÞRÁTT FYRIR MARGFALDA INNKÖLLUN KJÚKLINGANNA VORU ÞEIR TIL SÖLU SL. LAUGARDAG í EINUM STÓR- MARKAÐANN A Á HÖFUÐBORGARSVÆÐ- INU. VEIKIN KOM UPP 19. APRÍL. STÓR- FELLT ÁFALL FYRIR BYGGÐARLAGIÐ Á BÚÐARDAL. VEITINGAMAÐURINN AÐ GEFAST UPP Á REKSTRINUM OG KREFST LÖGREGLURANNSÓKNAR. HONUM VIRÐ- IST HOLLUSTUVERNDIN VERA AÐ HYLMA YFIR EITTHVAÐ. GRUNURINN BEINIST AÐ MEINDÝRUM. ERU KJÚKLINGABÚIN ROTTU- HELD? VARÐ KROSSMENGUN í SLÁTURHÚS- INU? FRUMSKÓGUR STOFNANA OG KONTÓRA KEMUR VIÐ SÖGU EFTIRLITS MEÐ FRAMLEIÐSLUNNI OG DREIFINGUNNI. ureftirliti ríkisins innflutt sænskt fóður frá vandaðri stórri verksmiðju og með ströngu eftirliti, þannig að grunurinn beinist frekar að mein- dýrum,“ segir Halldór. LÖGREGLURANNSÓKN í DAG Hollustuvernd ríkisins stóð fyrir þeim viðbrögðum að kanna mat- vælin úr veislunni, kalla kjúklinga dreifingu. Hver rannsakar kjúkl- ingabúið og sláturhúsið? Það er hér- aðsdýralæknir í umboði og með yfirdýralækni sem fer yfir þennan hluta ferlisins, en þetta eru sömu aðilar og eiga að hafa eftirlit með þessum þáttum framleiðslueftirlitis- ins. Fyndist þér óeðlilegt að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd til að fara yfir alla þætti þessa máls? „Nei. það væri ekki óeðlilegt. Reyndar lagði ég til í janúar 1986 á fundi með yfirdýralækni.héraðsdýralæknum og heilbrigðisfulltrúum, sem tengj- ast eftirliti með slátrun á alifuglum hér á landi, að sett yrði sérstök reglugerð sem fyrirskipaði ná- kvæma rannsókn í hvert skipti sem upp kæmi greining á ákveðnum sýklum sem borist geta á milli dýra og manna eins og t.d. salmonella," segir Halldór Runólfsson. Samkvæmt áreiðanlegum upplýs- ingum HP í gær hefur Hollustu- vernd ríkisins óskað eftir því við heilbrigðismálaráðherra að fram fari opinber rannsókn á öllum þátt- um þessa máls. Reiknað er með að heilbrigðisráðherra vísi málinu til rannsóknar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, jafnvel í dag. I SÖLU Á LAUGARDAGINN Hollustuvernd ríkisins fól heil- brigðisnefndum um land allt að kalla inn kjúklinga með viðkomandi framleiðslunúmeri. Heilbrigðisfull- trúar og Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur starfa í umboði heilbrigðis- nefnda. „Við byrjuðum að kalla inn áður en bréf frá Hollustuverndinni barst hingað inn. Okkar svæði er í Reykjavík ög á Seltjarnarnesi. ísfugl hringdi líka út, þannig að það var tvöföld innköllun á þessu,“ sagði Oddur R. Hjartarson, forstöðumað- ur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. „Þetta klikkaði á einum stað, Mikla- garði, þar sem kjúklingurinn var til sölu á laugardaginn," sagði Oddur. Hann kvað þennan stórmarkað hafa fengið sams konar boð og aðr- ir, en þeir hefðu haft einhvers staðar tvo kassa undir, sem ekki hefðu komið fram fyrr en á laugardaginn að heilbrigðisfulltrúi kom auga á kjúklingana með viðkomandi fram- leiðslunúmeri í versluninni. Hann kvað aldrei hægt að útiloka að ein- hver mistök af þessum toga yrðu gerð, en kvaðst fullviss um að þetta væri einsdæmi. ROTTUHELD KJÚKLINGABÚ? Eftirlit með kjúklingabúinu og sláturhúsinu Varmá í Mosfellssveit er í höndum héraðsdýralæknis, sem er í þessu tilfelli Brynjólfur Sand- holt. Hvernig er því eftirliti háttað? „Við tökum sýni í sláturhúsinu af svokölluðum hálsaskinnum, sem eiga að geta varað okkur við,“ segir Brynjólfur. Þetta eru þannig séð til- viljunarkennd sýni, stikkprufur. En hvernig getur staðið á því, að finnst salmonellasýking í kjúkling- um frá íslandi í Noregi, en ekki áður en sendingin fór utan? Brynjólfur telur að skýringin geti verið sú, að Norðmenn taki sýni úr öðrum hlut- um kjúklingsins en íslendingar. Hann var einnig spurður hvort klór- þvottur kjúklinganna áður en sýni væru tekin gæti haft einhver áhrif. Brynjólfur kvaðst ekki treysta sér til að segja til um það nákvæmlega hvort það hefði einhver áhrif, en i matvælaiðnaði væri það hefðbund- in varnaraðgerð að nota klórbland- að vatn. Eru kjúklingabú undir stöðugu eftirliti hér á landi? „Nei, það er framkvæmt eftir því sem þörf þykir hverju sinni," segir Brynjólfur Sand- holt. Hann kvað heldur ekki gengið úr skugga um það hvort kjúklinga- „Það var búið að selja megnið af þessum kjúklingum eða um 6000 af þeim 7000 sem slátrað var, en þetta er eina tilvikið sem kemur upp á, — auk þess eru fjórir mánuðir síðan kjúklingunum var slátrað," sagði Al- fred Jóhannsson forstjóri Isfugls. Hann lagði áherslu á að salmonellu- sýkillinn dræpist við 65 gráða hita og aldrei væri lögð of mikil áhersla á varkárni við matreiðslu kjúklinga. Alfreð kvað salmonellufundinn í kjúklingunum í Noregi og í Búðar- dal hafa leitt til þess, að eftirlitið hefði mjög verið hert í sláturhúsum Isfugls. Nú væru tekin saursýni og úr hálsaskinnum daglega, en þetta væru stikkprufur. Salmonella fannst í kjúklingakjötinu í Noregi í byrjun ársins, þannig að eftirlitið var slæ- legra í desembermánuði, þegar bú væru rottuheld frekar eri önnur peningshús. „UNDIR EFTIRLITI HEILBRIGÐISYFIRVALDA" En hvað liggur á bak við þá aug- lýsingu utan á pakkningum kjúkl- inga að slátrað sé „undir eftirliti heilbrigðisyfirvalda". Samkvæmt upplýsingum héraðs- dýralæknis er í rauninni ekkert ann- að á bak við þetta hinar tilviljunar- kenndu sýnatökur í sláturhúsi. Áður var heimilt að slátra í heimahúsum, og mun áðurnefnd auglýsing vera til að minna á að fuglinum sé slátrað í sláturhúsi. Eins og komið hefur fram eiga kjúklingakjötið sem olli hinum hast- arlegu veikindum fór í gegnum slát- urhúsið á Varmá í Mosfellssveit. Þá voru einungis tekin sýnishorn úr hálsaskinnum öðru hvoru, en nú eru þau tekin daglega og bæði úr görnum og hálsaskinnum. „Þetta er gífurlegt áfall fyrir okk- ur. Við leggjum okkur fram um vandaða framleiðslu, fullkomið hreinlæti og viljum ekki að svona komi upp. Þetta tilfelli mun leiða til þess að við herðum enn eftirlit og höfum ekki á móti því að opinberii* aðiljar geri það einnig. Við sættum okkur auðvitað ekki við að selja vöru sem gæti verið hættuleg heilsu fólks og munum gera viðeigandi ráðstafanir," segir Alfreð Jóhanns- son forstjóri. héraðsdýralæknir og yfirdýralækn- ir að hafa eftirlit með fyrri fram- leiðslustigum í búi og í sláturhúsi. Hollustuvernd og heilbrigðisnefnd- ir taka svo við eftirliti með dreifingu og matreiðslu. DÓMARI í EIGIN MÁLI? Þegar svona alvarlegt mál kemur upp eru það sömu aðiljar og áttu að koma í veg fyrir að eitthvað færi úr- skeiðis sem fara yfir málið. Er t.d. heppilegt að héraðsdýralæknir fari yfir hvort hugsanlega einhver hand- vömm hafi orðið í hans eftirliti fyrir hálfu ári? „Það er aldrei heppilegt að vera dómari í eigin máli en í þessu máli held ég að ekki sé um það að ræða. Ég hefði hins vegar ekkert við það að athuga að utanað- komandi aðiljar færu í saumana á þessu máli, því allt slíkt eftirlit má herða," segir Brynjólfur Sandholt. Hins vegar leggur hann áherslu á rétta meðhöndlun matvæla á öllum stigum framreiðslunnar. Víða erlendis séu 10% til 30% kjúklinga sýkt salmonellu, sem sýni stærðar- gráðu þess vanda sem við er að fást í matvæiaiðnaði. En þurfa íslenskir framleiðendur og neytendur að sætta sig við að framleiða og neyta sýktrar vöru? „Nei, nei, enda er engin ástæða til að íslendingar éti kjúklinga," segir Brynjólfur. Á hann þá við að það sé óhjákvæmilegur fylgifiskur kjúklinga, að þeir geti verið sýktir hvar og hvenær sem er? „Já, fólk verður að gera það upp við sig, ef það vill borða kjúklinga, að matreiða þá þannig að þeir mengi ekki ef þeir eru sýktir," segir héraðs- dýralæknir. Hann kvað fjölmiðla eiga leggja áherslu á að matvaran sé hættulaus ef hún er soðin. FORSTJÓRI ÍSFUGLS 6000 KJÚKLINGAR SELDIR HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.