Helgarpósturinn - 28.05.1987, Page 16

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Page 16
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart : i „Sko, ég er Akureyringur, þó það heyrist kannski ekki á framburðinum. Norðlenski framburðurinn hefur hins uegar ekkert glatast — ég hef bara aldrei haft hann, held ég. Þetta er suo mismunandi... En ég bjó sem sagt á Akureyri fram að 17 ára aldri. Þá fluttu foreldrar mínir suður." Það uar Arnar Jensson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, sem mœlti suo. Við uorum stödd á skrifstofu Arnars í Lögreglustöðinni uið Huerfisgötu, öll afuilja gerð til að uera í (annars uegar) og taka (hins uegar) opnuuiðtal HP þessa uikuna. Það sama uar auðuitað ekki að segja um annað fólk á stöðinni. En þar sem það uirtist hins uegar flest hafa lykil að rammlœstri skrifstofu Arnars — og nota hann óspart—þurftiheilmikla hörku tilað láta ekki rugla sig í ríminu. Þá hörku hefur Arnar Jensson í ríflegum mœli, þó hún heyrist ef til uill ekki í framburðinum... „Hvernig ég er kominn í þennan stól? Ja, ég byrjaði í lögreglunni vorið 1977 sem sumaraf- leysingamaður. Þá hafði ég lokið stúdentsprófi úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og var í sagnfræði í háskólanum. Kenndi reyndar líka með náminu... í Breiðholtinu. Já, svo var ég kennari í Grindavík í tvo vetur." — Þú varst sem sagt á allt armarri braut? „Eiginlega, já. Mig vantaði hins vegar sumar- starf, sótti um og var ráðinn. Ég ætlaði bara að vera eitt sumar, en hér er ég enn!“ Arnar brosti svolítið feimnislega, fannst mér; a.m.k. af lög- reglumanni að vera. Maður hefur gert sér alveg sérstaka mynd af löggum... „Ég var búinn að stofna fjölskyldu, farinn að hlaða niður börnum og vantaði peninga, svo ég ákvað að fresta náminu aðeins. En ég tók bara aldrei til við það aftur." — Af huerju uard lögreglan fyrir valinu frekar en eitthuad annad? Hann yppti öxlum og sagði, eins og spurning- unni væri sjálfsvarað: „Hvers vegna ekkil Það var nánast tilviljun. Annars hafði pabbi verið í löggunni fyrir norðan á sumrin, en hann er kennari. Svo ég hafði smjörþefinn af þessu. Ég byrjaði hins vegar ekki í fíkniefnadeildinni strax, heldur var í tvö ár í almennri deild. Og náttúrulega í Lögregluskólanum. Svo var ég varðstjóri á Egilsstöðum í önnur tvö ár. Það er alveg gjörólíkt því að vinna í Reykjavík og ég var líka eini fasti starfsmaðurinn þarna. Egilsstaðir eru þannig í sveit settir, að maður er laus við allt sem tengist verbúðalífi og slíku. Þetta var þess vegna fremur rólegt starf og þægi- legt. Lögregluvarðstjórinn er eins konar fulltrúi sýslumannsins, sem er staðsettur niðri á fjörð- um; innheimtir þinggjöld, gefur út skírteini og slíkt. Síðan hefur maður auðvitað eftirlit og sinnir útköllum á stóru svæði. Þetta er gjörólík- ur heimur mínu núverandi starfi." SVOLÍTIÐ SPORTIDJÓT — Komstu aftur til Reykjavíkur til ad taka við þeirri stöðu sem þú gegnir núna? „Nei, nei. Ég sótti um og fékk stöðu varð- stjóra, fyrst á miðbæjarstöðinni og síðan hérna við Hlemm. Haustið ’84 kom ég síðan hingað í fíkniefnadeildina.” — Hvað kom til að þú fékkst áhuga á þessum málaflokki? „Þetta er náttúrulega ákaflega lifandi starf, mikið um að vera og skorpuvinna. Ég hafði líka kynnst þessari hlið starfseminnar og þessu óreglufólki gegnum varðstjórastarfið á Hlemmi.” — Er það ekkert erfitt fyrir sálartetrið að vinna t fíkniefnadeildinni? Ekki vildi Arnar samþykkja það, en dró þó seiminn. „Það koma hins vegar alltaf upp tilvik, sem eru erfið. Bæði í þessari deild og öðrum. Bara í lögreglustarfi almennt. En það venst. Þetta verður einfaldlega eins og hver önnur at- vinna og ég tek starfið ekkert með mér heim sem einhvern hnút í maganum.” — Ertu þá aldrei stressaður? Hann hló. „Jú, jú. Auðvitað er ég oft stressað- ur. Eru það ekki allir? En ég á góða fjölskyldu; eiginkonu, þrjá stráka og eina stelpu, og ver mikium tíma með börnun- um. Ég leik mér töluvert í fótbolta með strákun- um mínum og stunda þar að auki svolítið íþróttir með kollegunum. Það er mjög afstressandi, skal ég segja þér, að leika sér með börnunum og fé- lögunum. Raunar er ég svolítið „sportidjót”, hef verið að gutla í handbolta, fer töluvert á skíði og ýmislegt annað. Stunda líka skotveiði og silungs- veiði, þegar tími gefst til.“ — Þarf maður í þinni stöðu ekki að fá bœði samþykki ogstuðning fjölskyldunnar til að geta þetta? „Það er alveg nauðsynlegt. Eins og ég sagði er vinnan svolítið í skorpum og það er oft töluvert ónæði heima. Fólk er sífellt að hringja, bæði að- standendur og fólk úr þeim hópi sem maður er að fást við. Svo fæ ég upphringingar frá lögregl- unni úti á landi, þegar eitthvað gerist þar. En þetta ónæði fylgir starfinu og þá er bara að taka því.“ — Fá menn í fíkniefnadeildinni oft hótanir frá fólki í „undirheimunum"? „Það er alls ekki mikið um það. Alls ekki. Þeg- ar eitthvað slíkt kemur fyrir er það oftast í hita leiksins fremur en það sé nokkuð skipulagt eða úthugsað. Einhvern tímann hafa bílar verið skemmdir fyrir starfsmönnum, en það hefur aldrei bitnað á mér eða minni fjölskyldu." FER EKKERT Á HAUSINN Á MORGUN — Sást þú lögreglustarfið í hillingum t œsku? „Ég held ekki. Það var frekar að mig iangaði að verða íþróttamaður, minnir mig.“ — En nú situr þú hér á Lögreglustöðinni í Reykjavík. Finnst þér starfið veita þér lífsfyll- ingu? Nú leist Arnari Jenssyni greinilega ekkert á blikuna og hugsaði sig vel um áður en hann svaraði, hálfhlæjandi. „Lífsfyllingu? Ég veit það ekki... Ja, a.m.k. hluta af henni. En þó ekki starf- ið eitt og sér.“ Einmitt þegar blaðamaður taldi sig vera að komast að kjarna málsins — og Arnars — og hélt niðri í sér andanum af eftirvæntingu opnaði enn einn lögreglumaðurinn læstar dyrnar. Örugg- lega sá fimmtándi á hálftíma. Næsta spurning slapp út fyrir varirnar, beint frá hjartanu. — Hafa mjög margir lykil að skrifstofunni þinni? Svarið var stutt og laggott. lrAllir!“ Síðan bætti Arnar við til skýringar: „Tölvan er hérna inni og líka talstöðvarnar." Þegar þessi starfsmaður deildarinnar hafði lokið erindi sínu fórum við aftur út í þá sálma hvað viðmælandinn fengi út úr starfinu í fíkni- efnadeildinni. „Þetta er í fyrsta lagi svona tiltölulega öruggt starf; örugg atvinna. Fyrirtækið fer ekkert á hausinn á morgun eða hinn! í öðru lagi er þetta oft á tíðum svolítið spennandi. Þegar vel gengur eru þetta skemmtilegar rannsóknir. Það er að segja, viðfangsefnin geta verið skemmtileg þó málaflokkurinn sé ekkert sérlega glaðlegur. Síð- an erum við mikið í samböndum við félaga okk- ar í útlöndum, sækjum námskeið og berum sam- an bækur okkar." MAÐUR VERÐUR STOLTUR AF ÞEIM — Nú skilst mér að þið hafið samband við ýmsa aðila, sem láta ykkur í té upplýsingar úr heimi fíkniefnanna. Hverpig samband er eig- inlega ykkar á milti? „Yfir höfuð er það fólk, sem við erum að fást við, mjög andsnúið okkur. Við erum sá aðili, sem þetta fólk er að reyna að passa sig á. Hins vegar eru þarna innan um svona ósköp venjulegar manneskjur sem hægt er að spjalla við og okkar starf byggist talsvert á því að komast í samband við þessa einstaklinga til að fá upplýsingar. Ekki bara upplýsingar um hvað aðrir í „bransanum" eru að bauka, heldur ekki síður um það hvað er að gerast í þessum heimi. Hvernig ástandið er. Þess vegna vitum við nokkurn veginn hvernig málin standa hverju sinni, þó það séu ekki til neinar skjalfestar upplýsingar. Við sjáum þetta á því hvernig hlutirnir þróast hjá okkur í deildinni og hvað fólk í dreifingu, innflutningi og neyslu segir okkur. Stundum kemur það líka fyrir að einn aðili hefnir sín á öðrum með því að kjafta frá. Oft er einhver spenningur eða æsingur í mönnum og upplýsingar fengnar á þann hátt eru yfirleitt mjög ýktar og hættulegar. Hins vegar hefur fólk einnig samband við okkur, þegar því hreinlega ofbýður það sem er að gerast í kringum það. Þetta geta jafnvel verið aðilar, sem sjálfir standa í innflutningi. Þeim ofbýður þá eitthvert nýtt efni á markaðnum eða ástand sem er að skap- ast.“ — Lýtur þessi heimur ekki töluvert öðrum lögmálum en sá sem við hin búum í? „Flest þetta fólk lifir eiginlega bara frá degi til dags. Það hugsar bara um að njóta líðandi stund- ar og spáir í morgundaginn, þegar hann kemur. Þetta er mjög áberandi."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.