Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 15
Ríkir ágreiningur milli göngugarpa og hlaupagikkja? heldur sig ákveðin Scháfer-klíka svo dæmi sé nefnt," sagði Marínó. Og krakkarnir spurðu hvenær mynd af þeim birtist í blaðinu. Skokkarar hlaupa framhjá með reglulegu millibili og innan um eru hjólreiðatrimmarar og göngugarp- ar. Hressilegur göngugarpur var tekinn tali og spurður að því hvers vegna í ósköpunum hann hlypi ekki eins og aðrir sómakærir trimmarar. „Það er beinlínis hættulegt ef mað- ur er ekki í góðu formi! Og það jafn- vel þó formið sé í lagi, sjáðu t.d. for- Sigurður Andri og Titó á klósettinu. Þaö skal tekiö sérstaklega fram að Siguröur auösýndi lofsverða snyrtimennsku, hann heldur þarna á plastpoka, hirti í hann stykki Títós og kom fyrir á sómasamleg- an hátt. Hundaeigendur taki Sigurð og Tító til fyrirmyndar, takk. mann bandaríska skokksambands- ins, sem nýlega fékk hjartaslag í miðju skokki og hné niður örendur. Það er ekkert á við röskan göngutúr og sund.“ Aðvífandi hlaupagikkur var spurður hvort hann væri að hætta lífi sínu og ekki hélt hann það nú. Haukur Jacobsen nemi var að hlaupa með sunddótið í poka á bak- inu og sagðist hafa skemmt sér ær- lega við skokk á hverjum degi síð- astliðinn hálfan annan mánuð og væri búinn að létta sig um 10 kíló á þeim tíma. „Breytingin er gífurleg, maður er allur miklu léttari og hressari. Við stundum fótbolta nokkrir félagarnir og ég finn mjög hversu léttari ég er og sneggri og betri," sagði hann. Og í góða veðrinu var umhverf- ið við Ægisíðuna ægifagurt ásýndar, Skerjafjörðurinn lygn. Fjaran falleg, grásleppuskúr- arnir rómantískir í einmanalegri hrörnun sinni. Götur og stéttir hreinar og Ægisíðuhúsin eru tign- arleg og tilheyra greinilega þeim húsum sem teljast hafa sál. Við ann- an endann standa hús, sem eru eldri en svo að þau tilheyri almennilega gildandi götuheitakerfi, teljast til Starhagans en heita Adalból, Brúar- endi, Lambhóll, Sudurhlíd og Túns- berg. Síðan eru það gráslepputrill- urnar og skúrarnir, karlarnir að koma í land með sorglega lítinn afla og vonsviknir rauðmagaunnendur snúa frá og verða að bíða betri dags. Ægisíðuhúsin vísa okkur síðan hálfa leið inn í nútímann, sem segja má að birtist síðan við Hofsvalla- gatnamótin, þar sem orkuþyrstir bílar geta fengið þjónustu á nýrri bensínstöð Esso. Trimmið við Ægisíðuna hefur þennan kost umfram marga aðra staði; augun fá virkilega mikið að gera meðan líkaminn streðar. Og það er ekki bara fólk úr götunum í kring sem hoppar þarna og skoppar. Tilvalið er fyrir fólk úr öðrum hverf- um að skreppa á Ægisíðu og skoða fallega garða og hús „betri borgar- anna“. Við Ægisíðu býr nefnilega urmull af frægu og ríku fólki. Heilsubótarfólkið þaut framhjá, skokkandi, röltandi, hjólandi og al- mennt geislandi af lífskrafti (eða löngun til að öðlast hann). En skyndilega beinast augu blaða- manns að letilegum ungum náunga sem situr makindalega á steini við fjöruna. Með skjalabunka á lærum sér, niðursokkinn í skýrslur — talna- flóð í fjörunni! Þegar saumað var að honum kom enda í ljós að um Breta var að ræða, lan Pike kvaðst vera að leggja síðustu hönd á skýrslu sína um framtíðarhorfur á markaðssetn- ingu lýsis og fiskimjöls! Ian er nær- ingarfræðingur að mennt, en hér var hann staddur á vegum Síldar- verksmiðja ríkisins og Alþjóðasam- taka fiskimjölsframleiðenda, hvorki meira né minna. Og að hvaða niður- stöðu hafði hann komist í blíðviðr- inu í Ægisíðufjörunni? „Markaður- inn verður erfiður næsta ár, en til lengri tíma eru horfurnar mjög góð- ar,“ sagði Pike. Ekki svo slæmar horfur. Og blíð- viðrið eykur á alla bjartsýni og ekki verra að hafa þokuna sem ríkt hefur að undanförnu. Því trimmararnir geta treyst hinni gömlu trú landans, að mikil þoka í maí, sérstaklega yfir sjó, viti á gott og sólríkt sumar. . . Fjölskyldustemmning við Ægislðuna. Marinó Þorsteins, dóttirin María Hrund, heimilisvinurinn Alfreö Gíslason og grasvöndullinn Píla. „Þetta er dásamlegt svæði og hér getur Píla hlaupið um óhindr- að. Á veturna er líka ágæt lýsing frá götuljósunum." Ægisíðuskokkararnir voru á öll- um aldri. Hér er einn sem kom- inn er af léttasta skeiði, en er greinilega ungur (anda og held- ur sér 1 virðingarverðu formi. eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.