Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 4
 ' ' ' ' %|*Y4 ■r <--"*• : m-4 gwíwr+i Davlð borgarstjóri og Ástrlður borgarstjórafrú ganga upp tröppur Höfða eftir að hafa stigið úr kádiljáknum nýja, sem sést fyrir aftan ásamt Jóni Árnasyni bllstjóra. Sumir flokksbræðra Davlðs sögðu: Það er sama hversu bdlinn er dýr, bara að hann sé ekki frá Sambandinu! Var spenntur fyrir Benz HP skreppur í könnunarferð í Cadillac-bifreið borgarstjórans og ræðir við Davíð um djásnið Davið Oddsson borgarstjóri uar að fá sér nýjan kádilják fyrir embættið og þad vakti athygli eins og endranœr, þegar bílar og stór embœtti fara saman. Fyrir borgar- stjórann var keyptur Cadillac Fleet- wood 60 special og verðið sagt kr. 2.876.635. Hér er auðuitað um ueg- lega bifreið aö rœða, 182 sentimetr- ar á breidd, 511 sentimetrar á lengd og eigin þyngd 1519 kíló (sem þýöir að kílóið af bílnum kostar 1894 krónur!) Blaðamaður HP skrapp í könnunarferð með Jóni Arnasyni bílstjóra borgarstjórans. Niðurstað- an var í grófum dráttum sú að bif- reiðin vœri þœgileg og uegleg en samt fábrotin og furðulega lítil um sig! Þarna uar enginn bar, ekkert sjónuarp. Nánast bara sími og tölvu- kerfi sem sýndi hitastigið úti og bensíneyðsluna. Kveikjararnir tueir aftur í eru auðuitað til einskis, því eins og allir uita er bannað að reykja á opinberum stöðum! Fyrir utan dúnmýktina að innan vakti mesta athygli blaðamanns að aftur í voru speglar, sem Kaninn kallar afhrein- skilni „Vanity-mirrors" og þýða má yfir á íslensku sem fordildarspegla! Jón bílstjóri sagði að það væri ákaflega gott að keyra bílinn, hann væri mun fyrirferðarminni en for- verinn, Buick-inn. Jón sagði okkur m.a. frá því að númerið, R-612, hefði fylgt bíl borgarstjóra um árabil og hefði á sinum tíma verið tekið af öskubíl og sett á borgarstjórabílinn. Það eru aðallega liturinn og borg- armerkið sem gera bílinn áberandi og varla að hann beri nafn með rentu, það laumast jafnvel að manni sá grunur að SÍS hafi látið Davíð borga allt of mikið! Og væri þá nær að beina athyglinni að slíku svindli en að Davíð væri að fá sér ósköp venjulega og lítilmótlega drossíu, ekki einu sinni límósínu. En borgar- fulltrúar hafa gagnrýnt Davíð mjög fyrir kaupin og Þjóðviljinn segir nær að veita fé til fatlaðra. Sjálfur er Davíð hinn brattasti og þegar HP ræddi við hann í kokkteil- boði í Höfða var hann hinn ánægð- asti með bílinn og lét hneykslan blaða og manna sem vind um eyrun þjóta: „Ég tek svona umtal óskap- lega lítið nærri mér. Það hefur alltaf verið þannig að blaðaskrif snerta mig tiltölulega lítið. Þess vegna kemur það mjög sjaldan fyrir að ég svari einhverju sem um mig er sagt. Þess má þó geta hérna, af því rætt hefur verið um verðið á bílnum, að það lækkaði vegna þess hversu gengi dollarans hefur lækkað mikið, um einar 300 þúsundir króna.“ , — Þú hefur þá ualið bíl frá SIS. Fœrðu ekki skömm í hattinn frá flokksbrœðrum, sem vœntanlega benda þér á Benz frá Hallgríms- sonum eða einhvern flottan frá Heklu? „Ég verð að viðurkenna að ég var dálítið spenntur fyrir því að keyptur yrði Benz. En hann var dýr- ari í þessum klassa og því var bíll frá Sambandinu keyptur. Það eru fleiri rök fyrir því, svo sem að hann er framhjóladrifinn, það kemur sér betur og við verðum að sýna for- dæmi þessir sem ráðleggjum öðrum að keyra ekki á nöglum. En ég heyrði það vissulega aðeins, að menn sögðu sem svo: „Það er sama hvað þú kaupir dýran bíl, bölvaður, en ekki versla við Sambandið"! En málið er það, að ég hef ekki áhuga á því að mínar stjórnmálaskoðanir komi fram í því hvaða bíl ég ek með- an ég er í þessu starfi. Ég myndi ef til vill gera það ef ég væri að kaupa bíl fyrir sjálfan mig, þá myndi ég kannski hafa meiri áhuga á því frá hvaða fyrirtæki bíllinn kæmi.“ — En nú var það uinstri borgar- stjórnin sem skipti yfir frá Benz til SÍS. Maður hefði haldið að þú uildir umturna öllu frá þeim tíma? „Jú, en sjáðu til, þannig stóð á að þýska markið hafði hækkað alveg gríðarlega og Benz var mun dýrari en amerískur bíll. Því var ekki stætt á því að skipta um. En auðvitað velti maður þessu fyrir sér, t.d. þegar Buick-inn var keyptur og einnig nú.“ — En eru suona „drossíur“ embœttinu virkilega nauðsynlegar — og ef svo er — af huerju fórstu ekki út í flottari,,límósín"? „Reykjavík er eins og þú veist höfuðborg landsins og hún vill auð- vitað halda uppi vissri reisn. Við get- um til dæmis spurt um þetta hús, Kádiljákurinn er sæmilega veglegur og rúmgóður, en eins og þessi mynd ber meó sér er samt dálítið þröngt um Davlð þegar hann stlgur út! Bfllinn að innan aftur f. Fótaskemlar fyrir farþegana og sætin dúnmjúk. Að öðru leyti „fátt um fína drætti", nema lestrarljós og fordildarspeglar I loftinu! eftir Friðrik Þór Guömundsson myndir Jim Smartl 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.