Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 28
Meyvant Meyvantsson fyrir utan slysadeildina, þar sem hann segist oftast nær hafa fengið góðar viðtökur, en ekki þetta sinnið. Hann vill ekki ásaka neinn, en vonar að frá- sögnin veki fólk til umhugsun- ar. Smartmynd. Gleymdist á ganginum Meyvant Meyvantsson var eftir aðsvif fluttur í hjartabíl á Borgarspítalann, þar sem hann mátti dúsa á gangi í nær 3 tíma afskiptalaus og gleymdur. Mánudaginn 11. maí sídastlið- inn var Meyvant Meyvantsson, leigubílstjóri hjá BSR, kallaður í verkefni vestur í bœ. Á Suðurgöt- unni fœr hann aðsvif og stöðvar bifreiðina. Hann bíður um stund til að athuga hvort hann lagast ekki, en þvert á móti líður honum œ verr, hann stóð ekki í fœtur og hélt ekki höfði. Hann gerði stöð- inni viðvart og von bráðar var kollegi hans mcettur á staðinn og œtlunin að hann ceki Meyvant á heilsugœslustöð á Seltjarnarnesi. Sá lét umsvifalaust kalla á hjarta- bíl. Lögreglan mœtir fljótlega, en hjartabíllinn hins vegar ekki fyrr en eftir nœr 10 mínútur. A leiðinni í hjartabílnum er sett á hann hjartatœki, honum gefinn viðhlít- andi vökvi í œð úr slöngu og hlúð að honum að öðru leyti. Meyvant er kransœðasjúklingur, hefur 18 sinnum legið á spítala á síðustu 7—8 árum. Auk þess var keyrt aft- an á bifreið hans 30. janúar síðast- liðinn og fékk hann þá mikið höf- uðhögg og slœman hnykk á háls- inn. Augljóslega voru slœm sjúk- dómseinkenni að koma þarna fram og hefði mátt œtla að þegar hjartabíllinn renndi í hlað Borgar- spítalans tœkju hraðar hendur við. En það gerðist ekki. „Úr bílnum var ég settur á gang- inri næst innganginum, en ekki tekinn inn á læknastofu í rann- sókn. Þarna á ganginum fékk ég nú samt að liggja í um tvo og hálf- an klukkutíma afskiptalaus. Af og til Iöbbuðu í augsýn læknar eða annað starfsfólk, en ekki var einu sinni haft fyrir því að taka niður skýrslu. Fólk var að rölta þarna í kringum sjálft sig, en á meðan leið mér hroðalega og var satt að segja að verða vitlaus. Loks náði ég tali af stújku einni en hún vændi mig um lygar, sagði að greinilega væri búið að gera eitthvað við mig, ég væri með hjartatæki og sprautu í æð. Hún trúði því ekki að þetta hefði verið gert í bílnum á leiðinni og strunsaði burt. Síðar sá ég þrjá lækna í hóp, þeir kjöftuðu þarna og hlógu mikið og náði ég tali af einum þeirra. Sá sagði að ég væri ekki í hans verkahring, en sagðist ætla að láta vita. Það virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan, því ekkert gerðist. En loks eftir þessa tvo og hálfan tíma kemur stúlka og þá er ég færður inn í eitt- hvert herbergi og þar fæ ég síðan að dúsa í hálftíma í viðbót alveg viðþolslaus. Þá er konan mín kom- in, en henni var gert viðvart í upp- hafi. Hún fór þá á Borgarspítalann en þar var henni tjáð að enginn væri þar með þessu nafni. Hún fór þá á Landspítalann, þar sem ég fannst að vonum ekki. Hún ákvað að fara eftur á Borgarspítalann og eftir nokkra eftirgrennslan fannst ég loksins og reikna ég með því að það hafi orðið til þess að ég var loksins færður í þetta herbergi eða skrifstofu. Loksins birtist þar læknir, sá sami og hafði sótt mig í bílnum í upphafi. Þá var ég orðinn verulega pirraður og æstur og lái mér hver sem vill. Við lentum þarna í rifrildi. Ég bað konu mína að hringja í heimilislækni okkar á Seltjarnarnesi og hann sagði að ég mætti koma strax ef ég treysti mér til þess, sem ég gerði úr því að konan var með mér. Ég bað því lækninn að taka nálina úr mér og hann gerir það þá svo höstuglega að blóðið fer að flæða og lekur á buxurnar mínar. Þetta segir sitt um hvernig andrúmsloftið var orðið, mér leið reglulega illa og var orðinn verulega sár og reiður. Fólkið virtist vera eltandi hvað annað þarna í einhverri ótrúlegri hringrás og mér datt helst í hug að ég væri kominn í fjölleikahús þegar ég lá þarna. Þarna gat ég hreinlega ekki verið lengur! Síðan þetta var hef ég fjórum sinnum fengið svona aðsvif og þessa dagana geri ég lítið annað en keyra á milli lækna og Trygg- ingastofnunarinnar. Endanleg sjúkdómsgreining liggur ekki fyr- ir, en afleiðingin er sú að blóð kemst ekki almennilega upp til höfuðsins og þá svimar mig, og uppköst fylgja. Ég skal ekki segja hvort ég hafi verið staddur í alvar- legri hættu þarna á Borgarspítal- anum, en eitt er víst að mér leið rosalega illa og þegar þetta kemur yfir mig finnst mér ég hreinlega vera að drepast. Ég vil segja að lokum, að ég veit ekki hvernig þið komust í þessa sögu og ekki ætlaði ég að koma henni á framfæri, en úr því að þið höfuð samband við mig þá taldi ég rétt að segja frá þessu, ekki til að koma höggstað á einn eða neinn einstakling, heldur í þeim tilgangi einum að frásögnin geti orðið til viðvörunar og vakið starfsfólkið þarna til umhugsunar, sérstaklega ef svo háttar að mitt dæmi sé ekki einstakt," sagði Meyvant. -fþg í útlöndum eru föt víða hreinsuð á tveimur tímum, en á íslandi tekur þjónustan gjarnan tvo daga. Hreint ekkert mál - ef þú biður vel Eigendur fatahreinsana koma nær alltaf til móts við viðskiptavin sem biðja um þjónustu samdægurs. Málið myndi hins vegar vandast ef ALLIR færu fram á þetta. Eins og flestir sigldir menn vita er víðast hvar erlendis hœgt að fá föt hreinsuð samdœgurs. Sums staðar er meira að segja boðið upp á fata- hreinsun á tveimur klukkustundum. Slík hraðþjónusta hefur til þessa ekki verið auglýst hér á landi. En hvers vegna tekur það tvo eða þrjá daga að hreinsa buxur á íslandi, þegar buxnaeigendur í útlöndum eru þjónustaðir á tveimur til þremur klukkustundum? HP hafði sam- band við nokkra efnalaugaeigend- ur, sem gerðu hreint fyrir sínum dyr- um. Magnús Guðjónsson er einn eig- enda fatahreinsunar í Breiðholti í Reykjavík. Hann tjáði okkur, að fólk fengi hreinsað samdægurs, ef það bara minntist á það. „Eg neita fólki aldrei." Hins vegar sagðist Magnús búast við því að kerfið færi í „ansi mikinn hnút“ ef hver einasti við- skiptavinur færi fram á slíka hrað- þjónustu. Ennfremur kvað Magnús danskan ráðgjafa hafa fylgst með starfseminni hjá sér í kjölfar véla- kaupa fyrirtækisins á síðasta ári, og hefði sá ekki gert neinar athuga- semdir við þann tíma sem það tæki að hreinsa flíkurnar hér á landi. Guðjón Jónsson rekur fatahreins- un vestast í Vesturbænum. Hann tók undir með Magnúsi í Breiðholt- inu og sagði: „Það fá nú allir hreins- að samdægurs, ef þeir biðja um það sérstaklega." Guðjón var hins vegar ósammála kollega sínum að því 28 HELGARPÓSTURINN leyti, að hann álítur ekki að málin fari endilega í hnút, þó svo við- skiptavinirnir tækju upp á því í stór- hópum að biðja um slíka j)jónustu. „Það yrði bara til þess að gæðunum myndi hraka," var skoðun Guðjóns. „Það er ekki hægt að bjóða upp á sömu gæði með svona miklum hraða. Fólk gerir sér nefnilega ekki grein fyrir því hvernig við vinnum þetta á annan hátt en gert er erlend- is. Fyrst setjum við flíkina inn í vél, þvi það er best að láta vélarnar vinna á blettunum, ef hægt er. Það fer best með fötin. En ef það fara t.d. tíu flíkur inn í vélina þarf yfirleitt að setja u.þ.b. fimm þeirra inn aftur. Þeir, sem skila flíkunum svona fljótt, gera það í 60% tilvika með þeirri afsökun að því miður hafi þeir ekki náð blettunum úr, en gætu gert það ef þeir fengju að hafa fötin leng- ur.“ Guðjón Jónsson sagðist nota sér- stök hreinsiefni á flíkur, sem blettir næðust ekki úr í fyrstu tilraun. Þessi blettaefni væru hins vegar sterk og fataefnin sem nú væru í tísku þyldu ekki mikið. Þar með væri hætta á því að litur fatnaðarins dofnaði á undan blettinum, sem verið væri að eiga við. Þess vegna sagði Guðjón að byrjað væri á að nota veikustu efnin og smám saman farið upp í þau sterkari, ef ekkert dygði. „Og allt þetta tekur tíma!“ Erlendis er, að sögn Guðjóns, hreinsiefnum hellt á alla sjáanlega bletti áður en flíkurnar eru settar inn í vélar, til þess að ein umferð nægi. „Þá eru hins vegar stórauknir möguleikar á því að fötin séu skemmd, þegar búið er að ausa á þau blettaefnum sem þau þurfa ekki á að halda.“ Nú eru um 20 efnalaugar á land- inu. Taldi Guðjón Jónsson líklegt, að með auknum fjölda fyrirtækja í framtíðinni kæmi auðvitað að því að minna lægi fyrir á milli daga hjá hverju þeirra um sig. Það yrði þá væntanlega til þess að þjónustan tæki skemmri tíma og það heyrði fortíðinni til að bíða lengur en einn dag eftir flík úr hreinsun. Guðjón taldi verðlagsstjórnun hins vegar meginskýringuna á þró- un fatahreinsunarmála hér á landi. „Verðlagsstjóri ákveður bara verð- listann hjá okkur. Við höfum ein- göngu tillögurétt. Ég er búinn að vera í þessu fagi í 9 ár og fyrstu árin fækkaði hreinsun- um hér um tíu, vegna þess að verð- lagsstjóri hélt verðinu svo niðri að það stóð ekki undir rekstrinum. Menn gátu t.d. alls ekki endurnýjað vélar eða gert aðrar endurbætur." — Attu þá við að þú hefðir viljað hafa verðið hœrra? „Fyrir nokkrum árum, já. Um 1983 var gerður samanburður á verðinu hér og á öðrum Norður- löndum og við vorum langlægstir. Upp úr því var unnin ný verðskrá og þá varð ástandið mun skárra, enda fóru allar hreinsanirnar þá að end- urnýja tækin og veita betri þjón- ustu.“ Og þar sem verðlag efnalauga hafði borist í tal og undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um svo- kallað „Glasgow-verð“ slógum við á þráðinn til Bretaveldis. Það var úti- bú Sketchley-efnalauganna í Finch- ley-hverfi í London, sem varð fyrir valinu, en þetta fyrirtæki rekur hreinsanir vítt og breitt um Iandið. Útibússtjórinn, sem varð fyrir Herrann, sem átti þennan vel pressaða jakka, hefur heldur betur verið álitlegur, þegar hann spókaði sig næst á almanna- færi. svörum, gaf okkur fúslega upp verð úr gjaldskránni fyrir hreinsun á bux- um, jakkafötum og kjólum. Þeir hafa hins vegar tvenns konar verð, eftir því hvort um er að ræða „venju- lega'' þjónustu eða „gullþjónustu". Síðarnefnda tegundin felur að sjálf- sögðu í sér meira nostur, svo sem pressaða sauma, en einnig er saum- sprettum kippt í lag og hnappar saumaðir á, þar sem þá vantar. Sannkallaður bjargvættur pipar- sveinsins! Verðsamanburðinn má sjá á töflu hér á síðunni, en auðvitað ber að hafa í huga að það er ekki það sama að starfrækja efnalaug á Reykjavík- ursvæðinu með um 100 þúsund íbúa eða í milljónaþjóðfélagi þar sem laun og flestur tilkostnaður eru mun lægri. GJALD FYRIR FATAHREINSUN, HEIMA OG ERLENDIS ÍSLAND ENGLAND ENGLAND (venjul.) (lúxus) buxur................. 235 kr. 141 kr. 198 kr. jakkaföt.............. 470 kr. 269 kr. 381 kr. kjóll................. 290 kr. 131 kr. 195 kr. ALLS 995 kr. 541 kr. 774 kr.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.