Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 32
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur Ijósmyndir Jim Smart teikningar Jón Óskar Mikið fannst manni fyndið að gera bjölluat í „gamla daga“. Það var hreinn unaður að fela sig bak við bíla eða inni í görðum og horfa á fólk opna útidyrnar þar sem enginn beið fyrir utan. En það var ekkert of- boðslega gaman að vera tekinn. Það gerðist þegar fyndnin átti að ná há- marki með því að láta sömu manneskjuna hlaupa til dyra hvað eftir ann- að. Stundum var einhver svo sniðugur að bíða við dyrnar eftir að hringt yrði á ný og opna í snarhasti, grípa sökudólginn og yfirheyra hann. Það þótti manni ekkert sniðugt. ÝMIS STRÁKAPÖR Það var auðvitað skemmtilegast að gera „at“ í þeim sem espuðust upp og höfðu engan húmor. Það var dásamleg tilfinning að hrekkja fólk sem var viðkvæmt fyrir slíku. Annars heíd ég að krakkarnir í hverfinu mínu hljóti að hafa verið óvenjulega stilltir. Að minnsta kosti þeg- ar ég ber prakkastrik þeirra saman við prakk- arastrik annarra. Okkur hefði til dæmis aldrei dottið í hug að setja vatnsfötu yfir dyr og láta hellast úr henni yfir fólk. Hvað þá heldur að losa hurð af hjörum eins og einn samstarfs- manna minna gerði. Hann segist hafa haft mikið fyrir þvi oft á tíðum. Þá völdu þeir hús sem var með tvær útihurðir, losuðu um hjarir þeirrar ytri, hringdu bjöllu og földu sig. Það var víst stórskemmtilegt að horfa á þegar komið var til dyra, tekið í hurðarhúninn og hurðin þeyttist út! Þetta finnst honum ennþá fyndið... Svona strákapör tóku sinn tíma því fyrst þurfti auðvit- að að finna einhvern sér stærri sem hægt var að setjast upp á axlirnar á, annars hefði þetta ekki tekist. Eða hengja Ijósaperur á hurðarhúna. Það þótti með eindæmum fyndið að horfa á þær splundrast þegar komið var til dyra. Stuldur á þvotti þótti líka gott hrekkjabragð. Að vísu höfðu prakkararnir vit á því að stela ekki þvottinum í þess orðs fyllstu merkingu, heldur fluttu hann yfir á næstu snúrur, í næsta garð. Húsmæðrum þóttu þessi hrekkjabrögð hreint ekkert sniðug en þegar maður er fO ára og heldur að þvotturinn þvoi sig sjálfur er þetta með fyndnari brögðum. FJÖR AÐ ESPA FEITAR KONUR Svo voru auðvitað til hrekkjabrögð sem gátu verið stórhættuleg. Sigurdur A. Magnússon rithöfundur er einn þeirra sem segjast hafa ver- ið „vandræðabörn" fram að 12 ára aldri og flest þau hrekkjabrögð sem hann og vinir hans 32 HELGARPÓSTURINN stunduðu hafi beinlínis verið hættuleg. Sigurð- ur sagðist að vísu vera efins um hvort hann ætti að rekja helstu hrekkjabrögðin í síma þar sem dóttursonur hans sæti hjá honum og horfði stórum augum. „Það var stundum al- varlegt það sem við gerðum," sagði hann. „Eitt sinn tókum við okkur til og ruddum niður torfum af húsþaki hjá heyrnarlausum manni sem okkur var eitthvað uppsigað við. Við feng- um til liðs við okkur einhvern sem hafði fítonskraft og spörkuðum torfunum niður í tunnu sem stóð við húsið. Oftast vorum við að hrekkja einhvern, en stundum fór þetta út i hreint rupl og rán. Við skipulögðum til dæmis hópa sem fóru í sundlaugarnar og stálu pen- ingum úr vösum meðan eigendurnir voru í sundi. Svo vorum við í því að stúta ljósaperum á götuljósunum. Þá bjó lögregluþjónn rétt hjá heimili minu og ef við sáum hann einhvers staðar fannst okkur mikið sport í því að brjóta perurnar. Hann varð alveg brjálaður, þegar hann sá til okkar, og elti okkur. Það espaði okkur auðvitað um allan helming. Hápunktur- inn var að ná því að espa Erling lögregluþjón." Sigurður átti það sameiginlegt með öðrum prökkurum að hafa unun af að espa upp fólk sem þoldi það illa. Flosi Ólafsson stundaði þetta iíka og fólust prakkarastrikin oft í því að nudda steinolíuvættum korktöppum í glugga- rúður þangað til húsmæðurnar komu æpandi út: „Þá var markmiðinu náð,“ segir Flosi og bætir við að þeim hafi þótt ólíkt skemmtilegra að espa upp þær konur sem voru í holdugra lagi, því það þótti mikið fjör að sjá þær hiaupa. Flosi og vinir hans i Miðbæjarskólanum voru einnig iðnir við að stríða kennurunum með ótrúlegustu uppátækjum og nutu þess að kanna flekkina framan í þeim þegar búið var að gera þá örvita af bræði. Eitt af fyrstu prakk- arastrikum Flosa var þó framkvæmt þegar hann var 6 ára. Flosi henti þá kínverja inn í gang á húsi þar sem kínverjinn sprakk með öll- um þeim hávaða sem slíku fylgir. Viku síðar var Flosi á gangi meðfram húsinu. Sér þá hvar verið er að hífa líkkistu niður af efri hæð hússins í gegnum glugga: „Þetta er gamla konan í hús- inu," var sagt við hann. „Hún dó úr hræðslu þegar þú sprengdir kínverjann í húsinu." Þetta er að sögn Flosa í eina skiptið sem hann hefur drepið mann! Þótt Sigurður og Flosi hafi með ánægju sagt frá sínum helstu strákapörum voru aðrir á svipuðu reki ekki alveg á því að segja frá á prenti hvað þeir höfðu gert. Flestir þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt og rætt var við báru því við að þeir væru „orðnir svo kalkaðir að þeir myndu bara eftir því góða frá æskuárun- um“! Sumir máttu heldur ekkert vera að því að gera þessi venjulegu prakkarastrik, heldur fóru í „óaldarflokka" sem hétu hinum skraut- legustu nöfnum. Þannig starfaði „Svarta svip- an“ á Meistaravöllum, „Rauði krossinn" á Öldugötu og þar í kring og „Hauskúpan" á Seljaveginum. Þessi lið börðust og voru hat- rammir óvinir. Þar fólust strákapörin til dæmis í að handtaka foringja einhvers liðsins og pína hann til að setjast ofan í poll. Slíkt myndi fremur flokkast undir pyntingu en prakkara- strik. . . HRESSANDI AÐ STELA RÓFUM Þjófnaðir, svo sem fyrrnefndur þvottarþjófn- aður, voru vinsælir á árum áður og flestir hafa upplifað það að stela rifsberjum, rófum eða rabarbara. Kona ein á miðjum aldri stundaði það lengi að stela jarðarberjum úr miðbænum og lét ekki af þeirri iðju fyrr en húsráðandi kallaði hana á sinn fund. Bauð henni borgun ef hún vildi vera á vakt í garðinum því það væri alltaf verið að stela úr honum. Það hvarf aldrei jarðarber meir úr þeim garði. Sigurður A. Magnússon segist hafa iðkað að fara í kálgarða: „Það var mikil hressing að stela rófum," segir hann. Flosi Ólafsson stund- að þetta einnig og stal bæði rófum og rifsberj- um ásamt félögum sínum. Það er spurning hvort fólk verður þess almennt vart að nokkur rifsber hverfi af trjám en þegar farið er að kasta reyniberjum í hundraðatali í glerrúður fer það ekki framhjá neinum. Það var raunar það alversta sem ég gerði á æskuárunum. Við krakkarnir í hverfinu kom- umst nefnilega að þeirri niðurstöðu að það væri lítið varið í þetta hverfi því þar voru engin leynifélög starfrækt. Við stofnuðum því leyni- félagið „Rats“. Tilgangur þess var að espa upp manninn á fimm. Hvers vegna man ég ekki lengur og mig rekur heldur ekki minni til þess að maðurinn hafi gert okkur nokkuð. Nema að eiga barn sem var alltaf grenjandi og við þold- um ekki. „Prakkarastrikin" fólust sem sé í að tína reyniber af trjánum, fela okkur í garðin- um og með því að kalla „hó“ var látið til skarar skríða. Reyniberin dundu á rúðunum á „fimm“. Maðurinn brjálaðist og þegar hann birtist í dyrunum viðbúinn því að hlaupa á eftir okkur til að rassskelia okkur var kallað „RATS“! — og allir hlupu eins hratt og hægt var. Leynifélagið entist í fimm daga. SÍMAAT ALLTAF VINSÆLT Símaat var iíka nokkuð vinsælt — og er reyndar enn. Að vísu segja krakkar mér núna að það þyki ekkert fyndið að spyrja hvort „Hreinn sé heima" og þegar svarið sé „Nei, það er enginn Hreinn hérna" að spyrja þá hvort fólkið fari aldrei í bað. Nú felst aðalsíma- atið í því að hringja í einhvern í bekknum og þykjast vera annar en maður er. Þá er gaman í skólanum næsta dag þegar sá sem hringt var til eldroðnar þegar hann sér þá sem hann heldur að hafi hringt í sig. Teiknibólufaraldurinn er víst líka að líða undir lok. Krakkarnir núna þekkja varla teiknibólur, en þau þekkja þeim mun betur hinar vinsælu „prumpblöðrur". Þær eru þeim eiginleikum búnar að þegar sest er ofan á þær glymur við þetta fyrirmyndar „prump-hljóð. Auðvitað má blaðran ekki sjást og þess vegna eru heimili þar sem eru sófar með lausum púð- um vinsælust. Einkum og sér í lagi ef von er á fínni frú í heimsókn, sem má ekki vamm sitt vita. Á tímum Flósa Ólafssonar voru svona blöðrur ekki komnar í tísku, en þá voru „skíta- lyktarpillur" hins vegar vinsælar. Einu sinni ætluðu Flosi og bekkjarbræður hans að svæla stærðfræðikennara sinn, Ásmund Brekkan, út úr tíma með „skítalyktarpillum". Hann lét sér ekki bregða, setti upp dæmi á töflu sem leit svona út: ,,Ef einum manni finnst X vond lykt hérna inni, hvað finnst þá þrjátíu tossum mörgum exum verri lykt?“ STRÁKAPÖR I SKÓLUM Það hefur líka löngum þótt sniðugt að binda dósir, eða annað sem veldur hávaða, aftan í bifreiðir og sjá framan í bíleigendur þegar þeir aka af stað og nýi bíllinn er farinn að fremja slík óhljóð að menn fara að blóta umboðinu í sand og ösku. Eða setja skókassa fyrir utan dyr, fullan af lambaspörðum, hringja á bjöllu og hlaupa í burtu. Kennarar hafa líka fengið sinn skammt gegnum tíðina. Þótt teiknibólu- faraldurinn sé liðinn undir lok og „prump- blaðran komi ekki að notum í kennslustund- um taka krakkar aðra siði núna, önnur stráka-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.