Helgarpósturinn - 28.05.1987, Síða 18

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Síða 18
eftir Kristján Kristjánsson myndir Jim Smart Ágúst Silja Einhvern tíma veröur allt fyrst og þaö fyrsta er gjarnan þaö erfiöasta. Þetta er nokkuö sem margir hafa reynt og geta veriö sammála um. Gildir þá einu hvort menn eru ad koma fram í fyrsta sinn eöa gera eitt- hvaö fyrsta sinni, syngja lag á skemmtun, syngja inn á hljómplötu, halda rœöu, leika á sviöi eða tala á fundi. Allt veitist þetta flestu fólki erfitt aö gera í fyrsta sinn en veröur síöan viöráöanlegra þegar meiri reynsla er fengin. Meö ámóta hug- leiöingar aö bakgrunni haföi HP samband við fjórar manneskjur og baö þœr aö greina frá reynslu sinni af því aö koma í fyrsta sinn fyrir al- menningssjónir, hvort sem þaö var á skemmtun eöa í rituöu máli eöa hvaö annaö sem flokkast gœti undir aö draga athygli aö sér, vera í sviös- Ijósinu. ÁGÚST ATLASON VAR FENGINN TIL AÐ SYNGJA Á BARNAPLÖTU 10 ÁRA GAMALL: HÉLT ALLAVEGA LAGI Ágúst Atlason, sem í seinni tíma hefur sungið með hinu þjóðþekkta Ríó-tríói, hóf sinn feril með því að syngja inn á barnaplötu sem Jan Morávek hafði umsjón með og hét 14 barnalög. Ágúst söng þar lagið Siggi var úti og hann rifjaði þetta upp í stuttu samtali við HP. „Strákarnir í næsta húsi voru eitt- hvað tengdir Jan Morávek og þeir komu mér á framfæri, þeir vissu að ég var eithvað að syngja. Ætli ég hafi ekki verið 9 eða 10 ára, ég man það ekki. Morávek sat bara með gít- ar inni í herbergi hjá sér og spilaði undir meðan ég söng lagið inn á gamalt segulband sem hann var með. Ég söng þetta bara einu sinni, renndi mér í gegnum lagið og þar með var þetta búið. Þetta var svona frekar stutt stúdíóvinna, afar fljót- gert. Undirspilið var svo sett á síðar og það var óneitanlega dálítið gam- an að heyra lagið þegar það var komið. Annars á ég plötuna og hef stundum spilað hana. Það er bara gaman að heyra þessa barnsrödd, ég hélt allavega lagi.“ SILJA AÐALSTEIN SDÓTTIR SÖNG Á ARNARHÓLI 17DAJÚNÍSEM UNGLINGUR: KLAPP OG VIÐHLÁTUR Silja Aöalsteinsdóttir, bókmennta- frœöingur og ritstjóri Tímarits Máts og menningar, kom fram á Arnar- hóli 17da júní 1957 eöa 8, hún mundi ekki alveg hvort var, hún var þá 13 eöa 14 ára og söng gamanvís- ur. Jafnframt henni kom fram söng- kona sem seinna átti eftir aö hasla sér völl á þessu sviöi, Sigríöur Ella Magnúsdóttir. Silju segist svo frá: „Eg var í Laugarnesskólanum á þessum árum, sem var alveg æðis- legur skóli, mjög barnmargur og ótrúlega lifandi. Þar var mikið gert fyrir krakkana og þeir gerðu líka mikið sjálfir. Á hverju vori var hald- in páskaskemmtun, þar sem leikin voru alvöru leikrit og margir fleiri komu fram, spiluðu, sungu, lásu upp o.s.frv. Ég tók þátt í þessum skemmt- unum alveg frá því ég flutti til Reykjavíkur 10 ára gömul og þegar ég var í fyrsta bekk í gaggó. Það gæti að vísu hafa verið annar bekk- ur fíka, þá söng ég á þessari skemmtun gamanvísur eftir einn kennarann, það voru eiginlega níð- vísur um kennara. Þær voru lagðar í munn gífurlega mikilli skvísu sem var með tyggjó og gerði allar hundakúnstir í skólanum. Nú, þegar skólanum lauk um vorið lagðist ég i pest, eins og maður gerði gjarna við þau tímamót. Og þegar ég lá í henni kom Gestur Þorgrímsson, sem var skemmtanastjóri í bænum á 17da júní, ég man það eins og það hefði gerst í gær að hann kom bara beint inn til mín, í pestarbælið, og bað mig að koma fram á 17da júní. Ég sagði bara já strax, enda alltaf verið frökk og ekki látið ganga á eftir mér. Þetta gekk alveg prýðilega, ég man ekki annað, engir erfiðleikar eða taugaóstyrkur. Mig rekur líka minni til þess að það hafi eitthvað verið skrif- að um hátíðarhöldin í Morgunblaðið og sá sem það gerði hafi átt falleg orð um þessar tvær ungu drósir sem þarna sungu. Sigríður fékk alvar- legri umfjöllun, man ég, enda söng hún þjóðlög og fleira í þeim dúr, ég fékk svona meira viðhlátur og klapp á bakið. Annars vorum við látnar al- veg í friði, fjölmiðlarnir ginu ekki yf- ir okkur á sama hátt og þeir myndu sennilegast gera núna.“ ÓLAFUR HAUKUR KOM FYRST FRAM MEÐ KVÆÐI OG SÖGUR í GAGGÓ VEST: ÖSKAPLEGA VOND KVÆÐI Ólafur Haukur Símonarson, rit- höfundur með meiru, birti fyrst eftir sig sögur og kvæði í 13 ára bekk unglingaskóla, þeim fræga Gaggó Vest, sem hann seinna gerði skil í texta við alkunnt dægurlag: „Ég birti nokkrar sögur og kvæði í skólablaði sem mig minnir að hafi heitið Fjaðralausi háðfuglinn. Við gáfum þetta út við Steindór Guð- mundsson verkfræðingur sem hafði mikinn áhuga á fögrum listum í þá daga og hann skrifaði í blaðið líka. Þetta voru óskaplega vond kvæði og ég man að blaðið þótti svo slæmt að það var gert upptækt og kallað á sal þar sem skólastjórinn benti nem- endum á að þetta væri vont blað og hættulegt. Skólastjórinn hét Óskar Magnússon og var kenndur við Tungunes, hann var mikill strang- leikans maður og þar að auki ljóð- skáld sjálfur og það hefur sennileg- ast ekki hjálpað upp á sakirnar að honum þótti kveðskapurinn ekki dýr. Annars var í þessu eitthvert flím INNRÖMMUN ALHLIÐA INNRÖMMUN, SMELLURAMMAR, TILB. ÁLRAMMAR LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 NÆG BÍLASTÆÐI 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.