Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 24
POPP eftir Ásgeir Tómasson Beöiö eftir Moyet Raindancing — Alison Moyet CBS/Steinar. Alison Moyet kom fram á sjónar- sviðið þegar helst leit út fyrir að gamlar dyggðir í dægurtónlist heyrðu sögunni til. Árið var 1982. Vince Clark hafði fyrir nokkru kvatt félaga sína í hljómsveitinni Depeche Mode. Nú stökk hann skyndilega fram í sviðsljósið að nýju sem annar helmingur dúetts- ins Yazoo. Með sér hafði hann stutta, feita og gjörsamlega óþekkta buddu með bráðfallega djúpa söngrödd. Eins og skapaða til að syngja blues og alls kyns kvöldtónlist. Ómögulegt er að skera úr um hvort Vince eða Ali- son Moyet var betri helmingur dúettsins. Víst er að þau bættu hvort annað upp. Yazoo hitti í mark. Eftir að dúettinn hafði sent frá sér tvær stórar plötur skildi leiðir. Síðan hefur Alison Moyet verið ein á báti. Sólóplatan Alf kom út árið 1984. Að mörgu leyti hinn eiguleg- asti gripur og lögin Love Resur- rection, For you Only, Invisible og AU Cried Out urðu nokkuð vinsæl. Dálítils misræmis gætti þó á plöt- unni. Annars vegar fengum við til- finningaríka bluesrödd söngkon- unnar. Hins vegar hljóðgerflaund- irleik og upptökustjórn og útsetn- ingar sem engan veginn hæfðu henni. Tony Swain og Steve Jolley voru þar að verki, upptökustjórar Spandau Ballet meðal annars, ágætir á þeim miðum en nánast skemmdarverkamenn fyrir feril Alison Moyet. Hjörtu aðdáenda söngkonunnar tóku kipp þegar smáskífan That Ole Devil Called Love kom út ári síðar. Nú var komið „annað hljóð í skrokkinn" ef svo má segja. Pete Wingfield pródúseraði. Hann vissi greinilega hvað hæfði Alison Moyet. Enda fullyrði ég að That Ole Devil er toppurinn á ferli hennar hingað til. Því miður nýtur starfskrafta Pete Wingfields ekki við á plötunni Raindancing. Þar er heldur ekkert að finna í anda Billyar heitinnar Holiday. Ekki get ég með góðri samvisku sagt að platan sé slæm. En ég er sannfærður um að hægt væri að gera miklu betri plötu með Alison Moyet. That Ole Devil Called Love er til sönnunar um það. Rödd hennar hæfa greinilega mun betur náttúruleg hljóðfæri en hljóðgerflar. Ein besta bluessöng- kona yngri kynslóðarinnar er svo sem heldur ekki beint blúsuð á annarri sólóplötunni sinni. Ástæða þess að ég varð fyrir vonbrigðum með Raindancing er því greinilega sú að ég átti von á allt öðru frá Moyet en síðar kom í ljós. Á plötunni eru þó nokkrir góðir punktar. Weak In The Pre- sence Of A Beauty er til að mynda gott popplag sem hæfir rödd söng- konunnar ágætlega. Önnur sem festast fljótlega í huga eru Without You og When I Say (No Giveaway). Hins vegar eru einnig á plötunni nokkrir ópusar sem engan veginn höfða til mín hvernig sem ég reyni að venjast þeim. Alison Moyet á vonandi eftir að finna sig í framtíðinni. Hún er allt of góð til að hægt sé að afskrifa hana eftir tvær sólóplötur. Með hærri aldri hlýtur hún að gera sér grein fyrir því hvaða umbúðir hæfa tónlist hennar best. Þangað til verðum við aðdáendurnir bara að bíða og vona. Look What The Cat Dragged In — Poison Enigma/Gramm. Bandaríkjamenn halda áfram að koma mér á óvart. Bástie Boys eru á toppnum. Georgia Satellites ennþá þokkalega hátt skrifaðir. Og skyndilega gera gamaldags glitrokkarar tilkall til toppsins. Strákar sem spila rokk í anda Gary Glitters, Slade og ýmissa annarra hetja sem stóðu framarlega á vin- sældalistum á fyrrihluta áttunda áratugarins. Tónlist Poison er hrá og kraft- mikil. Ekta gítarrokk af gamla skólanum. Laglínur eru sáraein- faldar og söngurinn mátulega til- gerðarlegur að hætti stefnunnar. Tvö lög hafa þegar slegið í gegn: Cry Tough og Talk Dirty To Me. Bæði eru þokkalega grípandi og raunar þau einu á plötunni Look What The Cat Dragged In sem standa upp úr. Ekki þekki ég neitt til sögu hljómsveitarinnar Poison. Hins vegar er býsna langt síðan platan sem hér er til umfjöllunar kom út. Mánuðum saman druslaðist hún í neðri sætum bandarískra vin- sældalista. Þá gerði Enigma-fyrir- tækið samning við Capitol-risann og skömmu síðar virtist ferill Poison fá vítamínsprautu. LP-plat- an er nú meðal þeirra vinsælustu vestanhafs og lagið Talk Dirty To Me er á topp tíu og á uppleið. Miðað við plötuna sem hér er til umfjöllunar þykir mér fremur ólíklegt að Poison eigi eftir að gera stóra hluti í framtíðinni. Meirihluti laga plötunnar er í slakara lagi og spilamennskan síður en svo neitt til að hrópa húrra fyrir. Hljóm- sveitin virðist hins vegar hafa ver- ið á réttum stað á réttum tíma. Kannski stendur hún sig vel á myndböndum. Dæmin sanna að það eitt kemur tónlistarmönnum og hljómsveitum á spjöld popp- sögunnar. Moyetmeð Raindancing: Viss vonbrigði. LISTVIÐBURÐIR Þjóðleikhúsið Yerma, harmljóð, sunnudag kl. 20.00. Ég dansa við þig, ballett, fimmtudag kl. 20.00. Síðasta sinn. Hallæristenór, gamanleikrit, laugardag kl. 20.00. Síðasta sinn. Ævintýrið um kóngsdæturnar 12, Nemendasýning Listdansskóla Þjóðleikhússins, fimmtudag kl. 15 og föstudag kl. 20.00. Aðeins þessar tvær sýningar. Leikfélag Reykjavíkur Dagur vonar, sunnudag kl. 20.00. Þar sem djöflaeyjan rís, sögu- leikrit, sunnudag kl. 20.00. Leikfélag Akureyrar Kabarett, kabarett, fimmtudag, föstudag og laugardag kl. 20.30. Allra, allra síðustu sýningar. Alþýðuleikhúsið Eru tígrisdýr I Kongó? í Kvos- inni, fimmtudag kl. 13.00 og föstu- dag kl. 12.00. Síðustu sýningar. Ásmundarsalur Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar, opið 10-16 daglega. FÍM-salurinn Guðrún Svava Svavarsdóttir sýnir teikningar, bæði í lit og svarthvítar, unnar með ýmsum aðferðum. Gallerí Borg Vignir Jóhannsson sýnir málverk við Austurvöll en Edda Jónsdóttir vatnslitaþrykk og ætingar í salnum við Austurstræti. Gallerí Svart á hvítu Borghildur Óskarsdóttir með kera- mikskúlptúr. Gallerí Gangskör Þórdís Sigurðardóttir með skúlp- túr. Kjarvalsstaðir Einar Hákonarson með málverk, Gunnsteinn Gíslason með múrrist- ur, ívar Valgarðsson með stein- steypuskúlptúra, Ingibjörg Styr- gerður Haraldsdóttir með textíl og Níels Hafstein með málm- og tré- skúlptúra. Norræna húsið Ingve Zakarias, norskur málari og grafíker, í kjallaranum, samnorræn skúlptúrsýning í anddyri. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Ungir norskir myndlistarmenn með skiptisýningu — fjölbreytt og mannmörg sýning. KVIKMYNDAHÚSIN ★★★★ Koss kóngulóarinnar (Kiss of the Spiderwoman). Afbragðsleik- ur kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 5, 7, 9 og 11.15. ★★★ Litla hryllingsbúðin (The little Shop of Horrors). Gaman gaman kl. 5, 7, 9 og 11. Krókódíla-Dundee (Crocodile Dundee). Létt ævintýri kl. 5,7,9 og 11 í Bíóborginni. Þrír vinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni. Kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboga. Guð gaf mér eyra (Children of a lesser God). Hugnæm og sæt kl. 7 og 9. Trúboðsstöðin (Mission). Vönd- uð stórmynd kl. 5, 7.15 og 9.30 í Regnboga. Þeir bestu (Top Gun). Topp þjóð- remba kl. 3 I Regnboga. Morguninn eftir (The morning after). Áfengisvandamál kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborginni. Svona er lífið (That's Life). Huggulegheitahúmor kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. Hrun ameríska heimsveldisins (The Decline of the American Empire). Yndisleg kynlífsumræða kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. ★★ Paradísarklúbburinn (Club Para- dise). Meðalgaman kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni. Litaður laganemi (Soul Man). Notalegur húmor í Laugarásbíói kl. 5, 7, 9 og 11. Gullni drengurinn (The Golden Child) Murphy-tæknibrella kl. 5, 7, 9 og 11 í Háskólabíói. Með tvær I takinu (Outrageous Fortune). Kvennasprell ÍBíóhöllinni kl. 5, 7, 9 og 11. Draumaprinsinn (Dream Lover). Hættulegur hugarheimur kl. 5,7,9 og 11 I Bíóborginni. Fyrsti apríl (April foool's day). Gasa hrollur kl. 5,7 og 9 í Tónabíói. ★ Á réttrileið (All the Right Moves). Unglingavitleysa kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhúsinu. Æskuþrautir (Brighton Beach). Kl. 5, 7, 9 og 11 I Laugarásbíói. Vítisbúðir (Hell Camp). Sannar- lega víti kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15 í Regnboga. BMX-meistararnir. Hjólreiða- mynd kl. 3 í Regnboga. Blóðug hefnd (Armed Re- sponse). Ofbeldimynd kl. 7 í Stjörnubíói. Nýjar Milli vina (Just Between Friends) Kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboga. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR Badlands: •kirk Til útleigu m.a. hjá Video- höllinni. Bandarísk, árgerd 1974. Leikstjórn handrit og fram- leiösla: Terrence Malick. Aöalhlutverk: Martin Sheen, Sissy Spacek, Warren Oates. Terrence Malick er dulítið merkiiegur fýr og> er ferill hans í heimi kvikmyndanna með furðu- legasta móti. Þessi metnaðarfulli menntamaður hefur aðeins leik- stýrt tveimur myndum á ferlinum sem hófst fyrir alvöru er hann samdi handrit að mynd Stuart Ros- enbergs, Pocket Money, árið 1972. Ári síðar hóf hann vinnslu við Badlands og má telja fullvíst að fáir leikstjórar státi af annarri eins frumraun og Malick í þessari snjöllu sögu sinni lauslega byggðri á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á seinni hluta sjötta áratugarins. Hún segir frá Kit Carruthers, 25 ára geðtrufluðum James Dean-aðdáanda, sem svífst einskis til að ná sömu frægð og átrúnaðargoð hans, og Holly Sargis, 15 ára gamalli kærustu hans, sem í einfaldleika sínum sættir sig við öll ósköpin sem Kit fremur. Eftir að Kit drepur pabba Hollyar hefja þau gegndarlausan flótta undan iaganna vörðum en skilja eftir sig slóð saklausra fórnarlamba sem á vegi þeirra verða. Efnislega mætti ætla að hér væri á ferðinni stæling á meistara- verki Arthurs Penn, Bonnie and Clyde, en svo er þó alls ekki. Frá- sagnarmáti Malicks er allt annar og minnir einna helst á Godard á sínum fyrri árum. í Badlands er það áræðinn frumleikinn sem ræður ríkjum og á myndin því fátt sameiginlegt með bandarískum Hollywoodmyndum, nema ef vera skyldi sumum verkum Orson Well- es. Því skal engan undra að kvik- myndaáhugamenn séu orðnir langþreyttir eftir nýrri mynd frá Terrence Malick, sem hefur ekki gert kvikmynd í háa herrans tíð. Seinni mynd kappans, Days of Heaven frá 1978, fékk jafnvel enn betri viðtökur en Badlands og því kominn tími til að piltur fari á stjá á ný. -Þ.Ó. 24 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.