Helgarpósturinn - 28.05.1987, Page 26

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Page 26
INNLEND YFIRSÝN Sérfræðingar og áhuga- menn um fíkniefnamál . ekki á eitt sáttir um þann vanda, sem við er að etja. Sumir telja að ástandið hafi verið stór- lega ýkt og að hér sé líka allt of auðvelt að komast í meðferð. Yktur fíkniefnavandi? Á námsstefnu svokallaðrar „fíknivarna- nefndar“ ríkisstjórnarinnar og Blaðamanna- félags íslands um fíkniefnamál í síðustu viku kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Nefndin virðist t.d. hafa komist að þeirri niðurstöðu, að vandinn sé ef til vill ekki jafnstórkostlegur og mönnum hefur skilist af umræðu um þennan málaflokk á undanförnum árum. Einnig kom mörgum á óvart sú óeining, sem ríkir meðal þeirra fjölmörgu aðila sem tengjast ávana- og fíkniefnamálum. Virðist því svo sannarlega ekki veita af að samræma að- gerðir þessara hópa, en fyrrgreind nefnd var einmitt sett á laggirnar tií þess að koma með tillögur um slíka framkvæmd. Af þeim fyrirlesurum, sem héldu erindi á námsstefnunni, skáru þrír sig töluvert úr. Það voru þau Ómar H. Kristmundsson, fé- lagsfræðingur, Söluína Konrádsdóttir, sál- fræðingur, og Erlendur Baldursson, afbrota- fræðingur. Óil hafa þau kynnt sér umfang fíkniefnavandamálsins um langt skeið, en komist að svolítið öðrum niðurstöðum en þeir sérfræðingar og áhugamenn, sem oftast heyrist í um þessi mál. 1 erindi sínu gagnrýndi Sölvína Konráðs- dóttir mjög margt af því, sem gert hefur ver- ið í áfengis- og fíkniefnamálum á íslandi und- anfarin ár. Hún telur m.a. þær áróðursferðir, sem hér hefur nokkrum sinnum verið geng- ist fyrir, í besta falli peningaeyðslu. i versta falli skaðlegar. Sjónvarpsþætti eins og þann, sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir skemmstu til stuðnings „Vímulausri œsku“, telur Sölv- ína líka gjörsamlega rangt upp byggða frá sjónarhóli sálfræðinnar. Segir hún að þegar biandað sé saman skemmtiefni og drama- tískum reynslusögum á víxl sé rótað svo í til- finningalífi áhorfenda, upp og niður til skipt- is, að áróðursgildið verði lítið. Benti Sölvína hins vegar á mun betri leið til árangurs og benti í því sambandi á áróður gegn notkun tóbaks, sem fólst í því að ýta undir umburð- arleysi gagnvart reykingum á opinberum stöðum. Sölvina Konráðsdóttir gerði einnig að um- talsefni það háa hlutfall þjóðarinnar, sem far- ið hefur í áfengis- eða fíkniefnameðferð. Að þessu leyti munu Islendingar eiga heimsmet miðað við fólksfjölda, eins og á svo mörgum öðrum sviðum, því um 3% þjóðarinnar hafa farið í „meðferð" á síðustu sjö árum. Taldi sálfræðingurinn, að hér á landi væru allt of mörg pláss fyrir áfengissjúklinga og einfald- lega allt of auðvelt að komast i meðferð. Þeg- ar Sölvína gekk síðan skrefi lengra og ásak- aði þá aðila, sem vinna við þennan mála- flokk, um að vilja hafa vímuefnavandann mikinn til þess að geta sýslað við þetta áfram blöskraði greinilega mörgum. Erlendur Baldursson talaði á svipuðum nótum og Ómar H. Kristmundsson. Hann dró m.a. upp mynd af því hvernig ástandinu í ávana- og fíkniefnamálum er lýst af „opin- berum" aðiium og hvaða staðreyndir væru síðan að baki þeirri lýsingu: 1. Sagt er að vandinn sé sífellt að aukast. Tölulegar upplýsingar sýna hins vegar að raunveruleg aukning er óveruleg, en þá hættir fólk að trúa þeim og telur af einhverj- um ástæðum að ekki sé að marka slíkar töí- ur. 2. Talað er um „atvinnumenn" á sviði fíkni- efnamála, þ.e. fólk sem stundar innflutning og dreifingu eins og hvern annan bisness. Erlendur telur allar slíkar fullyrðingar ósannaðar. 3. Talað er um að hópar unglinga og eldra fólks séu orðnir „þrælar" eiturlyfja. Það seg- ir Eriendur Baldursson mjög ýkta fullyrð- ingu, sé tekið mið af upplýsingum fræði- manna um þessi mál. 4. Afbrot eru sögð fjármagna mikinn hluta fíkniefnakaupa. Upplýsingar (m.a. frá fíkni- efnadeild lögreglunnar) sýna hins vegar að skorpuvinna er algeng leið til peningaöflun- ar hjá þeim sem nota ólögleg vímuefni. Ástandið í þessum málum batnar t.d. til muna á meðan unga fólkið er í vertíðarvinnu á vetrum, en versnar þegar það kemur aftur á höfuðborgarsvæðið að vori. 5. Það er gjarnan fullyrt, að „allir" séu í hættu. Erlendur er heldur ekki sammála þeirri staðhæfingu. Því til stuðnings bendir hann m.a. á það hve bakgrunnur unglinga skiptir miklu máli í sambandi við hættuna á að þeir ánetjist fíkniefnum. Sölvína Konráðs- dóttir hafði raunar farið út í svipaða sálma og rætt um að þrír þættir væru mikilvægir að þessu leyti: efnið, einstaklingurinn og um- hverfið. Þau telja sem sagt, Erlendur og Sölvína, að það sé allt of djúpt í árinni tekið að segja að allir séu í hættu. Ennfremur sagði Sölvína frá erlendum rannsóknum á börnum, sem benda til að hægt sé að segja til um það strax í bernsku hvort hætta sé á að viðkomandi einstaklingur ánetjist vimugjöf- um síðar á ævinni. Fjöldi mála, sem koma fyrir sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum, bendir einnig til þess að vandinn sé ef til vill ekki jafnstigvax- andi og látið hefur verið í veðri vaka. Árið 1980 komu 285 mál fyrir dómstóla og fjöld- inn hefur haldist afskapiega svipaður síðan. eftir Jónínu Leósdóttur Komst mestur upp í 310, en lægst árið 1984 í 248 mál. Ákærur hjá dómstólum eru heldur ekki á hraðri uppleið. Þær voru 49 árið 1980, fara neðst í 17 og á síðasta ári voru ákærur 34. Á þessu tímabili hafa þó mannafli og vinna, sem lögð er í þennan málaflokk, stór- aukist. Það gerir „afraksturinn" þó ekki. Þessar tölur staðfesta sem sagt ekki fullyrð- ingar um þá fíkniefnaplágu, sem gjarnan er gefið í skyn að sé að hellast yfir þjóðina. Jakob Kristinsson, deildarstjóri í lyfjafræði við Háskóla íslands, hélt erindi um dauðsföll af völdum eitrana á fyrrnefndri ráðstefnu. í máli hans kom fram, að enn hefur enginn lát- ist af völdum ólöglegra efna á íslandi. Við krufningar hefur stundum fundist óverulegt magn af slíkum efnum, en aldrei neitt nálægt því að geta orsakað dauðsfallið. Og kókaín hefur hingað til ekki fundist við krufningu hér á landi. Algengustu orsakavaldar eitr- unardauðsfalla eru hins vegar áfengi, kolox- íð (frá eldi eða útblæstri úr bílum), valíum og lík lyf, geðdeyfðarlyf, svefnlyf, hjartalyf, lyf við ýmsum geðsjúkdómum og verkjadeyf- andi lyf. Sem sagt, mestmegnis efni sem fást hjá ÁTVR eða læknum. Það viðhorf, að vandinn í ávana- og fíkni- efnamálum sé ef til vill ekki svo risavaxinn að hann réttlæti öll stóru orðin á undanförn- um árum, átti auðvitað ekki upp á pallborðið hjá fulltrúum ýmissa samtaka sem sátu námsstefnuna. Þarna var fólk frá Krýsuvík- ursamtökunum, SÁÁ, Foreldrasamtökunum „Vímulaus æska", geðdeild Landspítalans, Lyonshreyfingunni, Rauða krossinum og fleiri aðilum, sem vinna að meðferð eða for- varnarstarfi. Var þetta fólk margt verulega ósátt við túlkun þeirra fyrirlesara, sem ekki töluðu á hefðbundinn hátt um „vágest" og „plágu", þó svo þeir tefldu fram vísindaleg- um rökum máli sínu til stuðnings. Það er því ljóst, að menn eru langt frá því að vera á einu máii um ástandið í ávana- og fíkniefnamál- um á ísiandi. I leikmannseyrum hljóma hinar nýstárlegri skoðanir í þessari umræðu hins vegar ágætlega sannfærandi. ERLEND YFIRSÝN Síðustu rimmurnar á breska þinginu, fyrir þingrof í London, snerust um athæfi bresku leyniþjónustunnar MI5 gagnvart ríkisstjórn- inni sem hún átti að heita undirgefin. Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar í stjórnum Verkamannaflokksins, Wilson og Callaghan, skoruðu á Thatcher forsætisráðherra að láta óháða aðila rannsaka til hiítar vitneskju sem fram er komin um að hópur innan MI5 hafi sett sér að grafa undan ríkisstjórn Wilsons með leynilegum hætti, af því þeir sem hann skipuðu höfðu talið sér trú um að Bretlandi stjórnaði samsafn útsendara sovésku leyni- þjónustunnar. Thatcher aftók rétt einu sinni enn með öllu, að láta fram fara rannsókn á málinu, en hún lætur ráðherra sína ganga þeim mun harðar fram í að dylja fyrir breskum almenn- ingi, um hvað það snýst. Breska stjórnin tap- aði með skömm og skaða máli sem hún höfð- aði fyrir dómstóli í Ástralíu, til að fá bannaða útgáfu á bók fyrrverandi leyniþjónustu- manns, Peters Wright, en áfrýjaði jafnharð- an, svo bókin kæmi að minnsta kosti ekki út fyrir kosningar í Bretlandi. Thatcher hefur látið leggja lögbann við að bresku blöðin Guardian og Observer birti efni sem þau hafa komist yfir úr bók Wrights. Þegar Inde- pendent og tvö síðdegisblöð í London tóku að birta sama efni lét Thatcher stefna þeim í snatri fyrir að sýna réttinum sem lögbönnin kvað upp lítilsvirðingu. Vafasömum túlkun- um á reglum um opinbera umræðu um mál, sem eru fyrir rétti, hefur verið beitt af ríkis- stjórnarinnar hálfu til að sníða umræðum á þingi sem þrengstan stakk. Nýlátinn er í Washington James Jesus Angleton, um tveggja áratuga skeið yfirmað- ur gagnnjósna hjá bandarísku leyniþjónust- unni CIA. Meðan veldi hans var mest, á sjö- unda og áttunda tug aldarinnar, olli hann ringulreið í leyniþjónustum Bandaríkjanna og Bretlands með því að hrinda af stað áfjáðri leit að sovéskum útsendurum í æðstu stöðum hjá CIA og MI5. Athæfi Peters Wright og félaga hans í Bretlandi rann af sömu rót. Árið 1962 rak á fjörur CIA mann að nafni Anatoli Golitsin, sem kvaðst vera liðhlaupi úr röðum sovésku leyniþjónustunnar KGB. Hann skýrði Angleton svo frá, að í starfi sínu hefði hann fengið vitneskju um að KGB ætti „moldvörpur" í áhrifastöðum bæði í CIA og MI5, þótt ekki gæti hann bent á hlutaðeig- James Angleton trúði best þeim liðhlaupa, sem kvaðst vita um flestar ,,moldvörpur“ Leyniþjónustan MI5 gróf undan ríkisstjórn Bretlands sjálfs endur. Angleton trúði Golitsin eins og nýju neti, hóf moldvörpuleit í CIA með miklu um- róti, en hún bar aldrei neinn árangur. Þegar annar maður úr KGB, Júrí Gosenko, gekk CIA á hönd og varaði menn þar við að trúa Golitsin í blindni brást Angleton hinn versti við, taldi þarna bersýnilega kominn mann gerðan út af KGB til að slá ryki í augu sér, og hélt Gosenko í hörðu varðhaldi í þrjú ár sam- fleytt til að reyna að knýja hann til að taka sögu sína aftur. Um þessar mundir fór þess að gæta, að dómgreind Angletons var orðin reikui. Til að mynda hélt hann því statt og stöðugt fram, að missætti Kína og Sovétríkjanna væri ein- tóm látalæti, höfð í frammi til að blekkja Bandaríkin. Kom svo 1975, þegar William Colby var orðinn yfirmaður CIA, að hann knúði Angleton til að láta af starfi langt um aldur fram, til að hann gerði ekki meiri skaða með einæði sínu. En í Bretlandi hafði þá darraðardansinn í MI5 staðið í rúman áratug. Breski leyniþjón- ustumaðurinn Arthur Martin kom heim frá að yfirheyra Anatoli Golitsin í Washington sannfærður um að svik væru í tafli á æðstu stöðum MI5. Hann safnaði um sig starfsfélög- um höldnum samsæriskenningu, og áður en ár var liðið var búið að setja aðstoðarfram- kvæmdastjóra MI5, Graham Mitchell, undir stöðugt eftirlit. Vitað var að hann tók starfið nærri sér, og ekki bættu njósnir starfsfélag- anna úr skák, því fólgna myndavélin í skrif- stofu hans sýndi hann einn daginn með höf- uðið í gaupnum sér og kveina: „Því gerið þið mér þetta." Skömmu síðar óskaði hann eftir að fara á eftirlaun, en njósnararnir túlkuðu það svo, að honum hefði verið gert vart við. Þegar Mitchell átti að láta af störfum lögðu leitarmenn að svikurum fast að Roger Hollis, framkvæmdastjóra MI5, að fá að yfirheyra hann. Hollis þverneitaði, og beindust þá grunsemdir hópsins strax að honum. Mynd- aður var nýr leynilegur njósnaflokkur innan MI5 undir forustu Peters Wright til að fletta ofan af svikaranum í æðstu stöðu stofnunar- innar. Frá þessum njósnum njósnaranna um yfir- menn sína hefur verið skýrt rækilega í bók- um eftir þá Chapman Pincher og Rupert Allason, og eru þau rit runnin undan rifjum annarra leyniþjónustumanna, sem vilja koma sinni hlið mála á framfæri. Til dæmis blekkti Rothschild lávarður Peter Wright til að láta Pincher í té efni sem hann hafði sjálf- ur safnað, og ætlaði að gera af bók. í bókum Pinchers og Allason er fullt af uppljóstrunum á breskum ríkisleyndarmál- eftir Magnús Torfa Ólafsson um, en stjórnvöld hafa ekkert skipt sér af því. Öðru vísi var við brugðið, þegar Wright gerði sig líklegan til að leysa sjálfur frá skjóð- unni, og skýra ekki aðeins frá njósnum MI5-hópsins um yfirmenn sína, heldur einn- ig viðleitni hans til að grafa undan ríkisstjórn Bretlands. Þá er einskis látið ófreistað til að þagga málið niður. Verkamannaflokkurinn sótti í sig veðrið á öndverðum síðasta áratugi, og Peter Wright einsetti sér að stöðva þá þróun. Þar að auki hugðist hann leggja sitt af mörkum til að koma til valda nýrri og einbeittari forustu í Ihaldsflokknum. Wright gat, vegna stjórnar sinnar á njósninni um Roger Hollis, valsað um M15 og náð þeim samböndum sem hon- um sýndist við aðra leyniþjónustumenn. í enn óútkominni bók sinni skýrir hann frá því, hvernig farið var að því að grafa undan sjálfstrausti Harolds Wilson og stjórnar hans og trausti landsmanna á henni. Ráðherrar voru mataðir á röngum upplýsingum, og þegar þeir birtu þær í góðri trú var frétta- mönnum bent á, hvar ráðherrar hefðu farið með rangt mál. Erlendum fréttamönnum voru látin í té tilbúin sönnunargögn um „öfgastefnu" ráðherra Verkamannaflokks- ins. Áform ríkisstjórnarinnar voru látin ber- ast til fjölmiðla á trúnaðarstigi, til að ónýta þau þannig fyrirfram. Til þess að koma þessu og fleiri bellibrögð- um í kring beittu leyniþjónustumenn óspart innbrotum og þjófnaði, bæði úr opinberum skrifstofum og af heimilum ráðherra og starfsmanna þeirra. Þar að auki var komið í kring „truflandi atburðum", eins og verkfalli mótmælenda á Norður-Irlandi í apríl 1974. Þegar Wilson hafði verið svo grátt leikinn að hann lét af forsætisráðherraembætti bað hann eftirmann sinn, James Callaghan, að láta rannsaka aðfarir leyniþjónustunnar gagnvart sér. Callaghan lét nægja að kanna, hvort sími fráfarandi forsætisráðherra hefði verið hleraður, og nú skýtur frú Thatcher sér bak við þá takmörkuðu könnun, þegar hún neitar að taka málið upp á víðara sviði. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.