Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 19
Ólafur Signý um kennarana sem var ekki til siðs í þá daga og þar að auki grein um reykingar nemenda, þar sem spurt var af hverju þeim Ieyfðist ekki að reykja eins og kennurunum. Reyk- ingar voru mikið mál á þessum tíma, kennararnir voru hlaupandi í frímínútunum út í nærliggjandi sjoppur til að standa nemendur að verki svo að þetta þótti varhuga- verð skoðun sem þarna var sett fram um jafnrétti í þessum efnum. Annars reykti ég ekki sjálfur á þess- um árum og hef reyndar aldrei reykt og þess vegna kannski ekki alveg mitt að vera með áróður fyrir reyk- ingum.“ SIGNÝ PÁLSDÓTTIR LAS SÖGU í RÍKISÚTVARPIÐ AÐEINS FJÖGURRA ÁRA: ÝKTI ALLTOF MIKIÐ Signý Pálsdóttir, markabsstjóri Þjóöleikhússins og fyrrverandi leik- hússtjóri Leikfélags Akureyrar, las sögu í útvarp þegar hún var adeins fjögurra ára gömul og man vel eftir því: „Ég lærði óvart svolítið snemma að lesa. Það var verið að kenna bróður mínum að lesa og ég lærði yfir öxlina á honum. Vinur föður míns, Baldur Pálmason, var þá með barnatíma í útvarpinu og þessu var gaukað að honum og stuttu síðar fékk ég þau skilaboð að ég ætti að lesa upp hjá honum. Ég átti að lesa sögu sem heitir Mjallhvít, sem er um köttinn Mjallhvíti sem á ógurlega bágt. Þetta var í gamla Landssíma- húsinu og á leiðinni þangað dró fað- ir minn brjóstsykur úr vasa sín- um og gaf mér til að mýkja röddina að því er hann sagði. Annars gaf hann mér aldrei sælgæti. í Lands- símahúsinu sá ég og fór í lyftu í fyrsta sinn á ævinni, sem mér fannst undarlegt apparat. Þegar upp kom var ég sett ein í klefa og sagt að lesa þegar ég sæi græi\t ljós, sem ég og gerði. Las bæði og lék söguna, eins og mér hafði verið kennt, og hún var ógurlega sorgleg svoleiðis að ég tárfelldi alltaf er ég las hana. Þegar upplestri mínum var svo útvarpað stóð yfir barnaafmæli hjá systur minni og það var kallað: Signý er í útvarpinu, og allir hlupu til og sett- ust í kringum tækið. Síðan byrjaði einhver að hlæja og svo fóru allir að hlæja og hlógu allan tímann meðan ég las þessa sorglegu sögu í útvarp- ið. Ég skildi það ekki alveg en senni- lega hefur það verið vegna þess að ég ýkti of mikið. Ég var aldrei ner- vös, en samt spennt, og þarna fékk ég í fyrsta sinn ,,thrill“ í magann, sviðsskrekk. Mest fannst mér þetta samt vera spennandi og gaman og sem barn varð ég alltaf glöð og ánægð þegar ég fékk að gera eitt- hvað opinberlega. STÓRKOSTLEGT ÚRVAL PLAKÖT OG MYNDIR RyAwna>ak*li RAMMA MIÐSTOÐIN SIGTÚN 20. 105 REYKJAVÍK. SÍMI 25054. HELGARPÖSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.