Helgarpósturinn - 28.05.1987, Side 5

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Side 5
Höfða; er ástæða fyrir borgina að halda uppi og reka svona hús? Það má alltaf deila um slíka hluti og sjálf- sagt mætti gera eins og í gamla daga, að taka á móti erlendum gest- um í skólum, það var t.d. gert í Mela- skóla mikið. Annars finnst mér það mjög skemmtilegt að þessi bílamál skuli tengjast mér núna, því ég hef mjög sjaldan átt bíl. Ég var t.d. bíl- laus síðasta eitt og hálft árið áður en ég varð borgarstjóri, ég var nýbúinn að kaupa mér húsnæði og hafði selt bílinn minn og fór þá um í strætó eða leigubíl þegar mikið lá við. Síð- asta mánuðinn fyrir kosningarnar leigði ég síðan gamlan bíl í mesta erlinum." — Þú ert þá greinilega ekki hald- inn bíladellu? „Nei, það hef ég aldrei verið. Fyrsti bíllinn sem við eignuðumst var gamall Bronco sem ég keypti notaðan af tengdaföður mínum. Svo keyptum við okkur íbúð eftir að hafa leigt í 5 ár og þá var sá gamli seldur og við bíllaus í eitt ár. Um það leyti tók kona mín bílpróf, sem rann ónotað út af því við keyptum engan bíl, og nú 17 árum síðar var hún að taka prófið fyrst aftur!" — Hvad segir þú mér nánar af kádiljáknum. Hvad er svona sér- slakt vid hann? „Það var öllu meiri reisn yfir Buicknum, sem nú er til sölu, hann er stærri og þegar forstjóri Vélamið- stöðvarinnar kom til mín með tillög- ur spurði ég hvort við ættum ekki bara að fá eins bíl. En þá var hætt að framleiða þá og sagt að þessi væri einna líkastur af þeim sem í boði voru. Nú, nafnið Cadillac, það hljómar eitthvað svo fínt hér á landi að menn rekur í rogastans og benda á allt annað, bara að það sé ekki Cadillac. En það er afskaplega gott að keyra þennan bíl og það er það sem skiptir rnáli." — Bíllinn er frá Sambandinu. En kaupir þá bensín frá ESSO-stödvum Sambandsins eda hvad? „Hingað til, fram að þessum bíl, höfum við keypt bensín aðallega hjá Bœjarleiöum á Langholtsvegi, sem byggðist á því að þeir skrifuðu. Ég hef enn ekki keypt bensín á þennan, en mér skilst á Jóni bílstjóra að hann versli við SHELL á Mikiubraut, því þar sé skrifað. Annars erum við með sérstakan tank hérna ef svo ber undir." — Neytendaspurning. Veistu hvað bensínlítrinn kostar í dag? „Nei, þó skömm sé frá að segja þá veit ég það ekki. Svei mér þá, hvað skyldi hann kosta? Er það 25-kall eða eitthvað svoleiðis? Hann Jón hlýtur að vita þetta, þú verður að spurja hann!" — Lokaspurning. Glápir fólk mik- ið á bílinn og þig þegar þú keyrir um? „Eg keyri gríðarlega mikið um borgina og ég tók eftir því fyrsta ár- ið sem ég var borgarstjóri að fólk var að horfa. En allt kemst upp í vana og ég verð ekki mikið var við þetta núna. Mér er sagt þegar ég er að keyra einhvern í bílnum að þá taka þeir eftir því, en ég er orðinn ónæmur fyrir þessu sjálfur." Hér má sjá bflinn að innan frammi (. Davíð keyrir bflinn mikið sjálfur þó hann hafi bfl- stjóra, hann segist sjaldan hafa átt bfl, enda ekki haldinn bíladellu. Stminn er þarna til staðar og tölvustýrður upplýs- ingabanki segir meðal annars frá bensín- eyðslunni á hverri stundu og frá hitastig- inu úti. Tökum hunda ígœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstöðum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 hús Smiðshöfða 9 Sími 68-56-99. næstkomandi föstudag, 29. maí, og laugardag, 30. maí, kl. 13-18 til kynningar á vörum okkar sem við framleiðum og erum umboðsaðilar, eða söluaðilar fyrir svo sem: fV-T- is! " \ Kaffi á könnunni Verið velkomin rennur og fittings m Lindal loftræstivörur, rör og fittings o.fl & f & Hita- og kæli „element" o r IS ristar og loftdreifarar Stokkalyftur smáblésarar og viftur camfil pokasíur, eldhússíur, dúksíur ■=->® £ GEBHARDT blásarar BUKKSMIflJftK HE HB hitablásarar fyrir hitaveitur Hitasamstæður Sorpílát fyrir fyrirtæki Sorpskápar fyrir íbúöarhús Smiðshöfða* 9 Sími 68-56-99. HELGARPÖSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.