Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 11
engið hefur verið frá við- bót við hlutafé Steinullarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki. Hlutaféð var aukið um 72 milljónir króna og féllust allir hluthafar á þá afgreiðslu. Ríkissjóður þarf að greiða 29 milljónir króna til verk- smiðjunnar til viðbótar þeim 28 milljónum er hann lagði fram sem stofnfé að fyrirtækinu. Sauðár- króksbær þarf að leggja fram 13 milljónir króna á þessu ári til viðbót- ar stofnframlagi sínu. Aðrir hluthaf- ar eru SÍS, Kaupfélag Skagfirð- inga og Oy Partek, finnskt stein- ullarfyrirtæki, og greiða þessir aðil- ar einnig til verksmiðjunnar í sam- ræmi við stofnframlag sitt. Eftir hlutafjáraukninguna fékk verk- smiðjan 18,5 milljón króna lán frá Iðnþróunarsjóði og sömu upphæð að láni frá Iðnlánasjóði. Sjóðirnir höfðu krafist aukins eigin fjár sem skilyrði fyrir lánveitingunum. Meira þurfti þó að koma til því allar eignir Steinullarverksmiðjunnar eru veð- settar upp í topp og því þurfti að færa veð til og frá svo sjóðirnir fengju tryggingu fyrir lánum sínum. Með tímanum kemur í ljós hvort hlutafjáraukningin og auknar lán- veitingar halda verksmiðjunni á floti, en hún er skuldum vafin. Verk- smiðjan skuldar um 450 milljónir króna og árlega þarf hún að standa undir um 45 milljónum króna í af- borganir og vexti af þessum lánum. Við þetta bætist gengistap, sem verksmiðjan hefur þurft að þola að undanförnu, en gengistap síðasta árs nam 110 milljónum króna... E linn stærsti lánardrottinn Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki er Norræni fjárfest- ingabankinn en án aðstoðar hans hefði verksmiðjan sjálfsagt aldrei risið né getað starfað. Samstarfið varð reyndar það náið að fyrrver- andi framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar, Þorsteinn Þorsteinsson, gerðist svæðisstjóri bankans, þegar hann vék fyrir núverandi fram- kvæmdastjóra, Þórði Hilmars- syni. Þorsteinn hefur meðal annars umsjón með lánveitingum til Islands fyrir Fjárfestingabankann. . . ...aela hœglega endaö meö hrœöilegri martröó! VAKNADU MAÐUR! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurstaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa). 5AMVINNU TRYGGINGAR -gegngáleysi MALL Síðustu sætin 13. júní - 110 daga eða 3 vikur. Brottfarardagar: Júní 1., 13., 22. Júlí 4., 13., 25. Ágúst 3., 15., 24. Sept. 5., 14., 26. Okt. 5. Fjölskylduafsláttur Einn borgar fullt aðrir í fjölskyldunni minna í 10 daga ferð kr. 17.400.- í 3 vikur kr. 27.300.- Verð á mann miðað við hjón og 2 börn yngri en 16 ára Umboö á islandi tyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL OfifXVfHC FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarsfigl. Símar 28388 og 28580 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.