Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.05.1987, Qupperneq 36

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Qupperneq 36
l nterpol-fanginn í Þingholtun- um, Jean-Pierre Fattman, sem Helgarpósturinn sagði frá í desem- ber síðastliðnum, hefur nú verið ráðinn sem markaðsstjóri hjá Nesco. Eins og greint var frá í Helg- arpóstinum á sínum tíma var Fatt- man leystur úr haldi í Lúxemborg gegn tryggingu og fluttist til íslands, reyndar eftir nokkrum krókaleið- um. Gjaldþrotamál Fattmans og fyr- irtækja hans er eitt það stærsta á undanförnum áratugum í Lúxem- borg. Eftir að Fattman hafði verið framseldur frá íslandi sat hann inni í níu mánuði meðan mál hans var rannsakað. Málið er þó enn til með- ferðar hjá dómstólum ytra. Þar kalla menn það „gullas" og segja að í því sé miklu meira af ótrúlegum svikum og prettum en í Dalias. . . Jð^^^ungo Jerry heitir skemmtikraftur sem kemur hingað á vegum Broadway og mun hann skemmta Islendingum á tveimur stöðum á landinu, fyrst á Akureyri, dagana 12. 13. og 14. júní og svo í Hollywood í Reykjavík næstu fimm daga þar á eftir. Ólafur Lauf- dal, eigandi staðanna, hefur áður reynt að flytja skemmtikrafta af þessari stærðargráðu norður í land en eitthvað hefur aðsókn þar verið dræmari en vonir stóðu til. Nú er því bara að vita hvernig Akureyringar og nærsveitamenn taka Mungo Jerry. . . A föstudaginn verður úthlut- að úr tónlistarverðlaunasjóði Ar- manns Reynissonar og hefur HP hlerað að Elín Óskarsdóttir sópr- ansöngkona hafi hlotið vinninginn að þessu sinni. í fyrra vann Mist Þorkelsdóttir þessi verðlaun, og sat hún í úthlutunarnefndinni ásamt Ármanni, Þuríði Pálsdóttur, Halldóri Hansen og Önnu Snorradóttur. Mist Þorkelsdóttir notaði verðlaunaféð í fyrra til að semja barnaóperu, sem flutt verður í haust. .. BEiins og komið hefur fram í Helgarpóstinum hefur Framsókn- arflokkurinn fundið Ingvari Gíslasyni stað í kerfinu til frambúð- ar. Ætlunin er sú að gera hann að rit- stjóra Lagasafnsins. Ingvar er nú einn af ritstjórum Tímans, en þar var hann til bráðabirgða. Annar rit- stjóri Tímans, Níels Arni Lund, er einnig á förum frá blaðinu. Flokkur- inn hyggst gera Níels, eða Ninna, eins og Steingrímur kallar hann, að framkvæmdastjóra þingflokks- ins. Þriðji ritstjórinn, Indriði G. Þorsteinsson, réð sig aðeins til ára- móta á blaðið. Framsóknarflokkur- inn má því fara að líta í kringum sig að nýjum ritstjóra, ef hann ætlar að halda áfram að gefa út málgagn- ið. .. Flug, bíll, sumarhús! < s ó E § < VUtu njóta Iífsins við fagurt vatn í friðsælu fjallaþorpi þaðan sem stutt er í stórborgarmenninguna? Ertu kannski einn þeirra fjallhressu sem alltaf þurfa að glíma við ný og stærri fjöll og endalaust þurfa að kanna eitthvað nýtt / gamalt? Dreymir þig e.t.v. um að drífa þig á seglbretta- námskeið og skora svo á íslandsmeistarann þegar heim kemur eða liggja á vel völdum vatnsbakka, grilla þig í sólinni og taka þátt í keppninni „Hver er brúnastur"? Ertu sælkerinn sem þýðir ekki að bjóða nema það besta í mat og drykk? Þá eru Biersdorf í Þýskalandi, Walchsee eða Zell am See í Austurríki staðir fyrir þig Þú getur haft bílaleigubíl til umráða og ekið hvert sem þú vilt eða tekið þátt í skipulögðum skoðunar- ferðum með okkar traustu og reyndu fararstjórum. FLUGLEIDIR fyrir þfg Viltu fara þínar eigin leiðir? Sértu einn þeirra ferðavönu eða þeirra sem geta ekki hugsað sér að ferðast eftir fyrirfram gefinni áætlun er það að sjálfsögðu engin spurning hvað þú gerir. Þú hlýtur að velja flug og bíl. Spurningin er bara: Hvar viltu byrja? í Lux, Frankfurt, París eða Salzburg? Það er auðvitað þitt mál en staðreyndin er sú að bílaleigubílarnir í Lux eru þeir ódýrustu í Mið-Evrópu. Leiðsögumappan og Mið-Evrópu bæklingurinn Flug, bíll og sumarhús eru komin. Komdu við á söluskrifstofum okkar eða ferðaskrifstofunum, fáðu þér eintak og lestu þér til um sumardvalarstaðina okkar í Mið-Evrópu. Dragðu fram gamla landakortið, ræddu málin við fjölskylduna í ró og næði og hringdu svo í okkur. LUXEMBORG: Flug+bfll í 2 vikur frá kr. 11.903 á mann. SUPER-APEX verð. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja—11 ára, og bíl í B-flokki. WALCHSEE: Flug+íbúð á Ilgerhof í 2 vikur frá kr. 18.260* á mann. Flogið til Salzburg. ZELL AM SEE: Flug+íbúð í Hagleitner í 2 vikur frá kr. 18.395* Flogið til Salzburg. BIERSDORF: Flug+íbúð í 2 vikur frá kr. 13.321* á mann. Flogið til Luxemborgar. ’Meðaltalsverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja—11 ára. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Fiuglefða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofumar. FLUGLEIDIR ^ Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasíroi 25 100 36 HELGARPÓSTURINN I

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.