Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 15

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 15
SVIPMYND eftir Friðrik Þór Guðmundsson getur hæglega kostað sjúklinginn um 20 þúsund krónur. Lopinn og dúnsængin bjarga lífi námsmanna í New York á veturna, því kuldinn þar verður mun meiri en við eigum að venjast á Fróni. ÞYSKALAND Háskólar í Þýskalandi reka hús- næðismiðlun, sem hefur til umráða stúdentagarða og herbergi ,,úti í bæ“. Það gengur þó ekki endilega fyrirhafnarlaust að fá húsnæði, heldur útheimtir það bæði tíma og útsjónarsemi. Á frjálsum markaði er miðlungsverð á herbergi rúmar 6 þúsund krónur, með rafmagni og hita. Barnafólk getur leitað aðstoð- arsveitarfélagsins við að fá húsnæði og þriggja herbergja íbúð getur þá verið tiltölulega ódýr, miðað við verð á einstaklingsherbergjum, eða undir 10 þúsund krónum. Námsmenn í Þýskalandi mega vinna þar með náminu, en til þess að fá atvinnuleyfi verður viðkom- andi fyrst að hafa útvegað sér starf. Leita verður til ákveðinnar stofn- unar, sem úrskurðar hvort stúdent- inn er hæfur til að vinna með nám- inu eða ekki. Laun fyrir sæmilega verkamannavinnu eru þá ef til vill rúmar 200 krónur á tímann. íslendingar, sem fara til náms í Þýskalandi, verða að tryggja sig vegna hugsanlegs lækniskostnaðar. Þeir mega búast við að það kosti u.þ.b. 8 þúsund krónur fyrir hverja önn í háskólanum og eru heimsókn- ir til tannlæknis innifaldar í þessari tryggingu. Lyfjaverð er þar með einnig niðurgreitt. Það verður vel kalt alls staðar í Þýskalandi, svo hlýjar flíkur koma sér vel. Gamli, góði lopinn stendur fyrir sínu. Hins vegar borgar sig ekki að koma hlaðinn af neinu öðru að heiman, því verðlag á velflestum vörum þarna er mun hagstæðara en á íslandi. Verð í mötuneytum há- skólanna er líka mjög gott, t.d. um 50 krónur fyrir heila máltíð. Huldumaðurinn í Kringlunni Um bóndasoninn úr kaupfélagsveldinu sem byggthefur upp stœrsta verslunarapparat landsins. Opnun Kringlunnar markar enn ein tímamótin hjá Pálma Jónssyni kaupmanni í Hagkaupum. t>að er Pálmi sem gert hefur Hagkaup að stórveldi og það eru Hag- kaup sem eiga allan heiðurinn af því að Kringlan er orðin að veruleika — þessi veglegasta verslunarmiðstöð lands- ins. Pálmi sjálfur er reyndar sagður vera að koma sér æ meir úr viðskiptunum og færa á hendur sona sinna og frænda, en flestir eru þó sammála um að það sé enn hann sem togi í mikilvægustu spottana og eigi snjöllustu hug- myndirnar. olíufélögin og Eimskipafélagib. Það segir sitt um yfirburði Hagkaupa í verslunarrekstrinum að árið 1985 var velta fyrirtækisins meiri en sam- anlögð velta Miklagarðs, Vöru- markaöarins, Fálkans og JL-húss- ins. í fyrra fluttu Hagkaup inn til landsins alls 4.300 tonn af varningi og IKEA flutti að auki inn alls 1.728 tonn. Pálmi var fyrir nokkrum árum skattakóngur Islands og náði núver- andi yfirburðaskattakóngur, Þor- Um Pálma hefur verið sagt að þó hann sé einhver allra ríkasti maður landsins þá sé hann huldumaður sem fer „þegjandi og hljóðalaust í gegnum lífið“. Að allir þekki versl- anir hans en fáir manninn sjálfan, hann enda hlédrægur og afskiptalít- ill maður sem lítið fer fyrir. Þó er þetta maðurinn sem verkalýðsfröm- uður einn sagði eitt sinn að hefði bætt hag láglaunafólksins í landinu meir en nokkur annar maður og átti hann vitaskuld við hið lága vöru- verð sem tíðkast hefur í verslunum Pálma. SONUR KAUPFÉLAGS OG FRAMSÓKNAR! Pálmi Jónsson kaupmaður í Hag- kaupum er fæddur 3. júní 1923 á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði og er því 64 ára að aldri. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi á Hofi af Vala- dalsætt en móðir Sigurlína Björns- dóttir. Tvíburasystir Pálma er Hólm- fríður Sólveig Jónsdóttir, eiginkona Ásbergs Sigurdssonar, sýslumanns, fógeta og alþingismanns. Jón, faðir Pálma, var stórbóndi og framsókn- arfrömuður og var um skeið stjórn- arformaður Kaupfélags Austur- Skagfirðinga. Átti Jón 11 systkini og náinn frændgarður Pálma því stór. Pálmi kvæntist hinn 23. desember 1959 Jónínu Sigríði Gísladóttur sjó- manns Sigurðssonar. Þeirra börn eru Sigurður Gísli, forstjóri og stjórnarformaður Hagkaupa, Jón, Ingibjörg Stefanía og Lilja Sigurlína. Pálmi varð stúdent frá MR 1942 og útskrifaðist frá Háskóla íslands sem lögfræðingur árið 1951 — en hefur á hinn bóginn aldrei stundað almenn lögfræðistörf. Hann hóf snemma að stunda kaupmennsk- una. Um miðjan sjötta áratuginn setti hann á fót sjoppu í Austurstræti er nefndist ísborg og rak með öðr- um (meðal annars Steingrími Her- mannssyni) ísgerð í „Geirsfjósinu" við Eskihlíð. Það var einmitt í því húsi að hann stofnaði póstverslun- ina Hagkaup árið 1959, þá hálffer- tugur að aldri. Má segja að þá hafi fyrir alvöru hafist ævintýri það, sem enn hefur ekki náð hámarki sínu. VELDIÐ STÆKKAR ÓÐUM Veldi Pálma stækkaði með árun- um og teygir sig víða núorðið þó þungamiðjan hafi lengstum verið í Skeifunni, þar sem hann hefur rekið í leiguhúsnæði stærsta stórmarkað landsins um árabil. En Pálmi hefur víða komið við sögu, hann hefur rekið minni verslanir í Lækjargötu og í Kjörgarði við Laugaveg, stór- markaði á Akureyri og í Njarðvík- um, kjötvinnslu í Kópavogi, sauma- stofu við Höfðabakka, smíðastofu og húsgagnalager við Smiðjuveg og ekki má gleyma 7K£A-deildinni (Miklatorg sf.). Þá er hann meðal annars hluthafi í Loðskinnum hf. á Sauðárkróki og situr í stjórn fyrir- tækisins og á Selfossi á hann hluti í Höfn hf, sem rekur verslun, slátur- hús, kjötvinnslu og fleira. Þannig að umsvifin hafa verið mikil, en á hinn bóginn hafa eignirnar ekki verið mjög miklar hingað til. Þannig er Skeifan 15 leiguhúsnæði í eigu Val- Pálmi Jónsson kaupmaður í Hagkaupum. fellsættarinnar. Það er fyrst nú að tala má um verulega fjárfestingu Hagkaupa, sem eiga um 37% í Kringlunni. NÆR ÞRIGGJA MILLJARÐA KRÓNA VELTA Pálmi Jónsson og fjölskylda hans hafa þannig byggt upp stórveldi á sviði verslunar og viðskipta. Smá- söluverslunin hefur almennt verið að færast á æ færri hendur með til- komu stórmarkaðanna og hlutur Hagkaupa að því leyti verið hvað stærstur. Hagkaup voru allt til 1980 rekin sem einkafirma Pálma, en þá breytt í hlutafélag. Ekki breyttist þó eignarhaldið í sjálfu sér og sitja í stjórninni Pálmi, Jónína eiginkona hans og synirnir Sigurður Gísli og Jón. Árið 1979 nam velta Hagkaupa á núvirði um 1.200 milljónum króna en 7 árum síðar eða 1985 var velta Hagkaupa komin í 2.400 milljónir auk þess sem húsgagnaverslunin með IKEA velti þá um 230 milljón- um króna. Ár frá ári jókst veltan að raunvirði en þó hægði á veltuaukn- ingunni árið 1985 þegar nýir stór- markaðir tóku að eflast, s.s. Mikli- garður. Umsvifin hafa aukist svo hjá Hagkaupum að fyrirtækið hefur hækkað á lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins úr 28. sæti árið 1979 í 21. sæti árið 1985. Með tilkomu Kringlunnar má síðan vænta þess — ef hlutirnir ganga upp — að Hagkaup fari enn upp lista þennan og að fyrirtækið nái brátt stærðargráðu kunnugiegra risa á borð við stærstu viðskiptabankana, valdur Guðmundsson í Síld & Fisk, vart að hafa tærnar þar sem Pálmi hafði hælana. Árið 1979 greiddi Pálmi þannig skatta sem á núvirði hljóða upp á um 18 milljónir króna, en núorðið greiðir hann „aðeins" um 800 þúsund krónur, en þennan mun er að sjálfsögðu að rekja til þess er einkafirmað breyttist í hluta- félag. Á nýbirtum lista skattyfir- valda yfir skattahæstu lögaðilana í Reykjavík lentu Hagkaup í 11. sæti í heildarálagningu með 29,2 milljónir króna, þar af um 21 milljón króna í aðstöðugjöld. Þá voru Hagkaup á Akureyri í 14. sæti lögaðila í Norður- landskjördæmi eystra með um 5 milljónir króna í skatta. FÆDDUR KAUPMAÐUR — ÁN SKRIFBORÐS Fyrir nokkrum árum var í HP haft eftir kunningja Pálma, að hann væri fæddur kaupmaður, „í bestu merk- ingu þess orðs,“ og annar bætti við: „Hann er snjall bíssnessmaður, ákveðinn í viðskiptum og vakandi og þorir að fara inn á nýjar brautir. Hann er snjall að láta menn vinna fyrir sig og láta öðrum eftir að bera ábyrgð á hlutunum." Annar kunn- ingi hafði um stjórnunarhætti Pálma þetta að segja: „Hann ræður sér menn og borgar þeim vel fyrir að sinna daglegum rekstri fyrirtæk- isins. Hann skiptir sér litið af smá- atriðum í daglegum rekstri en fylg- ist þó vel með. Hann hefur, held ég, aldrei haft svo mikið sem skrifborð í húsakynnum fyrirtækisins, hvað þá skrifstofu. Hans hlutverk er að hugsa og leggja línurnar. Lykillinn að velgengni Pálma er að hann get- ur lyft sér upp úr hinu daglega amstri og hugsaö um morgundag- inn. Enda er hann alla tíð að hugsa um framkvæmdir á öllum sviðum." Á sínum tíma var lága verðið hjá Hagkaupum bylting og hefur sú saga verið sögð að verðlagið megi rekja til þess að hann komst í tengsl við aðalbirgðastöð verslunarkeðj- unnar C&A í Belgíu, en þetta var þegar Pálmi var að stækka við sig í Skeifunni og kom maður frá keðju þessari að skipuleggja hlutina. Sumt af því sem Pálmi keypti frá Belgíu var og er svo ódýrt að hann er að sögn kunningja „í vandræðum með að verðleggja það. Það má nefni- lega ekki vera of mikill verðmunur, þá verður fólkið tortryggið". Og sagt er um Pálma að hann sé harður í horn að taka í viðskiptunum. Menn muna eftir viðskiptastríðunum um bóksölu Hagkaupa, jógúrtsölu og gleraugnasölu og er þá fátt eitt nefnt. „CON-MAN OF THE YEAR" Þegar blaðamaður HP ræddi við nokkra af þeim aðilum sem eiga í hörðustu samkeppninni við Hag- kaup og eru þá um leið viðskiptaleg- ir andstæðingar Pálma komu yfir- leitt fram virðing og aðdáun fyrir manninum, en um leið að kynnin væru lítil. „Það er ekki hægt að neita því að Pálmi er framúrstefnumaður í versl- unarmálum, það fer ekki á milli mála,“ sagði einn verslunarstjór- anna. „Hann brýtur með Kringl- unni ákveðið blað, kemur fram með nýja siði.“ Annar viðmælandi sagð- ist alltaf hafa borið virðingu fyrir Pálma í Hagkaupum þrátt fyrir mikla og harða samkeppni. „Hann er duglegur bísnessmaður og hefur sýnt það í sínu lífi að hann er kraft- mikill, hefur gert marga mjög góða hluti. Hvort hann er að færast um of í fang með Kringluævintýrinu getur auðvitað aðeins sagan sagt til um, en hann hefur aldrei troðið neinum um tær með óheiðarlegum hætti og á allt gott skilið. Það er kraftur í hon- um, en fyrst og fremst er hann mikill pælari." Enn annar viðmælandi sagðist ekki geta annað en borið djúpa virðingu fyrir Pálma þó tekist hafi verið á í viðskiptunum. „Hann hefur stuðlað að lækkuðu vöruverði í landinu án þess þó að hann hafi með velgengni sinni eignast neitt sem slíkt — fyrirtæki hans hefur verið rekið i leiguhúsnæði og það er í fyrsta skiptið nú með Kringlunni sem þeir Hagkaupamenn horfa fram á að eignast nokkuð að ráði og sem viðskiptalegum and- stæðingi finnst mér þá leiðinlegast að það skuli vera kaupmenn í Reykjavík sem eru að byggja fyrir hann! Svo rosalega hefur hann plat- að kaupmennina að hann á bara skilið heiðursmerki eða titilinn „Con-man of the year“ eins og ná- unginn sem falsaði dagbækur Hitlers! Eða hverjir eru það sem borga brúsann af ævintýrinu?" SONURINN VERÐUR ÞRÍTUGUR . . . Pálmi Jónssón kemur sem fyrr segir ekki um of nálægt daglegum rekstri Hagkaupaveldisins og hefur deilt út æ fleiri verkefnum á syni sína Sigurð Gísla og Jón, sem og til systursonar síns Jóns Ásbergssonar. það er ef til vill til marks um yfir- standandi valdatöku sonarins Sig- urðar Gísla að hann er formaður stjórnar Hagkaupa auk þess að vera framkvæmdastjóri. Og opnunar- dagur Kringlunnar er vandlega val- inn — 13. ágúst verður Sigurður Gísli þrítugur. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.