Helgarpósturinn - 13.08.1987, Qupperneq 18
eftir Salvöru Nordal mynd Jim Smart
Guðmundur Bjarnason
heilbrigðismálaráðherra í HP-viðtali
EKKI YÆNT UM RÆÐUSTÓLA
ÞYKIR
Hann segir aö hœgt sé aö skipta þingmönnum í tvo hópa, annars vegar
þá sem eru mikiö í fjölmiölum og „meö uppákomur í rœöustól, sem jaðrar
stundum við sýndarmennsku“ eins og hann orðar það. Hins vegar eru þing-
menn sem láta lítiðyfir sér, eru hvorki áherandi írœðustólum né fjölmiðlum
en koma málum sínum fram með öðrum hœtti. Guðmundur Bjarnason tel-
ur sig tilheyra síðari hópnum. Þeir sem þekkja til vita að það er engin hóg-
vœrð hjá Guðmundi að hann hafi ekki verið mjög áberandi á átta ára
stjórnmálaferli sínum.
íár hafa hins vegar orðið þáttaskil hjá honum. Tveir atburðir hafa orðið
til þess að kastljósi fjölmiðlanna var beint að Guðmundi. I vetur vann hann
Stefán Valgeirsson í prófkjöri sem varð til þess að sá síðarnefndi yfirgaf
Framsóknarflokkinn. Isumar var hann einn afþremur fulltráum flokksins
í stjórnarmyndunarviðrœðunum og þegar stjórnin var komin á koppinn
hafði Guðmundur hlotið eftirsóttasta starf hvers stjórnmálamanns, ráð-
herrastarfið.
Guðmundur Bjarnason er rólegur í fasi þegar við hittumst á skrifstofu hans
í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hann segist þó vera nokkuð
þreyttur eftir átök síðustu mánaða, enda hefur verið fátt um frídaga hjá
honum. Við byrjum á að rœða um stjórnmálin og hvenœr hann hófafskipti
af þeim, en óhœtt er að segja að Guðmundur hafi helgað Framsóknar-
flokknum og samvinnuhreyfingunni starfskrafta sína.
,,Ég er fæddur á Húsavík í vöggu samvinnu-
hreyfingarinnar, þar sem elsta kaupfélagið er
starfandi. Faðir minn var mikill samvinnumaður
og ég var snemma þeirrar skoðunar að sam-
vinnuhreyfingin væri mjög ákjósanlegt félags-
form og hafði þvi áhuga á að starfa undir merkj-
um hennar. Einnig byrjaði ég snemma að starfa í
ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins."
EKKI MAÐUR VALDSINS
Eftir nám á Hásavík fór hann íSamvinnuskól-
ann. Eftir aö hafa lokiö verslunarprófi þaöan
1963 lá leidin aftur nordur. Þar hóf hann störf í
Kaupfélagi Þingeyinga og var sídar starfsmaöur
Samvinnubankans. Þá var hann fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í bœjarstjórn á Húsavík
1970-1977.
Um skólaárin segir Guðmundur: ,,Ég naut þess
að vera í Samvinnuskólanum sem er mikill fé-
iagsmálaskóli og átti mjög vel við mig. Þangað
má sjálfsagt að hluta rekja upphafið að þátttöku
minni í stjórnmálum. Við vorum þar nokkur
sem þá þegar höfðum mikinn pólitískan áhuga,
ekki eingöngu framsóknarmenn, þarna voru
líka harðir íhaldsmenn og kommar. Ég var þó
ekki meiri félagsvera á þessum árum en svo að
ég hafði lítinn áhuga á íþróttum og var því kall-
aður „antísportisti". Við náðum fljótt saman
nokkrir slíkir og héldum hópinn. Var oft eldað
grátt silfur milli flokka „sport" og „antísport-
ista“.
Fyrstu eldskírnina í ræðustól fékk ég í Sam-
vinnuskólanum og mun sú reynsla seint gleym-
ast. Við áttum að draga um ræðuefni og tala um
það í tvær mínútur. í minn hlut kom að tala um
kvikmyndir. Og það fór svo að ég mundi ekkert,
bókstaflega ekkert um ræðuefnið, gat ekki einu
sinni rifjað upp hvaða myndir ég hafði séð. Eftir
að hafa um stund svitnað og kólnað á víxl í
ræðustólnum stundi ég loks upp að ég gæti ekk-
ert sagt og baðst afsökunar á tilveru minni og
staulaðist aftur í sætið. Þetta atvik kann að vera
orsök þess að mér þykir ekki sérstaklega vænt
um ræðustóla og nota yfirleitt ekki langan tíma
í ræðuhöld."
En Guömundur segir núna að hið félagslega
starf laði hann að pólitíkinni.
„Oft á tímum er maður þreyttur á karpinu en
þátttaka í stjórnmálum er oft skemmtileg og þá
sérstaklega hinn félagslegi þáttur, mannlegu
samskiptin gefa mér rnest," segir hann.
það er ekki sóknin eftir völdum sem rekur þig
áfram?
„Ég er ekki valdamaður og ég lít á pólitískt
starf sem samstarf fjölda fólks. Auðvitað er gam-
an að sjá eitthvað eftir sig, en vegna þess að
stjórnmálin eru hópstarf er ekki alltaf auðvelt að
merkja árangur einstaklingsins. Það á heldur
ekki vel við mig að hælast yfir eigin verkum og
segja að ég hafi gert þetta eða hitt."
Guðtnundur var forseti bœjarstjórnar á Húsa-
vík 1974— 77ásamtþvíað starfa hjá Samvinnu-
bankanum. Árið 1977 lá leiðin tilKeflavíkur þar
sem hann tók við starfi útibússtjóra Samvinnu-
bankans.
„Okkur leið mjög vel í Keflavík þó svo að ekki
væri spáð vel fyrir Húsvíkingi að setjast að í
þeim „rok- og vindrassi". En það er hollt að
skipta um umhverfi, það víkkar alltaf sjóndeild-
arhringinn og við eignuðumst þarna marga
góða vini. Þegar ég var í Keflavík hafði ég ekki
nein pólitísk afskipti og hafði ekki hugsað mér
að fara aftur í pólitíkina. En fyrir kosningarnar
1979 var leitað til mín um að ég gæfi kost á mér
til framboðs. Eftir mikla umhugsun fannst mér
ég einfaldlega ekki mega hafna þessu skemmti-
lega tækifæri. Ég náði kjöri inn á þing í þeim
kosningum, ég hætti því í bankanum og flutti frá
Keflavík."
BÚSKAPURINN
SÝNDARMENNSKA
Þiö hafiö semsagt búið í Reykjavík frá því þú
varðst þingmaður?
„Við eigum tvö heimili, hér í Reykjavík og á
Húsavík. Heimilishaldið á Húsavík er þó því
miður meira sýndarmennska því fyrst og fremst
hef ég orðið að vera í Reykjavík til að stunda
þingmennskuna af fullum krafti. Hins vegar
reyni ég að fara eins oft norður og ég get og fjöl-
skyldan dvelur á Húsavík í frítímum. Til að
halda tengslum við kjördæmið og kjósendur
daglega nota ég hins vegar símann geysilega
mikið."
Hver eru helstu áhugamálin, hvernig veröu
frístundum?
„Pólitíkin tekur náttúrulega mestan minn
tíma en auk þess hef ég gaman af því að fara á
skíði og reyni einnig að fara í sund við og við.
Þegar ég bjó í Keflavík og var ekki í pólitíkinni
hafði ég mun meiri tíma til að sinna fjölskyld-
unni og áhugamálum. Þar fékk ég til dæmis
áhuga á skíðaíþróttinni. Það er dálítið skondið
að þurfa að flytja að norðan til Keflavíkur til að
fá áhuga á skíðum.
Fjölskyldan fór á námskeið í Kerlingarfjöll tvö
sumur í röð, það var frábært. Síðan hefur áhug-
inn verið ódrepandi enda er skíðaíþróttin mjög
gott fjölskyldusport. Svo virðist sem ýmsir póli-
tíkusar hafi gaman af að fara á skíði og ekki er
óalgengt að sjá þingmenn og ráðherra í Bláfjöll-
um eða Skálafelli. Bæði Steingrímur Hermanns-
son og Halldór Asgrímsson eru miklir skíða-
menn og nú á dögunum fór aðstoðarmaður
minn, Finnur Ingólfsson, með fjölskyldu sína í
Kerlingarfjöll til að læra á skíðum og lét vel af.
Og ég má ekki gleyma hinni öldnu útivistar-
kempu Eysteini Jónssyni. Hann var nýlega
spurður hvort ekki væri rétt fyrir svo fullorðinn
mann að leggja svigskíðunum og stunda frekar
skíðagöngu. Þá á Eysteinn að hafa svarað: „Jú
það ætla ég að gera þegar ég verð gamall."
Guömundur segist einnig hafa gaman af því
að ferðast. „Aðallega hef ég ferðast um landið,"
segir hann og heldur áfram „ég hef aðeins einu
sinni farið í sólarlandaferð en það var 1978, en
þá var ég heldur ekki í pólitíkinni. Ef frá er talin
sú ferð hef ég ekki farið til útlanda í frí eingöngu,
heldur einungis ferðir sem á einn eða annan
hátt hafa verið bundnar starfinu.
Það að ég hef lítið ferðast erlendis og aldrei
dvalið þar við nám eða starf hefur því miður
þær afleiðingar að ég er lítill málamaður og ég
hef ekki lagt næga rækt við 25 ára gamlan skóla-
lærdóm. Ég hef auðvitað af því nokkrar áhyggj-
ur að það kunni að geta valdið mér vissum erfið-
leikum í þessu nýja starfi."
FLJÚGANDI SAMLOKUR
„En það getur alltaf komið fyrir jafnvel bestu
menn að misskilja þegar mælt er á erienda
tungu," heldur Guðmundur áfram. „Mig langar
til að láta hér flakka sögu þar sem vinur minn
Árni Johnsen er í aðalhlutverki og vona ég að
hann fyrirgefi mér það. Við Árni vorum báðir í
hópi nokkurra þingmanna í París í boði franska
þingsins. Þar sáum við meðal annars stórkost-
lega uppfærslu á óperunni AIDU og fór hún fram
í mikilli íþróttahöll sem rúmaði 10—12 þúsund
manns. I hléi fylltust allir veitingasalir sem von
var og hópurinn skiptist eitthvað. Lenti Árni
með tveimur öðrum ferðafélögum en við hin
annars staðar, þó öll í sama sal. Allt í einu heyri
ég nafn mitt kallað þrátt fyrir kliðinn og skvaldr-
ið í salnum. Þegar ég Iít upp sé ég um leið sam-
loku koma fljúgandi yfir allt fólkið og gat ég rétt
gripið hana áður en hún hafnaði á haus næsta
manns. Fleiri brauðsneiðar koma síðan fljúg-
andi á sama hátt þar t'I allir við mitt borð höfðu
fengið sinn skammt. Engum hefði dottið þetta í
hug, eða að minnsta kosti framkvæmt, nema
Árna Johnsen. Og skýringin á þessu athæfi var
sú að þegar Árni pantaði veitingarnar vantaði
eitthvað upp á frönskukunnáttuna. Hann hafði
pantað eina kók fyrir sig, hann þolir ekkert
sterkara, tvo bjóra fyrir hina og þrjár samlokur
en fékk þrettán!!
En önnur áhugamál fyrir utan skíðaiðkun og
ferðalög, hlustar þú t.d. mikið á tónlist?
„Ég er nú eiginlega alæta á tónlist. Jazz var
mikið í tísku þegar ég var í Samvinnuskólanum
og á hann hlustaði ég. Einnig hljómsveitir eins
og Bítlana og Rolling Stones. Eins hef ég gaman
af mörgu því sem framleitt er í dag, ég hlusta á
það sem er að glamra í útvarpinu á hverjum
tíma. Mér finnst til dæmis músík Stuðmanna
mjög góð, þó textarnir þeirra séu ekki allir
merkilegir. Einnig nýt ég klassískrar tónlistar en
til þess þarf að gefa sér bæði tíma og næði."
Guðmundur er þó ekki aðeins þiggjandi í tón-
listinni heldur er hann einnig söngmaður.
„Ég hef haft mjög gaman af því að syngja og
ég var bæði í kirkju- og karlakór á Húsavík og
í Keflavík en því miður hefur ekki gefist tími til
þess eftir að við fluttum til Reykjavíkur."
Og fleiri listir? „Ég nýt þess mjög að fara í leik-
hús en geri það þó ekki nógu oft, en ég fer hins
vegar mjög sjaldan í bíó. Ég held að það sé hægt
að telja það á fingrum annarrar handar hve oft
ég fer í bíó á ári.
Ég hef einnig gaman af myndlist þó svo ég fari
ekki eins mikið á myndlistarsýningar og ég
vildi. Það má því kannski segja að ég sé listunn-
andi þó svo að ég hafi ekki þróað það mjög með
mér."
GRÍPUR í UPPVASKIÐ
Tal okkar berst að fjölskyldunni. Guðmundur
er kvœntur Vigdísi Gunnarsdóttur og eiga þau
þrjár dœtur. Eins og margir stjórnmálamenn
segir hann: „Því miður eyðir fjölskyldan allt of
fáum stundum saman vegna starfs míns. En við
erum, held ég megi segja, mjög samheldin fjöl-
skylda og reynum að njóta þeirra stunda sem
gefast. Við reynum til dæmis að fara saman á
skíði, sem er sameiginlegt áhugamál allra."
En er heilbrigðisráðherra liðtcekur við heim-
ilisstörfin?
„Ég þvæ stundum upp, gríp stundum í ryksug-
una og ég kann að sjóðaj>ulsur,“ segir hann hik-
andi og bætir svo við: „Eg held að þar sé kunn-
átta mín við heimilisstörfin upptalin," og af svip
hans má ráða að hann sýni þessari hlið heimilis-
ins ekki mikla rækt.
Eg ákveð að firra ráðherra frekari vandrœð-
um og fer ekki frekar út í þessa sálma en fer
hann oft út að skemmta sér?
„Ég hef mjög gaman af því að fara út að
skemmta mér og nýt þess að vera í góðum hópi.
Við förum ekki mikið á skemmtistaðina því þar
sannast þau orð að sé maður í pólitík losnar
maður aldrei við starfið hvert sem maður fer.“
Guðmundur segist aldrei hafa lœrt þann siö
að reykja, þó hann drekki mikið kaffi, og hann
segir: „Ég verð að játa að ég hef gaman af því að
fá mér í staupinu með góðum vinum, en ég vona
að ég hafi ekki gert neinn skandal," segir hann
hlæjandi og bætir við: „En á þeim vígstöðvum
verður maður að gæta hófs."
GEKKTIL LEIKSINS AF
HEILINDUM
Við snúum okkur aftur aö aðaláhugamáli
Guðmundar, pólitíkinni. Hann segist ekki fyrst
og fremst sœkjast eftir völdum ístjórnmálunum,
heldur lítur á þau sem samvinnu margra
manna. Talið berst að prófkjörinu í vetur þegar
Guðmundur vann Stefán Valgeirsson sem varð
til þess að sá síðarnefndi bauð fram sérlista til
síðustu alþingiskosninga.
„í öllum flokkum hefur verið vilji til endurnýj-
unar, fá ungt fólk, konur og karla, til starfa. Nið-
urstaða prófkjörsins, fólksins í kjördæminu,
sýndi að Stefán ætti að draga sig í hlé. Þetta var
ekki vanþakklæti gagnvart honum, heldur ein-
ungis vilji til að gefa öðrum tækifæri."
Voru þetta ekki persónuleg átök milli ykkar
tveggja?
„Kannski verða svona átök alltaf á endanum
persónuleg. Hins vegar höfum við átt mjög gott
samstarf gegnum tíðina, og ekki síður þess
vegna var þetta enn erfiðara. Það sitja auðvitað
eftir sárindi, en ég tel mig hafa gengið til leiksins
af heilindum."
En það var Guðmundur sem fór með sigur af
hólmi og eftir þokkalega stöðu Framsóknar-
flokksins í kosningunum var Guðmundur einn
af oddamönnum flokksins I löngum og ströng-
um stjórnarmyndunarviðrœöum. Hann segist
vona aö langar viðrœður og umrœða um stjórn-
ina hafi gert það að verkum aö stjórnin hafi
fundið grunn til að starfa á sem sterk stjórn.
„Ég tel að það hafi verið mjög mikilvægt að
það náðist samstarf milli Framsóknar- og Al-
þýðuflokks. Það hefur lengi verið ágreiningur
milli þessara flokka en hann hefur að verulegu
leyti verið persónubundinn, en núna vona ég að
þeir eigi eftir að geta unnið saman."
Guðmundur telur líka að einn alþýðuflokks-
maður hafi átt sinn þátt í aö þessi stjórnarmynd-
un tókst, Jón Sigurðsson. „Hann hefur mikla
seiglu og þrautseigju sem er nauðsynleg í slíkum
viðræðum auk þess sem hann er mjög snjall og
reyndur samningamaður."
En hvaða einkunn gefur þú þínum formanni?
„Steingrímur er mjög duglegur og honum hefur
tekist vel að stjórna flokknum þó sjálfsagt megi
eitthvað að öllum finna. Stjórnmálin hafa líka í
auknum mæli farið að velta á einstökum sterk-
um persónum og þar hefur Steingrímur reynst
mjög vel.“
Framsóknarmenn beindu líka athyglinni að
mestu leyti að formanninum í kosningunum.
„Flokkar gera það ef formaðurinn er sterkur
því ef hann er það þá tekst vel til og það held ég
að hafi verið tilfellið með Steingrím í síðustu
kosningum. Flokkurinn fékk góða kosningu
sem var að verulegu leyti verk Steingríms og
þeirrar ímyndar sem honum og að sjálfsögðu
einnig öðrum forystumönnum flokksins, ekki
síst Halldóri Ásgrímssyni, tókst að skapa honum."
En er Steingrímur ekki í hópi þeirra þing-
manna sem berast mikið á?
„Nei, Steingrímur hefur verið mjög mikið í fjöl-
miðlum vegna starfs síns en hann er ekki með