Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 23

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 23
sölubörn Samt er það svo að grínið er ákveðinn tíðarandi, alveg eins og pönkið í heild sinni var ákveðinn tíðarandi og íslensku textarnir á seinni helmingi 8da áratugarins voru líka ákveðin tilraun til að skoða samfélagið upp á nýtt. Leið- rétta söguna og benda á fyrirbrigði í samfélaginu sem betur máttu fara, nokkuð sem lítið hafði verið stund- að áður. Meiningar um samfélagið hafa hinsvegar verið á undanhaldi á nýjan leik og koma helst ekki fram nema sem grín og í einstaka tilfell- um sæmilegt háð og fer þar Sverrir stormsker fremstur í flokki. Létt sumarpopp — í góðærinu — tröllríð- ur vinsældalistum og textarnir sem heyrast eru til að mynda eitthvað á þessa leið: 1 sorg og sút/óttalega veikburða/hann langar svo út/er það furða/Símon hann er lasinn/ með gólftusku um hálsinn o.s.frv. eða: Hryssan mín blá/hryssa hryssa blá/segðu þeim okkar ævintýrum frá/sjaldan við vorum heimaslóð- um á/lentum alltaf þeim frá, já... TEXTAGERÐ OG KARLHEIMUR Hér hefur mest verið fjallað um hinar stóru sveiflur sem finna má í íslenskri textagerð í gegnum tíðina og þá mið tekið af þeim sem hafa verið að gera texta sem geta talist góðir á hverjum tíma. Hitt er þó ljóst að alla tíð hafa verið til textar sem tilheyra þeirri hlið poppsins sem fæst ekki við neina nýsköpun, hvorki í tónlist né textagerð. Áhersl- urnar hafa þó breyst í gegnum tíðina eins og nærri má geta. Korter í þrjú- gæi Greifanna á tildæmis ekki margt sameiginlegt með þessum rómantíska manni sem Dátar sögðu frá á sínum tíma: Ding dong — hjart- að mitt/Ding dong — hjartað þit/ Ding dong segja hjörtun og hamast bæði í kór./Ding dong — yndið mitt/Þú ein ert mér góð/Ég yrki um þig ljóð o.s.frv. Hitt hefur þó lítið breyst, eins og Spilverkið sagði frá, að dægurlaga- textarnir, þeir fjalla gjarnan um/ hve auðvelt er að ná sér í konu/þú ferð bara á ball/úllen dúllen doff... Líklega er það einmitt sterkasta ein- kenni þeirra í gegnum tímana að þar eru karlar að ávarpa konur, hvort sem þeir vita hvað þær vilja, líkja augum þeirra við fagurblá fjallavötn eða segja þeim að vera ekki: svona stíf og stirð og þver. Karlheimurinn, með öllum sínum sérkennum, birtist sem sé mjög skýrt í dægurlagatextum samtíðar- innar, allt frá fyrsta bítli til hins síð- ast, og svo þetta með að „Allt sem máli skiptir er bababara égég og þú/égég og þú égég og þú... Þorsteinn Eggertsson, textahöfundur úr Keflavík, hefur sett saman margan óðinn við dægurlög. sölubörn ÝÐURSÖLUBÖRNUMS ÍNUMÍTÍVOLÍÍHVERA GERÐIÞRIÐJUDAGINN 18. ÁGÚSTNÆSTKOM ANDIMÆTIÐKÁTOGH RESSKL.12ÁHÁDEGIÍ ÁRMÚLA36KOMIÐÍB ÆINNAFTURKL.6. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.