Helgarpósturinn - 13.08.1987, Síða 24
SKÁK
eftir Guðmund Arnlaugsson
A uppleið
íslenskum skákmönnum geng-
ur flest í haginn um þessar mundir.
Ungu piltarnir Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Héðinn Steingrímsson
eru nú heimsmeistarar hvor í sín-
um aldursflokki, Margeir Péturs-
son er Norðurlandameistari í skák
og svo bættist við frábært afrek
Jóhanns Hjartarsonar er hann
varð efstur á millisvæðamótinu í
Ungverjalandi ásamt Salov. Þetta
var sigur ungu kynslóðarinnar,
Jóhann er fæddur árið 1963, Salov
er árinu yngri. Sigursælir og
þrautreyndir taflmeistarar eins og
Ljubojevic, Beljavskí, Andersson og
Adorjan máttu horfa á eftir ungu
mönnunum í þessu kapphlaupi.
Nú kemur nýr og örðugur hjalli fyr-
ir þessa ungu menn: áskorenda-
einvígi, þar sem menn eigast við
tveir og tveir í senn, og annar er
dæmdur til að heltast úr lestinni.
Þannig verður haldið áfram þar til
aðeins einn er eftir og sá skorar
heimsmeistarann á hólm.
Það eru Kanadamenn sem hafa
tekið að sér að sjá um þann
áfanga. Þeir bjóða til mikillar
skákhátíðar i janúar á næsta ári og
þar verða áskorendaeinvígin einn
helsti þátturinn.
Jóhann er yngstur stórmeistar-
anna okkar ungu. Hann vakti fyrst
verulega athygli á sér árið 1984 er
hann varð í sigursæti á tveimur
skákmótum er haldin voru hér í
Reykjavík snemma árs: Búnaðar-
bankamótinu og Reykjavíkurmót-
inu. Síðan hefur honum gengið
misjafnlega, en nú hefur hann tek-
ið undir sig stórt stökk fram á við
og er nú greinilega fremstur ís-
lenskra skákmanna.
Á siðasta Reykjavíkurmóti, IBM-
mótinu, var það Jóhann sem
stöðvaði sigurgöngu Shorts.
Myndin sýnir stöðuna í skák
þeirra þegar komnir voru 33 leikir.
Eins og sjá má hefur Short sótt á
drottningararmi, en Jóhann lék
síðast Dg5 og hótar nú Rxh3+.
Framhaldið tefldist þannig:
34 De3 fe4 35 g3 Hh7!
36 Kh2 hg3 37 fg3 Rxh3!
Ef nú 38 Bxh3, þá Dg4 og vinnur.
38 Dxg5 Rxg5 39 Kg2 Rf3
Hótar máti með Hh2.
40 Hxe4 Hf8
Hótar sama máti að nýju.
41 g4 Hh2+ 42 Kg3 Hhl
43 He2 Rh4 44 He3
Betra var Hf2
44 - g5 45 Re7+ Kg7
46 Hc3
og gafst upp um leið, taflið er al-
veg tapað.
Heimsmeistaramót unglinga
Innsbruck 1987.
Hannes Hlífar Stefánsson
Alexander Delchev (Búlgaríu)
Sikileyjarleikur
01 e4 c5 02 Rf3 d6
03 d4 cd4 04 Rxd4 Rf6
05 Rc3 Rc6 06 Be2 g6
Svartur velur drekaafbrigðið.
Nú er komið fram hjá þeim leiðum
sem lengst hafa verið raktar (þar
sem hvítur leikur f3, Bc4, Be3,
Dd2, 0-0-0 og hefur siðan sókn á
kóngsarmi, en svartur gagnsókn á
drottningararmi). Þær leikja-
raðir hafa verið raktar langt út í
miðtafl, svo að orðin er úr öllu
saman hálfgerð langavitleysa —
og er jafn gott að stýra framhjá
henni.
07 0-0 Bg7 08 Be3 0-0
09 Rb3 Be6 10 f4 Ra5
11 Rd4
Enn er stýrt framhjá hraðbraut-
unum, bækurnar f jalla einkum um
11 f5.
11... Bc4 12Bd3e5
13 Rb3 d5
Sé hægt að gera þetta áfallalaust
er svartur kominn yfir upphafs-
hjallann heilu og höldnu. Auðsætt
er að 14 fe5 Rxe4 vegna þess að
Bc4 miðar á Hfl ef hvíti biskupinn
bregður sér af línunni.
14 Rxa5 Dxa5
Enn er 15 fe5 Rxe4 ekki sérlega
heillandi: 16 Rxe4 Bxd3 17 Dxd3
de4 18 Dxe4 Dxe5. En Hannes vel-
ur aðra leið.
15 Bxc4 dc4 16 fe5 Had8
Svartur skýtur inn leik áður en
hann tekur á e5, en það innskot
reynist örlagaríkt. Þetta er ekki í
fyrsta sinn að millileikir skipta
sköpum, til góðs eða ills. Hefði
svartur leikið 16 - Dxe5 gat komið
17 Bd4 De6 18 Df3 og hvítur á öllu
17 ef6! Hxdl 18 Haxdl Bh8
19 Bh6 Bxf6
Svartur áttar sig á því að hann er
kominn í vandræði vegna þess
hve þröngt er um kónginn. T.d.
leiðir 19 - He8 20 Rd5 Hxe4 21 Khl
til taps (Dc5 22 Re7+ Hxe7 23
Hd8+).
20 Hxf6 He8 21 Hfd6 Dc5 +
22 Khl f5
Það er ekki gott að búa við mát-
hótanir í borðinu (Dh5 23 Hd8).
Taflið er tapað, en sprikl svarts
styttir biðina aðeins.
23 Hd7 g5 24 Hg7+ Kh8
25 Hdd7
og svartur gafst upp, nú er orðið
stutt í mátið.
SPILAÞRAIIT
Suður er sagnhafi í 6-spöðum.
Sagnir gengu:
N A S V
— pass 1-S dobl
redobl 3-T 4-S 5-T
6-S pass/hr.
4 Á107653 + KDG9842
tp KG96
o — O D9
+ A95 + D32
Vestur spilar út tígul-6. Þú
trompar í blindum, ferð heim á
tromp og spilar hjartaáttunni, lítið
spil frá vestri.
Hver er vinningsáætlunin og
hvernig þarf háspilaskipting AV
að vera?
Spilið er úr leik Belgíu og Sviss
á Evrópumótinu í Torquay 1961.
Það féll, því farið var í slemmuna
á báðum borðum. 980!
Lausn á bls. 10.
LAUSN Á MYNDGÁTU
Dregið hefur verið úr réttum
lausnum verðlaunamyndgátunn-
ar sem birtist á þessum stað í blað-
inu fyrir tveimur vikum, en hún
var: Eyrarbakki heldur upp á níu-
tíu ára afmœli á þessu sumri '87.
Vinningshafinn reyndist vera
Ásta Sóllilja í Hæðargarði 40 í
Reykjavík og fær hún heimsenda
bókina Nútímafólk eftir sálfræð-
ingana Álfheiöi Steinþórsdóttur
og Gudfinnu Eydal sem bókaút-
gáfa HP sendi frá sér fyrir síðustu
jól.
Frestur til að skila inn lausn
myndgátunnar hér að neðan er
venju samkvæmt til annars mánu-
dags frá útkomu þessa tölublaðs —
merkið lausnina myndgáta. Verð-
launin að þessu sinni eru smásög-
ur Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Níu
lyklar, sem Vaka-Helgafell gaf út
fyrir síðustu jól.
Góða skemmtun.
24 HELGARPÓSTURINN