Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 33
að hann væri vel stæður og gæti séð
almennilega fyrir mér, þannig að í
rauninni var ég ekki að taka neina
áhættu."
Þótt Elfa vissi að hún þyrfti ekki
að svelta varð henni þó hálfpartinn
um þegar hún sá hvað beið hennar
við komuna til Indlands:
„Eftir mér beið stórt hús, umlukið
fallegum garði — og það var ná-
kvæmlega ekkert inni í húsinu. Það
var tómt og það var í mínum verka-
hring að láta útbúa húsgögn inn í
það eftir mínu höfði. Eg hafði aldrei
í lífinu komið nálægt neinu slíku,
það lengsta sem ég hafði komist í
innanhússarkitektúr var að breyta
litnum á herberginu mínu úr ljósum
yfir í svartan og gulan einhvern
tíma þegar það var í tísku! Við
bjuggum í borginni Madras og þar
var ekkert hægt að kaupa af hús-
gögnum eða lampaskermum, það
þurfti að búa allt til. Auðvitað gerði
ég ýmis mistök í þessari fyrstu
atrennu og fékk húsgögn sem voru
ekkert falleg þegar þau voru tilbú-
in!“
HELDRA MANNA LÍF
Á INDLANDI
Húsinu fylgdu þjónar, garðyrkju-
maður, „butler", bílstjóri og mat-
sveinn og Elfa segist lítið hafa gert
annað en skipuleggja lífið: „Við sótt-
um mikið af samkvæmum og um-
gengumst heldra fólk Indlands eins
og stjórnmálamenn, ráðherra og
viðskiptafólk. Maðurinn minn fyrr-
verandi var skipamiðlari og hafði
góðar tekjur og við lifðum þessu
heldra manna lífi. Við héldum mikið
af veislum sjálf og það fór gífurlegur
tími í að láta sauma á mig fatnað og
undirbúa veisluhöld jafnt sem að
taka þátt í þeim. Meðal góðra vina
okkar var Sanji Gandhi, sonur
Indiru, sem á þeim tíma var afar
virkur í stjórnmálalífinu á Indlandi.
Hann fórst í flugslysi skömmu eftir
að ég flutti frá Indlandi. Rajiv Gandi
var á þessum tíma flugmaður og
það bar mjög lítið á honum og satt
að segja virtist hann hafa afar tak-
markaðan áhuga á stjórnmálum.
Einn ráðgjafa Indiru Gandhi, Kabur,
var einnig góður vinur okkar en það
var erfitt að hitta á hann því ráðgjaf-
arstarfið var enginn dans á rósum.
Konan hans var til dæmis orðin
fremur þreytt á því að maðurinn
hennar var við störf langt fram á
nætur!"
Elfa segist hafa átt erfitt með það
í fyrstu að láta þjónana gegna sínum
störfum: „Þarna var ég, íslensk
stúlka, og átti að fara að skipa
mönnum sem voru 30-40 árum eldri
en ég fyrir verkum! Ég átti óskap-
lega erfitt með það í fyrstu — en það
kom! Ég verð að viðurkenna að mér
þótti mjög þægilegt að hafa þessa
elskulegu þjóna í kringum mig og
ég gerði ekkert annað á heimilinu
en þvo þvotta. Það kom til af því að
það eyðilagðist svo margt hjá þeim
í þvotti að ég vildi sjá um þá hlið
mála sjálf heldur en að skamma þá.
Ég gerði tilraun til að fá mér sjálf-
virka þvottavél eins og ég hafði van-
ist hér heima, en þær einhvern veg-
inn virtust ekkert endast í hitunum
svo það var gamla góða Hoover-
vélin sem var aðalverkfærið. Þjón-
arnir urðu auðvitað góðir vinir mín-
ir og ég saknaði þeirra þegar ég
flutti heim. Þegar maður býr í landi
eins og Indlandi verður maður óhjá-
kvæmilega var við að margir eiga
um sárt að binda og það er víða
mikil fátækt. Auðvitað getur maður
ekki hjálpað öllum og þess vegna
reyndum við að hjálpa þeim sem
stóðu okkur næst, það er fólkinu
sem vann fyrir okkur. Við borguð-
um þeim gott kaup og hjálpuðum
þeim að kaupa hús en hápunkturinn
var þegar við komum úr ferðalög-
um erlendis frá og færðum þeim úr
og transistor-útyarpstæki að gjöf og
þeir urðu glaðir við slíkar gjafir."
Hún segist hafa kynnst Indlandi á
allt annan hátt þegar hún fór að búa
þar sjálf: „Ef ég ferðaðist þá ferðað-
ist ég með flugvélum og bifreiðir
biðu mín við landganginn á komu-
stað. Ég þurfti ekki einu sinni að
halda sjálf á veskinu mínu. Allan
þennan tíma ferðaðist ég aðeins
einu sinni með járnbrautarlest, og
þá auðvitað á fyrsta farrými. Ég
fann aldrei aftur þessa tilfinningu
sem ég hafði fundið á ferðinni með
foreldrum mínum og sá Indland
ekki aftur í sama ljósi."
ÞAÐ ER ALLT TIL
Á INDLANDI
Hún segist samt ekki vera sátt við
þá umfjöllun sem Indland fær í blöð-
um: „Mér finnst alltof mikið gert af
því að draga fram fátæktina þar,“
segir hún. „Auðvitað er til fátækt í
Indlandi. Indland er eins og heil
heimsálfa þar sem allt er til, fátækt
jafnt sem auðæfi. Það gleymist hins
vegar að hinn venjulegi Indverji er
eins og ég og þú, hvorki fátækur né
ríkur. Eg heyri líka hneykslunartón
þegar fólk vitnar í að enn sé verið að
brenna fólk á báli í Indlandi. Slíkt
gerist hjá sértrúarhópum á af-
skekktum svæðum og er nokkuð
sem er afar fátítt. Hitt er svo annað
mál að það er til fólk sem getur alls
ekki sætt sig við Indland. Eg kynnt-
ist danskri konu sem átti dóttur bú-
setta á Indlandi og þessi kona gat á
engan hátt sætt sig við að vera í
landinu í skamman tíma. Mér aftur
á móti leið mjög vel þar þótt ég
lærði aldrei málið þeirra og talaði
bara ensku."
Þótt einhverjum kunni að þykja
það ótrúlegt var það samt ljúfa lífið
sem varð til þess að Elfa ákvað að
skilja við mann sinn og flytjast aftur
heim til íslands: ,,Það má segja að
aðgerðarleysið hafi yfirbugað mig,“
segir hún. „Ég gerði ekkert í mörg
ár annað en hugsa um sjálfa mig og
veraldleg gæði og skyndilega fékk
ég nóg. Sænsk vinkona mín var gift
manni þarna sem var að byggja
hótel og þau fengu þá hugmynd að
ég setti upp eigin fataverslun á hót-
elinu vegna þess að ég var orðin svo
vön að hanna föt þótt ég hafi aldrei
lært það. Það var í eina skiptið í
hjónabandinu sem ég rak mig á
vegg. Maðurinn minn sagði að það
kæmi ekki til greina að ég yrði at-
vinnurekandi og þar við sat. Það
urðu mér mikil vonbrigði því þarna
hafði ég sé fram á að fylla líf mitt
einhverju öðru en veislum og
bridgepartíum. Við áttum ekki barn
og þess vegna fannst mér lífið líka
snauðara. Þá kynntist ég konu sem
kom til Indlands að sækja börn sem
átti að ættleiða af Svíum. Ég aðstoð-
aði hana um tíma og tók heim ti!
mín börn sem biðu þess að komast
til Svíþjóðar. Þannig fékk ég elstu
dóttur mína, Nadiru, sem nú er 16
ára. Hún stal úr mér hjartanu og hef-
ur verið hjá mér síðan. Eftir að ég
fékk hana fannst mér iífið meira
virði og neitaði að taka þátt í sam-
kvæmislífinu. Hélt mig mest heima
við með barninu og naut hennar.
Þegar hún var sjö mánaða gömul
ákvað ég að snúa baki við lífi mínu
í Indlandi, kvaddi eiginmanninn,
þjónana mína og hundinn minn og
hélt heim á leið.“
ÚR VELLYSTINGUM
í LEIGUÍBÚÐ
Á LAUGAVEGINUM
Heimkoman varð Elfu ekki mjög
auðveld. Hún hafði snúið baki við
ríkidæminu og var orðin einstæð
móðir á íslandi í leiguíbúð á Lauga-
veginum. Innan skamms varð hún
ófrísk að syninum Sigvalda sem nú
er 14 ára: „Ég reyndi að lagfæra
leiguíbúðina og gera hana heimilis-
lega fyrir okkur," segir hún bros-
andi. „Það einkennilega var, að
þrátt fyrir það basl sem því fylgir að
vera útivinnandi einstæð móðir
með tvö börn þá sá ég ekki í eina
mínútu eftir því að hafa flutt heim.“
Hún hafði sagt mér að alla skart-
gripi sína og aðra dýrgripi hefði hún
skilið eftir í Indlandi og það hvarflar
óneitanlega að manni að betra hefði
nú verið fyrir hana að taka það sem
hún átti, selja og nota peningana í
þarfa hluti hér heima: „Nei, veistu
það, mér datt það aldrei í hug,“ segir
hún brosandi. „Bæði var að margir
af þessum hlutum voru erfðaskart-
gripir sem mér hefði aldrei dottið i
hug að taka með mér, en það sem
efst var þó í huga mér var það að ég
hafði fengið nóg af þessu ríkidæmi.
Það getur vel verið að einhvern
tíma hafi mann dreymt um það
innst inni að verða svona ríkur, en
þegar að því kemur sér maður að
hamingjan felst ekki í auðæfum."
...OG ER NÚ
HAMINGJUSÖM FIMM
BARNA MÓÐIR
Elfa bjó ein um tíma með börnun-
um sínum og gerði þá helst grin að
því að það eina sem hana vantaði nú
væri námsmaður: „Og það rættist,"
segir hún og brosir. „Maðurinn
minn heitir Jón Egill Unndórsson og
starfar nú sem framkvæmdastjóri
Iðnþróunarfélags Suðurnesja í
Keflavík, og þangað ekur hann á
hverjum morgni. Þegar við kynnt-
umst var hann við nám hér heima
og fór síðan til Danmerkur í fram-
haldsnám, þangað sem við fluttum
með börnin tvö og eignuðumst
saman þrjú í viðbót svo nú er ég orð-
in fimm barna móðir. Yngri börnin
eru Unndór 9 ára, Sara 7 ára og
Hjálmar sem er 10 mánaða gamall:
„Eg tel mig vera afskaplega lán-
sama," segir Elfa. „Við eignuðumst
þetta hús á auðveldan hátt og ég er
svo lánsöm að hafa alltaf getað ver-
ið heima hjá börnunum mínum.
Maðurinn minn hafði alltaf sagt að
þegar hann lyki sínu námi væri röð-
in komin að mér að fara í nám og ég
lét verða af þvi og fór í Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti. Þar var ég á fé-
lagsfræðibraut þegar ég varð ófrísk
að þeim yngsta og hætti þá, en ætla
mér að taka upp þráðinn síðar þeg-
ar börnin vaxa úr grasi. Það er víst
nógur tíminn,“ sagði þessi hressa
fimm barna móðir þegar hún
kvaddi mig og spurningunni hvort
hún saknaði einhvers úr fyrra lífi
svaraði hún af einlægni: „Nei ég
sakna einskis. Ég er mjög ánægð
með líf mitt nákvæmlega eins og
það er. Einstaka sinnum verður mér
þó hugsað til gömlu þjónanna
minna þegar ég fæ leið á húsverk-
unurn!"
stórirét smáir búitarkassar________
fyrir HUar yerslomr o$ sfórmarkatti
rerit fm kr. 30.000.-
HANS ÁRNASON
UMBOÐ & ÞJÓNUSTA
Laugavegi 178 - 105 Reyk javík S 3 13 12
HELGARPOSTURINN 33