Helgarpósturinn - 08.10.1987, Page 6
Frá fyrstu dögum Stöövar 2.
Er sagan um fjöðrina sem varö að hænu að taka á sig nýja mynd?
Stöð 2 er eins árs. A þessu ári hef-
ur fyrirtœkið þanist svo út að krafta-
verki er líkast. Tekjur eru ríflega
hálfur milljarður, en skráð hlutafé
fslenska sjónvarpsfélagsins ekki
nema 2 milljónir. Tœki voru fengin
með kaupleigusamningum sem
borga þarfafum 90 milljónir króna
í ár. Eigið fé er hverfandi en umsvif-
in mikil. Gengur dœmið upp?
Uppgangur Stöðvar 2 hefur eðli-
lega vakið eftirtekt, enda liggur það
í eðli sjónvarpsstöðvar að vekja á
sér athygli. Nýtt fyrirtæki hefur
sennilega ekki notið svo óskoraðrar
athygli landsmanna síðan ,,óska-
barn þjóðarinnar", Eimskipafélagið,
var að slíta barnsskónum. Undan-
farin misseri hefur þjóðin hins vegar
skipst í hópa, þar sem mismunandi
skoðanir eru uppi um það hvort
þetta „undrabarn þjóðarinnar",
Stöð 2, sé á leið á hausinn eða ekki,
hvernig og hvort hægt sé að koma á
legg svona fyrirtæki. Það liggur í
raun fátt upplýsinga fyrir um raun-
verulega stöðu fyrirtækisins og
flestar þeirra eru frá forystumönn-
um fyrirtækisins sjálfs komnar.
HLUTAFE HVERFANDI
Þann 9. janúar 1985 var nýtt
hlutafélag skráð hjá Hlutafélaga-
skrá, Kapalsjónvarp hf. — íslenska
sjónvarpsfélagið. Formaður var Jón
Ottar Ragnarsson, meðstjórnendur
Hans Kristján Árnason og Eyjólfur
K. Sigurjónsson. Hlutafé var skráð 2
milljónir króna. Islenska myndverið
hf. var síðan stofnað í september
1986 þegar Islenska sjónvarpsfélag-
ið keypti 51% í fyrirtækinu Texta hf.
í dag, réttu ári eftir að útsendingar
Stöðvar 2 hófust, starfa hjá íslenska
sjónvarpsfélaginu hf. og íslenska
myndverinu hf. um 120 fastráðnir
starfsmenn auk íhlaupafólks, alls
um 140 manns á launaskrá, og for-
ráðamenn fyrirtækisins staðhæfa
að staða fyrirtækisins sé traust.
145 MILLJÓNIR KRÓNA
Á KAUPLEIGU
„Þetta gengur með naumindum,
en það er á hreinu að við erum
komnir yfir erfiðasta hjallann,"
sagði Jón Óttar Ragnarsson í samtali
við Helgarpóstinn. Að sögn Jóns
Óttars voru það kaupleigufyrirtæki,
innlend sem erlend, sem gerðu
drauminn að veruleika. Með 5 millj-
óna króna eigið fé, þurftu um 145
milljónir króna til tækjakaupa og
var það fé að stórum hluta til fengið
með kaupleigusamningum að sögn
Jóns. Lánsfjármagn í fyrirtækinu
var því um 97% heildarfjár í byrjun.
TEKJUR HÁLFUR
MILLJARÐUR
En kaupleigusamningar eru dýrir,
lán eru veitt til 3—5 ára á um 17%
raunvöxtum. Sé reiknað með af-
borgunum á fimm árum af 150 millj-
ónum eru það 30 milljónir króna á
ári. Vexti af 150 milljónum króna að
viðbættri verðbólgu má áætla u.þ.b.
40% eða 60 milljónir króna, alls um
„Vigdís hefur gegnt forsætisembœttinu med
miklum sóma og aukid hródur íslands hvar
sem hún hefur fariö. Þess vegna þótti mér rétt
aö leggja til viö hana aö hún gœfi kost á sér
áfram sem forseti íslands.“
Porsteinn Pálsson, forsætisráðherra.
„Gengisfelling er ekki á döfinni
og ég fæ ekki séð að hennar sé þörf
eins og máfin standa nu."
Þorsteinn Pálsson,
I forsætisráðherra.
„Ég tel að enn sé borð fyrir báru
í þessum efnum en bendi þó á að
liggur fyrir að ríkisstjórnin er meö
gengisfellingu uppi erminni."
Svavar Gestsson,
i formaður Alþýðubandalagsins.
„Reykjavik varð tákn vonarinnar
um að kjarnorkuvopn væru ekki ei-
lif og að mannkynið væri ekki
skyldugt að lifa með þetta Damó-
klesarsverð yfir höfði sér."
Gorbachev,
sovétleiðtogi.
„Það er ekki bara hægt að setja
fram kröfur. Hversu réttmætar sem
þær eru, verða fyrirtækin að geta
staðið undir þeim."
Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýðusambands Vestfjarða.
„Það er búið að fara illa með
þetta pláss."
Sigmar Benediktsson
ibúi á Svalbarðseyri.
„Við erum til dæmis margbúnir
að auglýsa eftir smiðum. Nokkrir
hafa hringt til að forvitnast en þeg-
ar þeir heyra hver launin eru hafa
þeir skellt á." Gisli Alfreðsson,
þjóðleikhússtjóri.
90 milljónir fyrsta árið.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Óttars er fjöldi áskrifenda nú um 25
þúsund og borgar hver þeirra 1.250
kr. mánaðarlega i áskriftargjöld.
Samtals eru áskriftartekjur því um
31 milljón króna á mánuði eða 372
milljónir króna á ári. Að mati Jóns
eru áskriftartekjur um 70% heildar-
tekna fyrirtækisins og auglýsinga-
tekjur, sem eru annar helsti tekjulið-
urinn, því um 14 milljónir króna.
Heildarárstekjur Stöðvar 2 eru því,
samkvæmt upplýsingum Jóns Ótt-
ars sjálfs, um 535 milljónir króna.
17% ARÐSEMI?
Til þess að Stöð 2 standi undir 90
milljóna króna fjármagnskostnaði
með 535 milljóna króna tekjur þarf
reksturinn því að gefa af sér 17%
arð, sem hlýtur að teljast mjög
gott. Fyrir 445 miljónir á ári þarf
Stöð 2 að borga um 140 starfsmönn-
um laun, sem gætu numið um 170
milljónum króna, borga húsaleigu á
Krókhálsi 6, kaupa sjónvarpsefni
erlendis, standa að stöðugt aukinni
innlendri dagskrárgerð og borga
rafmagn, síma og hita auk annars
sem til kann að falla, svo sem af-
borganir af rekstrarlánum frá Versl-
unarbankanum hf. að upphæð
u.þ.b. 30 milljónir króna.
GENGISFELLING
Þensla Stöðvar 2 hefur haldist í
hendur við almenna og mikla
þenslu í þjónustugreinum þjóðfé-
lagsins. Og sú þensla er mjög líkleg
til að brjóta á bak aftur eitt helsta
stefnumál ríkisstjórnarinnar, fast
gengi. Gengisfelling er því yfirvof-
andi og það liggur í hlutarins eðli að
það eru alvarleg tíðindi fyrir Stöð 2,
þar sem kaupleigusamningar eru
gengistryggðir. Öll lækkun íslensku
krónunnar gagnvart bandaríkja-
dollar, en við þann gjaldmiðil er
miðað í flestum kaupleigusamning-
um Stöðvar 2, þýðir því beinan og
aukinn fjármagnskostnað fyrirtæk-
isins. Fjármálastjóri Stöðvar 2 viður-
kennir að vissulega kæmi gengis-
felling illa við reksturinn, en segir
jafnframt að við verði brugðist á
hefðbundinn hátt. „Áskriftargjald
okkar mun að sjáifsögðu hækka í
samræmi við aukinn kostnað. Þann-
ig að gengisfelling endar náttúru-
lega á fólkinu í landinu, sem þarf að
borga brúsann, en hún verður okk-
ur ekki að fjörtjóni."
VIÐ HÖFUM SIGRAÐ
„Það er alveg á hreinu að við er-
um komnir yfir erfiðasta hjallann
og reksturinn gengur nú með naum-
indum," sagði Jón Óttar Ragnars-
son, stofnandi og stjórnandi Stöðv-
ar 2, í samtali við Helgarpóstinn.
„En þetta var mjög erfitt í byrjun,
aðallega vegna þess hversu markað-
urinn var lítili. Það þurfti mikla út-
sjónarsemi til að komast yfir hvern
hjalla fyrir sig, en vandinn var
hvorki hlutafé né rekstur, heldur að
fjármagna tækjakaupin. Það var að
mestu gert í gegnum kaupleigu og
auðvitað var það sá möguleiki sem
gerði okkur þetta fært. Og ég held
þær kaupleigur sem við höfum átt
viðskipti við séu ánægðar, því þeir
eru að koma hingað og eru að reyna
að selja okkur meira.
EKKI GAMAN AÐ OF
MIKLUM PENINGUM
Við höfum alltaf reynt að hafa
okkar egg í sem flestum körfum og
þá Iíka gagnvart framleiðendum
sjálfum. Eg tek það fram að kaup-
leigusamningar voru ekki aðeins
gerðir hérlendis, heldur útveguðu
framleiðendur okkur í sumum til-
vikum kaupleigusamninga erlendis,
,,Góður bissness er góður
bissness. Ég legg ekki móralskt
mat á viðskipti.##
Jósafat Arngrímsson, kaupsýslumaður.
„Stjórnin skorar á öll aöildarfélög
sambandsins að hafna umsóknum
um atvinnuleyfi fyrir útlendinga
meðan islenskir atvinnurekendur
neita nýjum kjarasamningum við
islenskt verkafólk."
Úr ályktun Verkamannasambands
fslands.
„Ég komst að þeirri niðurstöðu
að við ættum að hætta eftir eitt
kjörtimabil."
Guðrún Jónsdóttir,
fyrrverandi borgarfulltrúi
Kvennaframboðsins.
„Allar leiðir liggja til Rómar."
Vigdís Finnbogadóttir,
forseti Islands.
„Mjög margur misskiliningur
hefur leiðrést milli Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks. Ég fagna því. Ég
tel að grund vallarstef nur flokkanna
séu mjög skyldar — eihs og í vel-
ferðarmálum. Og aö þeir eigi þess
vegna aö geta unnið saman."
Steingrímur Hermannsson,
utanríkisráðherra.
„Það er algjörlega úr lausu lofti
gripið að ég sé hættur við að bjóða
mig fram til formanns."
Ólafur Ragnar Grímsson,
varabingmaður.
„En jafnvel sú bók sem er merk-
ust bóka er ekki guð. Ekki fremur en
matreiðslubók er matur."
Jónina Michaelsdóttir,
aðstoðarmaður forsætisráðherra.
„Ég styð það að sjálfsögðu að
Vigdís Finnbogadóttir gefi kost á
sér áfram sem forseti landsins."
Svavar Gestsson,
formaður Albýðubandalagsins.
„Sjálfstæðismenn hafa vanist
þvi að forustumenn flokksins gangi
uppréttir og sjálfstæðismenn skilja
ekki hvað mönnum gengur til sem
eru tilbúnir að fórna öllu ef varnar-
liðið er annars vegar."
Haraldur Blóndal,
lögfræðingur.
þannig að áhættan dreifðist bæði
hérlendis og erlendis. Við höfum
dreift þessu eftir framleiðendum og
það er mjög misjafnt hvernig hug-
myndir þeir hafa um hvernig standa
skuli að fjármögnun. Aðalatriðið er
að standa í viðskiptum við sem
flesta framleiðendur, þar sem það
gerir okkur kleift að etja þeim sam-
an til að ná verðinu niður. Nú orðið
fáum við tilboð í allt.
Okkar staða er nú orðin mjög
þægileg. Þetta var alltaf mjög tæpt,
enda ekkert gaman að standa í
þessu með of mikla peninga, þá
sofna menn bara á verðinum.
Rekstrarlega var þetta aldrei í hættu
þó róðurinn hafi verið mjög þungur
á tímabili," sagði Jón Óttar.
SAMKEPPNIN
TVÖFALDAR VERÐIÐ
„Samkeppni okkar og RÚV á
erlendum markaði um efni hefur
orðið báðum aðilum dýr. Þannig
hefur verðið hjá okkur á erlendu
efni nánast tvöfaldast og ég verð að
segja að mér finnst RÚV hafa farið
nokkuð óvarlega að í yfirboðum,
sérstaklega í byrjun. Okkar mótleik-
ur hefur verið sá að sneiða hjá milli-
liðum og hefur það örugglega spar-
að þjóðarbúinu tugi milljóna króna.
í dag erum við komnir með um 25
þúsund áskrifendur og erum að
nálgast 100 þúsund áhorfendur.
Þetta fer langt fram úr þeim vonum
sem við gerðum okkur í upphafi.
Við höfum lagt í aukinn kostnað í
sambandi við dagskrárgerð til að
freista þess að fá áskrifendur hraðar
inn og það hefur skilað sér fyllilega.
Og frá byrjun hefur innan við fimm
áskriftum verið sagt upp.
Þannig að miðað við stöðugt
batnandi dagskrá og fáar kvartanir
erum við mjög bjartsýnir og má
segja að nú getum við farið að slaka
á,“ sagði Jón Ottar Ragnarsson.
„Ég get alls ekki séð að fyrstu
spor þessarar rikisstjórnar með
þáttöku Alþýðuflokksins marki
braut, sem tengist hugsjónum jafn-
aðarstefnunnar."
Þráinn Hallgrimsson,
albýðuflokksmaður,
„Þeir sannfærðu hafa steypt ver-
öldinni í glötun. Vandræði okkar
hljótast af þeim sem efast ekki um
eigin skoðanir og eru tilbúnir að
verja þær með lifi sínu og annarra."
Roman Polanski,
kvikmyndaleikstjóri.
6 HELGARPÓSTURINN