Helgarpósturinn - 08.10.1987, Síða 15
starfar Víðir hins vegar við hugbún-
aðar- og tölvuþjónustufyrirtækið
Kerfi hf, enda búinn að afla sér
þekkingar bæði í starfsþjálfunar-
skólanum og síðar í starfsnámi hjá
/BM-fyrirtækinu. Vinnuna hjá Kerfi
fékk Víðir einmitt í framhaldi af
veru sinni hjá IBM. „Ég varð eigin-
lega hrifinn af tölvunni við fyrstu
sýn,“ sagði hann í viðtali við blaða-
mann HP. „Hún greip mig strax.“
Eftir slysið var Víðir fluttur í Borg-
arspítalann í Reykjavík, þar sem
hann var hinn brattasti þrátt fyrir
mikil meiðsl. Hann var m.a. kominn
með bæði sjónvarpstæki og segul-
band við rúmstokkinn á gjörgæslu-
deildinni! En hann var marinn í
framan, krúnurakaður, með lóð föst
við höfuðið og liggjandi á mjóum
„Hvers vegna má ekki hafa skóla,
þar sem aðgengið er fínt? Hvað
hefði ég að gera t.d. inn í fjölbrauta-
skóla, þar sem allt er keyrt á fullu?
Sumir okkar, sem vorum þarna í
upphafi, höfðu ekki komið í skóla í
mörg herrans ár. Margir voru þar að
auki með hendurnar í algjöru ólagi
og urðu að læra að skrifa upp á nýtt
með sérstökum hjálpargræjum. Við
þurftum sérstaka kennslu og höfð-
um nákvæmlega ekkert að gera inn
í almenna skólakerfið." Raunar
þjálfaði Víðir sig síðar í að skrifa án
hjálpartækja, þó svo hann geti ekk-
ert frekar hreyft fingurna núna en
þegar hann var í skólanum. Starfi
hans fylgja fylgja nefnilega tölu-
verðar skriftir og honum tókst þetta
með hörkunni.
Tveir ungir sjómenn, sem lömuöust
eftir bílslys, segja frá því hvernig
þeir ventu sínu kvœöi í kross og
helguöu sig tölvutœkninni
bekk, svo lífið eftir bílslysið hefur
sannarlega ekki verið dans á rósum.
Víðir yppti hins vegar öxium og
sagði: „Maður varð eiginlega strax
samdauna þessu."
Núna býr Víðir í einu herbergi í
Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún, um-
kringdur nýjustu tækni. Þarna var
t.d. bæði tölva, sjónvarp, afruglari,
kassettu- og myndbandstæki. Víðir
ætlar síðar meir að flytja úr Hátún-
inu, en hann taldi þó ómetanlegt að
húsnæði af þessu tagi stæði fólki til
boða sem eins konar stökkpallur út
í lífið.
1 samtali við Helgarpóstinn sagð-
ist Víðir mæla eindregið með skóla
fatlaðra, hvort heldur væri sem und-
irbúningi undir hið almenna skóla-
kerfi eða vinnumarkaðinn. ÞorJeif-
ur Kristmundsson hafði einmitt
svarað á sömu lund, þegar blaða-
maður spurði hann hvort rétt væri
að einangra fatlaða í skólakerfinu á
þennan hátt:
Nú hefur námsgreinum við skól-
ann verið fjölgað, en þegar Þorleifur
og Víðir voru þar við nám voru
kennslugreinarnar sex; íslenska,
enska, stærðfræði, bókfærsla, tölvu-
fræði og hagfræði. Upphaflega
unnu kennararnir kauplaust og
þakklæti fyrrverandi nemenda í
þeirra garð var augljóslega ómælt.
Þorleifur hafði verið atvinnulaus í
átta ár áður en hann lauk námi frá
þjálfunarskólanum, þó hann hefði
ítrekað sótt um vinnu. „Það var eins
og að ganga ... ég meina keyra ...
á lokaðar dyr að sækja um starf á
þessum tíma,“ segir hann. Að nám-
inu loknu gekk honum hins vegar
greiðlega að fá starf við sitt hæfi,
enda búinn að fá þjálfun í tölvufræð-
um og öðru, sem eftirsótt þykir á
vinnumarkaðnum. Sjómaðurinn
var sem sagt orðinn sérhæfður
skrifstofumaður og hafði þar með
ákveðna hæfni og þekkingu, sem
Víðir Þorsteinsson: „Tölvan greip mig strax."
hentaði manni með skerta líkam-
lega burði.
Þó Þorleifur sé nú í góðu starfi og
allt virðist leika í lyndi, miðað við
aðstæður, er ekki þar með sagt að
þetta hafi allt gerst átakalaust. Hann
reynir hins vegar greinilega að velta
sér ekki upp úr fortíðinni og því,
sem óumbreytanlegt er: „Ég man
hreinlega ekki hvernig mér leið,
þegar mér var upphaflega sagt að
ég væri lamaður. Eiginlega trúði
maður þessu aldrei, fyrr en komið
var á Grensásdeildina. En fyrstu
ferðirnar út í heiminn voru hrika-
lega erfiðar, skal ég segja þér.
Við þessar aðstæður er ákaflega
mikilvægt að halda sér opnum og
loka sig alls ekki af frá öðru fólki. Ég
reyndi að gera þetta eftir fremsta
megni. Aðeins fjórum mánuðum
eftir slysið fór ég meira að segja
vestur í jólafrí. Þar ætlaði ég m.a. á
ball, en var ekki hleypt inn í sam-
komuhúsið. Það varð líka blaðamál
á sínum tíma.
Verra var hins vegar að horfa á
bátana í höfninni. Þá leið mér hrylli-
lega illa. Lengi vel átti ég líka bágt
með að fara í bíltúr út á Granda. Það
togar í mann að sjá skipin. Núna hef
ég ekki komið á skipsfjöl í tíu ár og
ég efast um að ég fengi nokkuð út úr
því að fara t.d. með Akraborginni.
Ég fengi ekki réttu tilfinninguna."
Þessar kenndir í tengslum við sjóinn
talaði Víðir Þorsteinsson líka um,
enda víst ekki ofsögum sagt af að-
dráttarafli hafsins.
Þrátt fyrir þetta sagðist Þorleifur
ekki vera bitur á þessari stundu. Sú
kennd hvarf, þegar hann kynntist
konunni, sem nú er lífsförunautur
hans. „Það skiptir öllu máli að eiga
góða að og hafa vinnu," sagði hann
með áherslu, en bætti síðan við að
sjálfur væri hann farinn að vinna í
mínus. Með því átti Þorleifur við
það, að fjárhagslega kæmi hann bet-
ur út með því að lifa á tryggingabót-
um og lífeyrisgreiðslum. Hann sýndi
mér fram á þetta með tölum og
reyndist niðurstaðan sú, að hann
hefði tveimur þúsundum meira upp
úr því að liggja heima í sófa en drífa
sig daglega á fætur klukkan sex og
sækja vinnu.
wm
ÍSLANDS
27644 box 1464 121 Reykjavík
Handmenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1250 Islending-
um bæöi heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá
okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift
- fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í
bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir
okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka.
Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt
hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu
skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða
hringdu I síma 27644 núna strax, símsvari tekur við
pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið-
anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt,
hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hór er
tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra teiknun
og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú
getur þetta líka.
ÉG 'ÓSKA EFTIR AD FA SENT KVNNINOARftlT
HMÍ MER AD KOSTNADARLAUSU
1 1
^^HEIMILISF.
bíleic l/p BODD ÚDÝR TREFJAPLAST AR GERÐIR BfLA, STAI BILPLAST Vkgnhoföa 19, •Iml 6M233. PóstMndum. iENDUR fgá ÍHLUTIR! ^ BRETTI O.FL. Á FLEST- ÁSETNING FÆST Á )NUM. Ódýrir srurtubotnar. Tökum að okkur tmfjaplastvinnu. VWjW Wwiakt.
KÉR^SIASE
FRÁ L’ORÉAL PARÍS
ATT ÞU í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ,
LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU-
MEISTARANUM.
SPURÐU HANN UM KERASTASE.
FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM.
HELGARPÓSTURINN 15