Helgarpósturinn - 08.10.1987, Síða 28
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR
z'.
annan að hann sé „kvennagull" eða
„kvennamaður" má oft greina
dulitla öfund eða a.m.k. virðingu í
rómnum. Noti konur sömu orð get-
ur hins vegar brugðið fyrir hneyksl-
an eða fyrirlitningu, þó ef til vill sé
grunnt á kitlandi spennu ef vel er að
gáð. Eða hvað?
SKEMMTILEGIR
SKÚRKAR
Þær konur, sem blaðamaður
spurði álits á svokölluðum kvenna-
bósum, voru ótrúlega samdóma.
Þegar skoðanir þeirra hafa verið
hnoðaðar saman í eina formúlu
hljóðar hún í þessa veru: Alræmd-
um kvennamönnum tekur maður
með mikilli varúð, a.m.k. í fyrstu.
Hætt er við að þeir séu einungis að
bæta einni konunni enn í safnið.
Margir þeirra hafa líka svo ofvaxið
sjálfsálit að það er hreinlega ekki
hægt að vera nálægt þeim lengur en
í örfáar mínútur.
Sumir kvensamir menn eru hins
vegar ljómandi skemmtilegur fé-
lagsskapur, með megináherslu á
orðið „skemmtilegur“. Þegar sú teg-
und verður á vegi manns (þ.e.a.s.
koriu) fjúka stundum út í veður og
vind allar fyrri áætlanir um að snúa
hann af sér. Það gleymist þá oft fljótt
hvað náunginn er „alræmdur", enda
uppgötvar konan skyndilega hvað
það var, sem allar hinar stelpurnar
sáu við hann. Létt og skemmtileg
lund býr líka yfir þeim yfirnáttúru-
Iega mætti að geta breitt allsnarlega
yfir hrukkur, skalla, háan aldur,
líkamslýti og annað, sem sam-
kvæmt Iögmálum yfirborðs-
mennskunnar þykir ekki heppilegt
til árangurs í ástamálum.
GULL- OG TÖFRATYPPI
Konurnar, sem ræddu við blaða-
mann HP, töldu orðróm um mikla
bólfimi ákveðinna karlmanna ails
ekki geta haft nokkur áhrif á sig.
Þær þekktu hins vegar flestar dæmi
um aörar konur, sem féllu fyrir svo-
leiðis! Einhverja rullu spilar þessi
hlið mála þó, því viðurnefni eins og
„gulltyppi" og „töfratyppi", sem
Hvad finnst konum um
KVENNABOSA
Það er með ólíkindum hvað sumir menn heilla konur
meira en aðrir. Stundum eru þetta sérlega myndarlegir
karlar, háir og herðabreiðir, vöðvastæltir og vaskir.
Kvennagull eru þó alls ekki undantekningarlaust mikið
augnayndi. Fagurt útlit er nefnilega síður en svo gull-
trygging fyrir kvenhylli... Þótt það saki kannski ekki!
Nóg er til af orðunum yfir karl-
menn, sem gera það gott í kvenna-
málum. Sagt er að þeir séu kvenna-
bósar, flagarar, tælarar, kvenhollir,
upp á kvenhöndina, kvenelskir,
kvensamir, kvensælir, kvenskir,
kvennamenn, kvennagull, kven-
loddar og kvensnatar, svo eitthvað
sé nefnt. Einnig eru þeir stundum
kenndir við Don Juan, Casanova,
Valentino og fleiri. En hafa þessi orð
jákvæða merkingu eða neikvæða?
Eflaust er slíkt mat afar persónu-
bundið, en það fer líka töluvert eftir
því hvort það er notað af karli eða
konu. Þegar karlmaður segir um
rf • f ■
Við hjá Lumex gerum
fleira en að selja listræn-
an Ijósabúnað, kaupun-
um fylgir fagleg ráðgjöf
um val og uppsetningu á
réttri lýsingu. Gerðu kröf-
ur og leitaðu til Lúmex.
VERSLUN-RAFVORUR-TEIKNISTOFA
f-:W, ... 'm
, V;-:
Wé
Swumúlal2-simi91-688388-108Reykjavík
28 HELGARPÓSTURINN