Helgarpósturinn - 08.10.1987, Qupperneq 29
nefnd voru til sögunnar, festast ef-
laust ekki við menn að tilefnislausu.
Aðdráttarafl slíkra uppnefna, ef það
hefur á annað borð einhvern tím-
ann verið til staðar, hlýtur líka að
minnka ört á tímum alnæmisplág-
unnar.
En þó frásagnir af kynlífsafrekum
kvennabósa hafi ef til vill ekki úr-
slitaáhrif á hið svonefnda veikara
kyn, er ekki þar með sagt að töfrar
karlanna liggi eingöngu í jafn-
óáþreifanlegum eiginleika og léttri
lund. Veraldlegri hlutir hafa óneit-
anlega einnig áhrif, eins og mýmörg
dæmi sanna. Þrjú atriði virðast t.d.
hafa fleytt mörgum flagaranum
langt: Völd, peningar og frægð. Við-
mælendur okkar tóku þó ákveðið
fram, eins og varðandi bólfimina, að
þær hefðu persónulega aldrei séð
sjarmann við svona nokkuð. Allar
höfðu konurnar þó grun um að sum-
ar kynsystur þeirra gætu verið gin-
keyptar fyrir karlmönnum, sem
annaðhvort væru valdamiklir, ríkir
eða frægir. Hvað þá þeim, sem gætu
státað af þessu öllu!
FÉ í STAÐ FEGURÐAR
Völd, peningar og frægð fara oft
saman og virðast afar kynæsandi
blanda, a.m.k. ef viökomandi hefur
snefil af áhuga á að nýta sér slíkt.
Símon heitinn Spies var einn þeirra,
sem alltaf höfðu úr hirð kvenna
að velja, þó svo hann hafi ekki bein-
línis verið fjallmyndarlegur útlits.
Hann var hins vegar moldríkur og
frægur í sínu heimalandi, og víðar.
En hver veit — kannski var karlinn
hann Spies með skemmtlegri mönn-
um og sjarmeraði smástelpurnar
alveg upp úr skónum?
Þekktir rokktónlistarmenn hafa
líka margir hverjir skipt um föngu-
lega förunauta eins og aðrir skipta
um sokka. Það sama er að segja um
kunna kvikmyndaleikara, stjórn-
Útlit og aldur hafa minna aö segja varöandi árangur kvensamra
manna en kímnigáfa og skemmtilegheit. Peningar, frœgd og völd mega
fylgja.
málamenn, iðnjöfra og aðra slíka.
Olíklegt er að auðugir, frægir og
valdamiklir kvennabósar séu allir
hressir og skemmtilegir brandara-
karlar. Þess vegna má gera ráð fyrir
að hægt sé, a.m.k. í sérstökum til-
vikum, að kaupa sér hreinlega
kvenhylli. Auralausir og óþekktir
kvennamenn geta hins vegar eftir
sem áður huggaö sig við það, að all-
ir viðmælendur HP töldu skopskyn,
hressleika og riddaramennsku það
eina, sem fengið gæti þær til að líta
stimamjúka atvinnutælara hýru
auga.
Kjwbók Landsbankans-Góð bók
lyrir bjarta framtlð i
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
HELGARPÓSTURINN 29