Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 34
Á SEGLBRETTUM
Þá er vetur konurigur alvarlega
genginn í gard — þad er heldur kalt
og hráslagalegt útivid. Viö slíkar ad-
stæður skrída sumaríþróttamenn í
hýöi og láta ekki á sér krœla. Þeir
síöustu héldu íslandsmót sitt um
helgina sem leiö í roki og rigningu
og varö ekki meint af. Reyndar er
þessi íþrótt stunduö nánast allt áriö
um kring af þeim allra höröustu en
aö sumarlagi af þorra þeirra er
hana stunda. íslandsmótiö á segl-
brettum fór sem sagt fram um síö-
ustu helgi.
ÞRÍFAST Á VINDI
Seglbrettaíþróttin er ein af hinum
ungu íþróttum á íslandi ásamt t.d.
keilu og pílukasti. Hún á sér reyndar
orðið þó nokkra fylgifiska, en kepp-
endur á íslandsmótinu voru þó að-
eins um 8—9. Reyndar var vindur
allnokkur og sennilega hafa ein-
hverjir helst úr lestinni við það eitt
að líta út að morgni laugardags eða
sunnudags. Þarna voru þeir hörðu
semsagt mættir í sínum blautbún-
ingum með eins konar „blautlamb-
húshettur" og með „krókbleyju"
um sig miðja til að hanga í seglinu.
Ólgandi Atlantshafið var vettvang-
ur keppninnar sem fólgst í að sigla í
8 á milli tveggja bauja. Það verð ég
að segja þessum ungu mönnum til
hróss að þér létu konungana Kára
og Ægi ekkert á sig fá heldur börð-
ust hetjulega við að hanga í seglun-
um, sem voru af minni gerðinni í
þessu veðri. Þarna skutust þeir
áfram og stukku tignarlega þegar
við átti á öldutoppunum en hurfu
nánast þess á milli i öldudölunum.
Eins og frímerki á illvígu hafinu
skutust þessi litskrúðugu segl eftir
vatninu og fannst manni sem þau
gætu færst á bólakaf við næsta öldu-
hramm.
Dálítið aðrar aðstæður sem okkar
siglarar búa við en kollegar þeirra í
Suðurhöfum. Á Hawaii og Mallorka
fleyta menn litadýrðinni um á stutt-
buxum einum saman og þar er ald-
an heit, stór og hrein. Við Islending-
ar erum þó hörkuþjóð og höfum í
aldaraðir mætt hrammi Atlantshafs-
ins með hugprýði og seiglu. Reynd-
ar oftar náð að nýta okkur eigin-
leika úthafsins en að víkja fyrir ógn-
um þess. Sennilega hafa litskrúðug-
ar myndir í imbakassanum ruglað
okkur svolítið í ríminu við að til-
einka okkur seglbrettaíþróttina og
menn haldið að líf og litir dygðu til
að sigrast á Ægi konungi. Svo er þó
ekki, heldur þarf bæði kjark og þor
sem við íslendingar eigum nóg af.
Það sannaðist hjá seglbrettaköpp-
unum á íslandsmóti þeirra um síð-
ustu helgi og víst er að þeir eiga eftir
að ógna Ægi í stærri hóp en þá.
AÐRIR VÍKINGAR
Af öðrum víkingum af íslensku
bergi er auðvitað rétt að nefna
strandhögg þau er handknattleiks-
lið Víkinga og Stjörnunnar hjuggu á
Bretlandseyjum. Risasigrar á eyja-
skeggjum urðu til þess að einhver
varpaði fram þeirri spurningu hvort
þessi lið frá enskum hefðu nokkuð
að gera í Evrópukeppni í handknatt-
leik. Skemmtileg spurning sem
svara má með spurningunni: Hafa
íslensk lið nokkuð að gera í Evrópu-
keppni i knattspyrnu? Frammistaða
Vals og Skagamanna í haust segir já
en Frammarar draga þó seiminn í
þessu jái. í fyrra þurftu öll íslensku
liðin, reyndar þau sömu og þetta ár-
ið, að draga meira en seiminn í já-
inu. Þá varð rassskellingin algjör
eins og hjá Bretunum í handknatt-
leiknum.
HVÍLÍK ÖRLÖG
Handknattleiksvertíðin hófst í síð-
ustu viku fyrir alvöru en þá voru
reyndar tvö íslensk lið búin að
tryggja sér sæti í annarri umferð
Evrópukeppninnar en hið þriðja var
skammað í Danaveldi og komst ekki
áfram. íslandsmótið hófst með
nokkrum spenningi þar sem nú
voru mættir til leiks þrír af atvinnu-
mönnunum okkar og vitað að bar-
áttan kæmi til með að verða gífur-
leg í fyrstu umferð eins og reyndar
er reiknað með fram í þá síðustu.
Aðalleikurinn var á milli Fram og
Vals þar sem aðrir leikir voru eftir
bókinni nema að þeir rassskelitu
steinlágu fyrir KR-ingum, sem aldrei
áður hafa verið í þeim sporum að
búast ekki við neinu af sínum liðum.
Af atvinnumönnunum er það
skemmst að segja að Einar Þorvarð-
arson stóð fyrir sínu þó nokkuð hafi
hann vantað upp á getu kollega síns
Kristjáns í marki Víkinga. Sigurður
Gunnarsson átti náðugan leik gegn
ÍR-ingum undir stjórn þjálfarans,
ieikmannsins, gjaldkerans, fram-
kvæmdastjórans og Guð má vita
hvers Guðmundar Þórðarsonar. Atli
Hilmarsson meiddist illa í viðureign
Fram og Vals og á ekki af þeim blá-
klæddu að ganga. Er virkilega hægt
að leggja slíkt á eitt lið? Er þetta
virkilegt. Hvílík hörmung. Eru guð-
irnir svona vondir. Það er ótrúlegt
að þetta lið skuli geta spilað hand-
knattleik eftir að máttarvöldin hafa
leikið það svona grátt. Það er nán-
ast yfirnáttúrulegt hvernig þeir blá-
klæddu ætla að ná sér eftir svona
atvik og önnur lík. Verður ekki að
leggja handknattleikinn niður hjá
Fram? Ef marka má rauða blaðið
með bláu íþróttaopnunni er ekki
hægt að leggja meiri þjáningar á
nokkurn hóp. Jafnvel gyðingar
sluppu vel í seinni heimsstyrjöld-
inni. Svo alvarlegt er ástandið að
ástæða þótti til að ræða alvarlega
við einn leikmann liðsins, mark-
vörðinn, eftir að hann hafði varið
víti í leiknum. Varði Kristján Sig-
mundsson ekki fjögur?
Fyrir utan þessi ragnarök hjá
þeim blákiæddu virtist sem leik-
menn iiða í íslandsmótinu kæmu
vel undirbúnir til leiks. Óvæntu úr-
slitin voru í Kópavogi en víst er að
Blikarnir eiga eftir að ná sér betur á
strik þegar þeir jafna sig í rasskinn-
unum eftir Danmerkurförina. Að
mínu viti verða Víkingar sigurveg-
arar þessa móts. Þeir spila kerfis-
bundinn handknattleik með snjalla
menn í hverri stöðu á meðan t.d.
Valsmenn eiga mest undir einstakl-
ingsframtakinu og eru viðkvæmari
eins og sást í viðureigninni við
Fram. Frammarar áttu möguleika í
mótinu en hörmungar sem dunið
hafa á því liði eiga engan sinn líka.
FH, Stjarnan og Blikar verða líka í
slagnum ef að líkum lætur en þó
nær enginn Víkingunum.
Þetta mót verður eflaust mikið
fjölmiðlamót. Stöð 2 ætiar að vera
með tvo þætti í viku um handknatt-
leikinn og búast má við að Gufan
sýni leiki í heild sinni til að þurfa
ekki að vera með fjölbreyttan þátt á
laugardögum. Nú ef ekki verður um
heilan handknattleiksleik að ræða á
laugardögum þá má alltaf grípa í
gamla golf-sjóðinn, sem talað var
inn á í vor, svo og skautasýningar frá
Brondby-höllinni. Morgunblaðið gaf
út veglegan ,,kálf“ um íslandsmótið
og rauða blaðið með bláu sportsíð-
unni hefur verið með úttekt á hand-
knattleiknum svona rétt fyrir mót.
Þá var fjölmörgum síðum eytt undir
íslandsmótið daginn eftir að það
hófst og víst er að þær eiga eftir að
verða ófáar síðurnar sem fjalla um
handknattleik á þessum vetri. Má
búast við að aðrar íþróttagreinar
eigi undir högg að sækja á síðum
blaðanna og ekki verða allir ánægð-
ir. Miðað við það framboð sem þó er
af íþróttum í ljósvökum og á prenti
ættu „sportídjótar" þó ekki að þurfa
að kvíða vetrinum.
Tueir af okkar bestu
seglbrettamönnum
etja kappi uid Ægi
konung og huor uid
STJÖRNUSPÁ
HELGINA 9.-11. OKTÖBER
ITURINN 121 /3—20/41
Einhvers misskilnings gætir í peninga-
málum á föstudag og þú ættir aö fara afar
varlega í þær sakir. Maki eöa ástvinur tekur
af skarið á laugardag, ef til vill í tengslum viö
útiveru eða samkvæmislíf. Faröu ekki óvar-
lega með tíma þinn og orku á sunnudag.
Veikindi annarra gætu sett strik í reikninginn
varðandi áætlanir um helgina.
NAUTIÐ(21/4-21/51
Þú munt hafa mikiö aö gera á næstu vik-
um og þær ráöa úrslitum varðandi vel-
gengni þína i starfi. Horfurnar eru fremur já-
kvæðar, en þú verður aö losa þig úr sam-
starfi við ótrausta eöa ósamvinnuþýða að-
ila. Hugaðu að framtíðaráformunum, en
mikið veltur á hlutum, sem koma í Ijós eftir
23. október. Settu markið hátt.
TVÍBURARNIR (22/5-21/61
Haltu samningaviðræðum áfram og
sýndu öðrum fram á að þér er treystandi.
Hættu að hafa áhyggjur af viðbrögðum ást-
vina og ættingja. Lífið framundan er mun
meira spennandi en það hefur verið undan-
farið og nú er tíminn til að huga að heilsufari
og hollustu, sem þú hefur vanrækt á ný-
loknu erfiðleikatímabili.
KRABBINN (22/6—20/7]
Reyndu ekki að blánda saman rómantík
og vináttu. Þú gætir átt í erfiðleikum, sem
tengjast barni eða unglingi, en lykillinn að
því er að koma í veg fyrir samskiptaörðug-
leika. Þessi helgi hentar til einveru og þú
ættir ekki að láta undan kröfum annarra.
Vertu hlýlega klæddur á sunnudag, svo þú
ofkælist ekki.
LJÓNIÐ (21/7-23/81
Þú hefur ákveðnum skyldum að gegna og
þarft að axla töluverða ábyrgð. Áhersla er á
fjölskyldulíf og eignir og þú ættir að athuga
hvort þú getur tekið á þig frekari byrðar. Ekki
tefja tímann, heldur taktu af skarið og sann-
aðu stjórnunarhæfileika þína.
k
Innst inni veistu að breytingar verða að
eiga sér stað í einkalífi þínu. Vertu fyrri til og
lýstu þig reiðubúinn, þvi ekkert er til bjargar.
Þú hefur eflaust aldrei verið jafnóviss í þinni
sök og nú, jafnvel varðandi eigin tilfinningar,
en komdu a.m.k. fjármálunum á hreint.
ITITFnTIiWggWr!——
Fjármál, sérstaklega er þau snerta aðra en
sjálfan þig, valda þér erfiðleikum þessa dag-
ana og minna verður úr að spila en þú vildir.
Sýndu ákveðni og gerðu það sem samvisk-
an býður þér. Sunnudagurinn gæti orðið erf-
iður vegna máls, sem kemur upp innan fjöl-
skyldunnar.
SPORÐPREKINN (23/10—22/11
Öll samvinna gengur vel á föstudag, en þú
ættir ekki að standa einn að neinu verkefni.
Vertu jákvæðari og láttu það sjást á þér. Ekki
brydda upp á viðkvæmum málum við. ást-
vini þína á sunnudag og deilur um peninga-
mál eru tilgangslausar.
BOGMAÐURINN (23/11-21/12]
Nú þarftu að gera grein fyrir fyrri hegðun
þinni, en upp frá þessu verður þú líka hrein-
skiptnari einstaklingur. Gakktu úr skugga
um hverjir standa með þér og breyttu ekki
gömlum áætlunum, þó mótrökin hljómi
sannfærandi. Taktu enga áhættu í fjármál-
um.
EnnEMHMEsmwMm
Föstudagurinn gæti verið betri, því ýmiss
misskilningur er á ferðinni og þú ættir að
sýna fyllstu aðgát á öllum sviðum. Þetta
breytist hins vegar til batnaðar strax á laug-
ardag. Þér hættir til að færast of mikið í fang
á sunnudag og það leiðir til ofþreytu.
r n 11 irin'irrrtwnM
Þú ert á einhverju flakki, eða a.m.k. að ráð-
gera slíkt. Eftir 23. október byrjar nýtt tíma-
bil i lífi þínu og þú mátt ekki láta neitt halda
aftur af þér. En þú verður líka að taka af skar-
ið og hætta að vernda aðra. Það er mun
bjartara framundan en verið hefur að und-
anförnu.
FISKARNIR (20/2-20/3;
Láttu engan standa í vegi fyrir því að þú
náir eins langt og hægt er í vinnunni. Það
verður nægur tími síðar til að takast á við til-
finningaflækjur og fjármálavanda. Mikið
hefur gerst að undanförnu, en þú hefur þó
ekki verið fullkomlega ánægður. Nú skaltu
treysta eigin hæfileikum og flýta þér að
ganga vandlega frá öllum hnútum.
34 HELGARPÓSTURINN