Helgarpósturinn - 21.04.1988, Page 26

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Page 26
STYTTUR BÆJARINS Þœr standa þarna og geta ekki annað. Þegar snjóa leysir og sól hækkar á lofti... strand. í ein- um texta Spilverksins, blessuð sé minning þess, segir um styttur: „Þeir gengu inn Miklubraut og hittu Einar Ben. Skáldið er alltaf í frakkanum aðhnepptum, hnésíðum. Einar er ein af styttum bæjarins sem enginn nennir að horfa á, grey stytturnar, aleinar, á stöllunum... og sumar allsberar...“ Þeir sem komið hafa til Ísraelsrík- is hafa yfirleitt orð á því hversu umhverfi manna er þar hlaðið alls kyns listaverkum. Ekkert virðist fólki eðlilegra en ganga fram á skúlptúr eða brjóstmynd á leið í bió eða búðir. Gráklæddi töskukallinn á krussi milli bankastofnana gengur einn daginn á rauða súlu og fær kúlu á höfuðið en ákveður viku síð- ar að fá sér jakka í öðrum lit. Lista- verk tala til fólks. I samanburði við Israelsríki er ís- lenskt umhverfi frekar fátækt af listaverkum. Hér hefur byggð þanist yfir hæðir á meðan flestöll listaverk hafa eins og orðið eftir í miðbæjar- kvosinni. Einu sinni var tveimur prósentum byggingarkostnaðar opinberra bygginga varið til lista- verkakaupa, nú er það fé notað í annað. Útgangsspurningin er auð- vitað sú hvort við viljum hafa lista- verk í kringum okkur og önnur til hvers slíkt sé. Mér finnst a.m.k. þeir göngutúrar skemmtilegir þegar maður rekst á listaverk eða tvö. Maður getur montað sig af því að þekkja höfundinn, skoðað svip- brigði brjóstmyndanna eða spáð í hvað skúlptúrinn sé fyrir nokkuð Næring og yndi í senn. Gunnar Kvaran listfræðingur er forstöðumaður Kjarvalsstaða og list- ráðunautur listasafna Reykjavíkur- borgar: „í samræmi við þenslu hef- ur lítið verið sett upp af listaverkum íslandsmerkið eftir Sigurjón Ólafs- son. Hjá Hagatorgi. Úr alogum eftir Einar Jónsson. í Tjarnargarði. á síðustu árum og áratugum. í borg- arstjóratíð Geirs Hallgrímssonar var þónokkuð keypt af listaverkum. Þá voru til dæmis keypt og sett upp verk sem Asmundur Sveinsson hafði gert þrjátíu árum áður, en ekki hans nýjustu verk á þeim tíma. Þetta er svolítið skemmtilegt. í dag eigum við góða myndhöggvara eins og Sig- urð Guðmundsson, ívar Valgarðs- son og Brynhildi Þorgeirsdóttur, sem öll hafa sýnt erlendis og vakið mikla athygli, en eiga ekki ennþá verk hér á almannafæri. Það er svo- lítið einkennilegt með nýju hverfin í Reykjavík, þar sjást varla listaverk. I öllu Breiðholtinu er til dæmis ein mynd og reyndar er sáralítið af verkum í austurbænum." — Er einhver stefna varðandi uppsetningu listaverka í Reykjavík í nánustu framtíð? „Það er erfitt að tala um fastmót- aða stefnu í þessu tilliti, þetta er ekk- ert stærðfræðilegt dæmi. Það er frekar hægt að tala um ákveðinn vilja hjá listasöfnum og borgaryfir- völdum. Á síðustu tveimur þremur árum hefur verið keypt minna af höggmyndum en áður. Þetta mætti leiðrétta. Það má líka hleypa yngri listamönnum inn á torgin. Svo er annað að oft er litið á staðsetningu listaverka á almannafæri sem eitt- hvert eilífðarmál. Auðvitað á að vera hægt að færa og flytja til högg- myndir, rétt eins og málverk inn- anhúss og aðra hluti.“ í Reykjavík eru innan við 80 högg- myndir á almannafæri. Það er eng- inn gífurlegur fjöldi. Auðvitað hefur þetta nokkuð með fjármagn að gera, en fyrst og fremst er þetta spurning um vilja og viðhorf til list- arinnar. Viljum við að listin sé þátt- takandi í lífi okkar, viljum við gera umhverfi okkar aðlaðandi og frjórra með hugverkum listamanna? Stein- steypuumhverfi þarf á upplyftingu að halda. Til fróðleiks má bæta við að elsta höggmynd í Reykjavík er styttan Thorualdsen og listagydjan eftir Bertel Thorvaldsen, staðsett í Tjarnargarðinum. Hún stóð frá síð- ustu öld og fram á þessa á miðjum Austurvelli, afgirt eins og myndir sýna og frekar montin með sig. Sú höggmynd sem skemmstan tíma hefur staðið á opinberum stalli í Reykjavík er verk Einars Jónssonar Ur álögum, sem sett var upp í Tjarn- argarði á síðasta ári. Hvar er annars Berlínarbjörninn? Er hann hættur í leiknum? ROKKIÐ ER SVEITT Það er endalaust fjör í rokkinu. Þannig hefur þad alltaf verid. Jafn- vel þó rokkararnir séu margir hverj- ir komnir á afaaldurinn, ordnir gráskeggjadir og hreyfingarnar stirdlegar. Kannski sorglegt dœmi um unglingauppreisn sem verdur ad einhverju allt ödru þegar slíkt gerist. Hins vegar er þessu ekki fyrir ad fara hjá hljómsveitinni Sídan skein sól. Sem œtlar að skína á sum- ardaginn fyrsta í Lœkjartungli. Hljómsveitina skipa Eyjólfur Jó- hannsson gítar, Jakob Magnússon bassi og Ingólfur Sigurðsson tromm- ur. Og svo auðvitað söngvarinn og textahöfundurinn Helgi Björnsson. Hann er talsmaður sveitarinnar: „Það er alltaf erfitt að lýsa sinni eigin músík. Ég held að hún sé samt svipuð og hún hefur verið... samt einhvern veginn öðruvísi. Hvert lag hefur sín sérkenni en auðvitað er þetta byggt á sömu grunnelement- unum.“ — Þið hafið verið að taka upp efni. Á að gefa út sumarpopps-plötu? „Nei, en ef fólk hallar aðeins und- ir flatt á það að geta trallað með þessu sem við erum að gera. Við tökum þetta aðeins meira út frá mjaðmahnykknum, fókuserum á þetta „centrum" líkamans, milli mag- ans og ja — hvað er það nú aftur." — Þú heldur þig við erótíkina í textagerðinni? „Já, hún liggur alltaf nærri yfir- borðinu. Núna erum við t.d. með lag sem heitir Blautar varir. En svona er rokkið. Það er stöðugt verið að „flörtá' við sex og hita. Annars kemur textinn oftast út frá laginu, ef stemmningin er heit og sveitt í lag- inu kallar það á viðlíka texta." — Víkjum aðeins að tónleikunum á fimmtudagskvöldið. Þetta er í fyrsta skipti sem þið komið fram um Ianga hríð er ekki svo? „Ja, við höfum verið að spila í fé- lagsmiðstöðvunum, farið hring í þeim, en það má segja að þetta séu fyrstu opinberu tónleikarnir í tvo mánuði. Við ætlum að láta skína sól á sumardaginn fyrsta, loksins..." FÞ Björgun eftirÁsmund Sveinsson. Við Ægisíðu. KK RUNNI Me.r uía.t'í i Aup / Ja rr) — Áasidi ^ 0.4/y /ý s iny a.r ar/r) q, /a. r á cf u ncy t/ s/ni . .

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.