Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 44
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Donald M. Feeney strauk ásamt öðrum fanga frá Litla-Hrauni í fyrrinótt Handteknir á flugvellinum í Ejgum á leið til Færeyja TVEIR fangar, Bandarikjamaðurinn Donald M. Feeney, 40 ára, og Jón Gestur Ólafsson, 24 ára, sem struku frá fangelsinu að Litla- Hrauni í fyrrinótt, voru handteknir klukkan tæplega níu í gærmorg- un í flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Þeir voru þá nýkomnir til Eyja í hópi um 100 erlendra ferðamanna með vélum frá íslandsflugi og höfðu tekið vélina á leigu til að fljúga með sig áfram til Færeyja. Feeney hafði greitt fyrir vélina í reiðufé með Bandaríkjadölum, að sögn Katrínar Gunnarsdóttur, starfsmanns Islandsflugs í Reykjavík, og sögðust þeir vera að missa af togará þar. Feeney var með úttroð- ið veski af dollaraseðlum þegar hann var handtekinn, að sögn Ingu ernódusdóttur, starfsmanns á flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Donald M. Feeney var dæmdur annars barnsins, James Brian Gray- í fyrravor í tveggja ára fangelsi af son. Brottnámið var skipulagt af Hæstarétti íslands fyrir að hafa fyrirtæki Feeneys og eiginkonu numið tvær dætur Ernu Eyjólfs- hans, CTU, en það hefur sérhæft dóttur á brott að undirlagi föður sig sem kunnugt er í aðgerðum af þessu tagi. „Hvað segirðu, strauk úr fangelsinu?" sagði Judy Feeney, þegar Morgunblað- ið hringdi í hana í gærmorgun. Hún kvaðst ekkert hafa vitað um áform né ferðir manns síns og sagði að sér væri brugðið að frétta af flóttanum og handtökunni. Spenntu upp lás Jón Gestur Ólafsson er 24 ára og var í síðasta mánuði dæmdur í 4 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir nauðgun og auðgunar- brot. Hann á að baki tvo aðra refsi- dóma fyrir ofbeldisbrot. Að sögn Gústafs Lilliendahls, forstjóra fangelsisins að Litla- Hrauni, er ekki vitað hvenær nætur mennimir brutust út úr fangelsinu. Þeir sprengdu upp lás á rimlum fyrir útgöngudyrum og komust þannig út. Komið var með mennina til Reykjavíkur með flugvél Flug- leiða upp úr hádegi í gær og þeir fluttir í Síðumúlafangelsið. Feeney svaraði ekki spumingum frétta- manna sem vom á Reykjavíkurflug- velli og virtist brugðið við þá stefnu sem atburðarásin hafði tekið. Sjá einnig: „Með veski ..á bls. 5 úttroðið Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Handteknir í Eyjum STROKUFANGARNIR Donald M. Feeney og Jón Gestur Ólafsson voru handteknir á flugstöðinni í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Myndin var tekin þegar lögregla í Eyjum fylgir Feeney úr lögreglubíl um borð í flugvélina sem færði hann aftur til Reykjavikur. Fyrir- skipaði sérstaka gæslu - segir fangels- ismálsastjóri HARALDUR Johannessen, for- stjóri Fangelsismálastofnunar, segir að stofnunin hafi fyrr á þessu ári haft grun um að hætta væri á stroki Donalds M. Feeneys. „í apríl síðastliðn- um fékk forstjóri fangelsisins að Litla Hrauni bréfleg fyrir- mæli í kjölfar munnlegra við- ræðna um að gera þyrfti allar þær ráðstafanir sem nauðsyn- legar væru til að koma í veg fyrir strok Feeneys úr refsivist enda var það mat stofnunar- innar að hætta væri á slíku. Þetta er í eina skiptið í sögu stofnunarinnar sem yfirmanni fangelsis er fyrirskipað bréf- lega að hafa sérstakt eftirlit með refsifanga,“ segir Harald- ur. Að sögn Haraldar átti hann fund síðastliðinn miðvikudag með stjórnendum að Litla Hrauni og þar var hann fullvissaður um að eftirlit yrði hert í fangelsinu í kjölfar stroks þriggja fanga á dögunum. „Ég reikna með að fyrirmælum stofnunarinnar sé framfylgt og geng út frá því í mínu stafi. Eg get ekki verið all- an sólarhringinn sjálfur í sex rík- isfangelsum um allt land að sinna þeim verkefnum sem aðrir menn eru sérstaklega ráðnir til að gegna,“ segir Haraldur. Hann segist hins vegar jafnframt vilja benda á að ný fangelsisbygging hafi ekki enn risið. „Fangelsismál hjá hverri þjóð eru eins og þjóðin sjálf og kjörnir fulltrúar hennar vilja hafa þau. Hvorki betri né verri. Þar liggur ábyrgðin fyrst og fremst,“ segir Haraldur. Haraldur segir að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hafi boðað fund með sér og öðrum embættismönnum síðdegis á mánudag og þar verði tekin ákvörðun um framhald málsins. i Laxétur ekki þorskseiði FRUMNIÐURSTÖÐUR rann- sókna Hafrannsóknastofnun- ar á sjógönguseiðum gefa ekki til kynna að laxaseiði lifi á þorskseiðum, að sögn Kon- ráðs Þórissonar fiskifræðings. Svo virðist sem sjógönguseið- in fari beinustu leið út á haf og leiti þar uppi átuflekki. Aðal- fæða laxaseiðanná virðist því vera sviflæg krabbadýr. Sjá bls. 10: „Étur laxinn þorskinn?" Landbúnaðarráðherra skipar starfshóp til að meta stöðu Stofnlánadeildar Álitamál aö matvælafram- 1 leiðsla greiði tap á loðdýrum HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra hefur falið þremur mönn- um að gera athugun á því hvaða áhrif það hefði á Stofnlánadeild landbúnaðarins að lækka eða fella niður sjóðagjöld á búvörur til deildarinnar og hækka vexti á lánum til bænda. Jafnframt er hann að athuga réttarstöðu Stofnlánadeildarinnar vegna hugmynda um einkavæðingu Búnaðarbankans. „Mér finnst nauðsynlegt að endur- meta stöðu deildarinnar. Það er til dæmis álitamál hvort það sé skynsamlegt, í ljósi þeirrar umræðu sem nú er í þjóðfélaginu, að matvælaframleiðslan eigi að standa straum af því mikla útlánatapi sem orðið hefur í loðdýraræktinni," segir Halldór. Stofnlánadeild landbúnaðarins tekur 2% vexti af lánum til bænda en hærri vexti af lánum til vinnslu- stöðva. Á móti fær hún tekjur af gjöldum sem lögð eru á búvörur og bændur. Á síðasta ári nam þessi millifærsla 386 milljónum kr. Skiptar skoðanir bænda Sjömannanefnd sem vinnur að til- lögum um stefnumörkun um hag- ræðingu í landbúnaði hefur lagt til að horfið verði frá þessu kerfí í áföngum enda telur hún að það geti ýtt undir óarðbærar fjárfestingar. Nefndin leggur til að strax um næstu áramót verði sjóðagjöldin lækkuð um meira en helming og vextir tvöfald- aðir á eldri lánum en þrefaldir á nýjum. Jafnframt verði tekið tillit til vaxta í verðlagsgrundvelli án þess að búvörur hækki í verði. Skiptar skoðanir eru um núver- andi fyrirkomulag og breytingar meðal bænda. í kerfínu flytjast mikl- ir peningar milli búgreina og milli bænda og með breytingum myndi hagur skuldlausra bænda vænkast en annarra versna. Stjórn Stéttar- sambands bænda mun styðja tillögur sjömannanefndar um breytingar um áramót þegar málið kemur til kasta aðalfundar sambandsins í haust en stjórn Búnaðarfélags íslands hefur lýst yfír andstöðu við meginefni breytinganna. Sjálfstæð lánastofnun Varðandi réttarstöðu Stofnlána- deildarinnar vegna hugmynda um einkavæðingu Búnaðarbankans segir Halldór Blöndal að þar komi fyrst og fremst til greina að breyta deild- inni í sjálfstæða lánastofnun og meta þá hvert eigið fé bænda í henni sé, á sama hátt og gert hafí verið hjá iðnaðinum við breytingar á Iðnlána- sjóði. Sjá bls. 6 „Um 380 milljónir teknar af búvöruverði ...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.