Vera - 01.06.1998, Síða 11

Vera - 01.06.1998, Síða 11
Hvað segja Sóknarkonur? Sá sem heyrir nefndar Sóknarkonur - hvað kemur hon- um/henni fyrst í hug? Stór hópur láglaunakvenna? En sennilega kemur líka fleira í hugann. Já, þetta eru stúlkurnar sem vinna í ræstingunum, i heimahjálpinni, á sjúkrastofnununum, stundum í vaktavinnu, stundum ekki. Þær sem framkvæma það sem aðrir hafa skipu- lagt við skrifborðið - þær sem gera það sem á skóla- máli er kallað að aðgerðabinda - gera hugmynd að verki. Pétur verður að hreyfa sig. Komið honum fram úr, það er lífsnauðsyn.” „Pálína má ekki detta, fylgist alltaf með henni.” Hver kannast við svona setn- ingar? Allar Sóknarkonur á sjúkrastofnunum. Svo hverfur læknirinn af vettvangi, ef til vill hjúkrunarfræðingurinn líka. Sjúkraliðar og Sóknarkonur, hinar svonefndu starfsstúlkur, halda áfram að aðgerðabinda. Og það verður að vera hægt að treysta hverri fyrir sig fullkom- lega. Hér eru engar aukahend- ur, sparnaðarstefnan sem nú er í tísku sér um það. Ef einhver er veik eða forfölluð bæta hinar bara verkum hennar við sín verk. Kannske ekki alltaf og allsstaðar, en allt of oft og allt of víða. Og dagurinn líður að kvöldi. Eg hef vitað unglingsstúlku innan við tvítugt eina á næturvakt með 28 manna deild. Að vísu var hjúkrunar- fræðingur á bakvakt einhvers staðar í stofnuninni. En þetta er bara svona - öllum finnst það sjálfsagt. Öllum finnst víst líka sjálfsagt að Sóknarkonur fái útborgaðar um 70.000 krónur á mánuði. „Það er ekkert undarlegt,” sagði starfssystir við mig nýlega. „Við höf- um svo lágt kaup að við getum ekki farið í verkfall.” Og hún bætir við: „Það þarf líka að gjörbreyta trúnaðarmannakerfinu því atvinnurek- endur reyna alltaf að sneiða hjá ýmsum réttindum sem samið hefur verið um en eru ekki eins augljós og kaupgjaldið. Trúnaðarmaðurinn er að vissu leyti háður vinnuveitanda, eins og aðrir starfsmenn, bæði er hætt við persónulegum áhrifum og hagsmunalegum freistingum. Það ætti alls ekki að þekkjast að trúnaðarmaður vinni á sömu deild og hann hefur umboð fyrir. Störfin eru það lík að það ætti ekki að breyta neinu nema til hins betra.” „Samfélagsleg og einstaklingsleg ábyrgð er alls ekki metin inn í kaupgjaldið,” fullyrðir önnur láglaunakona. Vinnan hefur orðið erfiðari Þetta er fremur óglæsilegt ástand og við það bætist að starfsfólk hikar við að tala hreinskilnislega um óánægju með kaup og kjör af ótta við atvinnuleysið sem blasir við þeim sem eru látnir fara. Ungt fólk á sér- staklega á hættu að missa vinnuna ef eitthvað ber út af og þá er oft mjög lítið sem það má segja. En hvað er hægt að gera? Hefur eitthvað “Ég hef vitað unglingsstúlku innan við tvítugt eina á næturvakt með 28 manna deild.” “Hér eru engar aukahendur, sparnaöarstefnan sem nú er í tísku sér um það. Ef einhver er veik eða forfölluö bæta hinar bara verkum hennar við sín verk.” „Það hefur komið til tals að hafa a.m.k. einn óháðan trúnaðarmann á svæði stéttarfélags- ins,” segja þær á skrifstofu Sóknar. „Við vitum að að- staða trúnaðar- manna er erfið og að þeir þurfa mik- inn stuðning frá fé- laginu. Hér á landi fá trúnaðarmenn aðeins 80 stunda menntun en t.d. í Danmörku eiga þeir rétt á 1000 kennslustundum. Þetta er ólíku saman að jafna. Það er nú einu sinni svo að eitt af erfið- ustu verkefnum hvers stéttarfélags er að fá atvinnurekendur til að standa við samninga sem þeir hafa sjálfir skrifað undir. Við höfum stöðugar áhyggjur af kjaramálum félaga okkar,” bæta þær við. Reynd Sóknarkona segir: „Við náðum reyndar þokkalegum santn- ingurn síðast. En starfið er svo margslungið og alltaf að breytast, t.d. á elliheimilunum. Síðustu ár verður það sífellt algengara að eldra fólk búi heima hjá sér eins lengi og nokkur tök eru á, sem er auðvitað af hinu góða. En það hefur m.a. þær afleiðingar að þegar fólkið kemur inn á elliheimili er það miklu heilsuveilla en áður, á nánast heirna á sjúkrahúsi en ekki vistheimili. Þetta gerir vinnu starfsfólks miklu erf- iðari, því er ekki saman líkjandi. Eins hefur það litla athygli fengið að Iæknishjálp og öll þjónusta kostar orðið miklu meira en það gerði áður en farið var að slátra velferðarkerfinu. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar þannig að láglaunafólk geti mætt þessari stefnu. Þarna þyrfti að gera átak áður en langt um líður.” Átak - óteljandi átök. Við viturn allar að stéttabaráttan er stríð sem aldrei tekur enda, fremur en margskonar önnur barátta. „En stóra óskin mín,” segir eina af baráttukonunum, „er að þessar starfsstéttir verði virtar eins og þær vinna til, verði viðurkenndar sem það sterka afl sem þær eru í raun. Og að þær verði meðvitaðar um það sjálfar, verði stoltar af starfi sínu og sjálfum sér.” Það er einmitt þetta sem þarf að gerast, systur góðar. Nú er sífellt rætt urn nýja öld og nýtt þetta og hitt. Byrjurn næstu öld með nýju bar- áttuþreki, byggðu á þekkingu og þeirri samstöðu sem þekkingin veit- Steinunn Eyjólfsdóttir starfstúlka á elliheimili verið gert? Á eitthvað að gera? Vissulega. SIMI552-1500 Ókeypis félags- og lögfræðileg ráögjöf fyrir konur. Opið þriðjudagskvöld kl. 20.00 - 22.00 og fimmtudaga 14.00-16.00 grænt númer 800-6215 v^ra 11 Kjaramál

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.