Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 9

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 9
Launamál ekki rædd við framkvæmdastjórann Karlarnir hafa tækifæri til r~i 'Cd s cd u cd q cö o að æfa sig betur i vinnunm Gunnar Páll PálssDn er ÍDrstöðumaður fjármála- □g hagdeildar VR. Hann ritaði grein um launa- mun kynjanna í VR blaðið fyrir nokkru þar sem hann skoðaði ýmsa þætti sem gætu útskýrt launamun kynjanna. Komst hann að þeirri niður- stöðu að fleiri þættir en kynferðið réðu launamunin- um. Viðhorf til vinnu, kröfur til vinnu og vinnutími skiptu þar líka máli. Við settumst niður og ræddum hvaða leiðir væru færar til að eyða launamuni á milli kynja. Ung kona, 24 ára, réð sig til starfa viö simsvörun hjá heildverslun á höfuðborg- arsvæöinu fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári. Hún hafði lokið stúdentsprófi af versl- unarbraut. Hún var ráðin í gegnum ráðningarstofu þar sem ráöningarfulltrúi upp- lýsti hana um launakjör. Byrjunarlaunin væru á bilinu 85.000-90.000 kr, hækkun eftir þrjá mánuði og þau myndu síðan hækka eitthvað meira nokkrum mánuðum síðar. Þegar hún hóf störf var henni tilkynnt að hún fengi 85.000 kr í mánaðarlaun. Þremur mánuðum síðar hækkuðu launin í tæpar 90.000 kr. Litlu síðar var VR hækkun og þá fóru launin upp í 92.500 kr. Hún starfaði í tæpt ár við móttöku og símsvörun og á þeim tíma hækkuðu launin ekkert. Tæpu ári eftir að hún hóf störf við fyrirtækið bauðst henni til- færsla í starfi, að taka við starfi sölumanns. Hún þáði það með þökkum. Sölumanns- starfið færði henni ekki launahækkun. í dag, einu og hálfu ári eftir að hún hóf störf hjá fyrirtækinu, er hún með sömu og laun og fyrir ári, eða 92.500 kr. “Þetta er eini hlutinn af starfinu sem ég er óánægð með. Mér finnst þetta virkilega lé- leg laun. Að öðru leyti er þetta mjög gott og skemmtilegt starf.” Heíur þú farið fram á kauphækkun við framkvæmdastjórann? ”Nei, ég hef ekki gert það og það er í raun og veru minn veikleiki.Ég hef bara ekki haft kjark í mér til að biðja um launahækkun. Það eru ákveðin atriði sem maður minnist ekki á í þessu fyrirtæki. Launin eru einn þáttur þess. Mér finnst að allir hugsi á þann veg." Nú starfa trúnaðarmenn í flestum fyrirtækjum, hefur þú rætt við hann? "Trúnaðarmaðurinn er mjög óvirkur. Ég var búin að starfa í marga mánuði þegar ég spurðist fyrir um hver væri trúnaðarmaður. Þá sagði einn þeirra: “Ætli það sé ekki bara ég-” Þess má geta að unga konan er eini kvenmaðurinn sem sinnir starfi sölumanns, allir hinir eru karlmenn. Þeir hafa mismunandi langan starfsaldur hjá fyrirtækinu en þeir hafa ekki allir lokið stúdentsþrófi. Hún telur fullvíst að þeir hafi töluvert hærri laun en hún fær greidd. Séu meðallaun félaga VR borin saman við launin sem hún fær er nokkuð Ijóst að einhverjir á vinnustaðnum fá greidd há laun. Hvad viltu vita stöðu kynjanna? Hagtölur um konur og karla Bæklingurinn Konur og karlar 1997 hefur að geyma nýjustu upplýsingar um stöðu kynja á fjöl- mörgum sviðum þjóðlífsins. Efnið spannar m.a.: • mannfjöldann • lifsvenjur • menntun • atvinnu • laun og tekjur • áhrifastöður Tekið er á móti pöntimum i símum: 560 9860 og 560 9866, og bréfasíma: 562 3312. Hagstofa íslands Skuggasundi 3, 150Reykjavík S. 560 9800 Bréfas. 562 3312 Netfang: hagstofa@hagstofa.is vera 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.