Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 6

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 6
'cd a cö u cd 'O <d C C <D > Kanur hafa 40% lægri laun en karlar. Það er staðfest í könnun VR. 38 karlar með sérfræði- menntun höfðu 800.000 krúnur á mánuði en 13 konur með sömu menntun fengu 250.000 krúnur. Skrýtið að VSÍ segi alltaf að ekki sé hægt að semja um hærri taxta en 55.000 til 73.000 krúnur. Launamunur kynjanna 'O cd Ö) 1 X 'CD tJ) f3 ■fcs CU Verslunarmannafélag Reykjavíkur fékk Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands til gera könnun meðal félagsmanna sinna í febrúar 1997. Þar var bæði veriö að kanna laun og viðhorf félagsmanna. Megin niðurstaða hennar var sú staðreynd að karl- menn hafa að meðaltali 40% hærri laun en konur. Sorglegt en satt. Við erum stödd á árinu 1998 en ekki 1908. Af hverju samþykkjum við konur möglunarlaust að karlmenn sem standa okkur við hlið á vinnustað fái 40% hærri laun en við? Þeir eru í mörgum tilfellum að vinna nákvæmlega sömu vinnuna. Þeir fá hins vegar bílastyrkinn sem við fáum ekki. Þeir hafa oftar betri tök á að vinna yfirvinnu, sem við getum ekki alltaf, og þar með eru komin nægilega góð rök fyrir því að ÞEIR fái Meðaltekjur VR félaga 157.252 kr. I könnuninni voru margir áhrifaþættir skoðaðir til að reyna að varpa ljósi á launamun kynjanna. M.a. var athugaður munur á tekjum eftir starfshlutfalli og kyni. Þar kom í ljós að miklu fleiri konur voru í hluta- starfi, eða 220 á móti 25 körlum. Starishlutfall Karlar Fjöldi Konur Fjöldi 50% eða minna 51.325 kr. 20 63.471 kr. 75 100% 180.353 kr. 280 128.486 kr. 317 Óhagganleg staöreynd eða spurning um vilja? kauphækkun, já eða stöðuhækkun. Svo einkennilega vill til að ójöfn launastaða kynjanna er ekki einsdæmi hjá VR. Hún viðgengst í öllu þjóðfélaginu. Mörg fyrir- tæki og stofnanir hafa ráðið til sín jafnréttisfulltrúa til að vinna að stefnumótun í jafnréttismálum, m.a. til að reyna að jafna launamuninn. Það er vakning í þjóðfé- laginu um þessi mál en hvað er að gerast? Hvaða öfl eru að vinna að launajafnrétti? Fljótt á litið virðast margir vera að vinna að þessum málum, hver í sínu horni. Spurningin er hvort allir séu að vinna að sömu verkefnum í stað þess að dreifa þeim og sameina kraft- ana til meiri árangurs í launajafnrétti. Spyr sá sem ekki veit! Eins og sést í töflunni hafa konur hærri laun í hlutastarfi en þegar kom- ið er í fullt starf hafa karlmenn mun hærri laun eða rúmlega 40% hærri. Meðaltekjur hins dæmigerða VR félagsmanns, að öllu meðtöldu, eru 157.252 kr. Má áætla að hin háu laun karlmanna hífi meðaltalið þó nokkuð upp því konurnar eru í flestum tilfellum töluvert undir meðal- tekjunum. Meðalfjölskyldutekjur VR félaga eru 241.055 kr. sem segir okkur að einhver í fjölskyldunni hafi 83.803 kr. laun, ef VR félaginn hefur að meðaltali 157.252 kr., þ.e. séu tvær fyrirvinnur í fjölskyld- unni. 6 v? ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.