Vera - 01.06.1998, Síða 40

Vera - 01.06.1998, Síða 40
til að breyta stöðu minni, heldur átti ég að vera þakklát fyrir að hafa yfirhöfuð fengið út- hlutað íbúð. Og vegna þess að ég var svo lánsöm að fá úthlutun í Breiðholti eftir tvö ár fékk ég ekki að fara á biðlistann eftir félags- legu leiguhúsnæði á vegum borgarinnar. Ég hef að sjálfsögðu varla getað talað um annað á meðan á þessu stóð og fékk því ómetnalega innsýn í það hvernig ég hefði get- að haft áhrif á kerfið og hagrætt sannleikan- um til að fá betri fyrirgreiðslu. Ef ég hefði ver- ið útsmogin og getað komið því inn í mitt ein- falda hjarta að kerfið hér er þannig byggt upp að maður á ekki að vera „alveg heiðarlegur” því kerfið er svo gallað að sífellt hefur þurft að sparsla upp í það. Þeir sem eru heiðarlegir og fara eftir lagabókstafnum eiga sér ekki við- reisnar von. Enginn leigumarkaður Ég fuliyrði að hérlendis er varla til leigumark- aður nema að nafninu til. Mig óar við því hvað muni gerast núna þegar búið er að leggja verkamannabústaðakerfið niður. Lögin um greiðslumat herðast í nýja kerfinu og því munu færri fá tækifæri til að kaupa félagslegt húsnæði. Það fólk á að fara inn á leigumark- að sem er bara ekki til. Að mínu mati búum við í álíka bananalýð- veldi og hvert annað þróunarríki. Ekkert er hið sama í dag og það var í gær, lagalega séð. Mér finnst vera kominn tími til að við finnum lausnir og þar sem ég hef velt þessu mikið fyr- ir mér langar mig að deila með ykkur nokkrum af þeim hugmyndum sem hafa rúll- að í gegnum huga minn. Lausnir: Að þeir sem búa í félagslegu leiguhúsnæði verði aðstaðaðir við að tjáríesta í eigin húsnæði. Ég sé það þannig fyrir mér að eftir hvert ár verði staða hvers einstaklings metin og ef að- stæður hafa breyst þá verði fólki hjálpað við að komast í gegnum fasteignafrumskóginn. Félagslegt leiguhúsnæði á að vera neyðarúr- ræði til skamms tíma, ekki langtímalausn. Bjóða ætti upp á þjúnustu sem er tyrir kaupend- ur en ekki bara seljendur. Ekki er hægt að ætlast til þess að fasteignasalar sitji báðum megin við borðið. Að sjálfsögðu veita þeir seljanda betri og heiðarlegri þjónustu, ein- faldlega vegna þess að hann borgar ef eignin selst. Kaupendur eiga ekki að þurfa að vera sér- fræðingar í öllum þeim leiðum sem eru til húskaupa á sem hagstæðastan hátt. Kaupleiguíbúðir á frjálsum markaði. Ég hef feng- ið allskonar svör við því afhverju þetta geng- ur ekki hérlendis og ég verð að viðurkenna að mér finnst að við ættum að geta gert þetta eins og önnur ríki á Norðurlöndum. Lagtæringar á húsaleigulögum svo að fasteigna- eigendur verði opnari fyrir því að leigja íbúð- ir sínar út. Fjöldinn allur af íbúðum sem eru á sölu standa galtómar. Það hlýtur að vera hægt að samþætta hlutina þannig að það sé álitlegur kostur að leigja út íbúðir. Rýmri skattabyrði svo að það borgi sig að leigja út. Það þarf að stuðla að langtíma leigusamningum og kynna betur fyrir húseigendum kosti þess að leigja út og hafa sama Ieigjandann lengi. Fasteignasalar þyrftu að vera jákvæðari gagn- vart leigumarkaðinum. Þegar ég tala við fast- eignasala þá þusa þeir og þusa um hvað leigjendalögin séu hræðileg og að þau hafi eyði- lagt leigumarkaðinn. Ef þetta er rétt þá er nauðsynlegt að skoða lögin og jafnvel endursemja þau með fulltrú- um leigutaka og leigusala. Ég veit ekki hvort húsleigubæturnar hafi ver- ið til góðs þegar þær voru teknar upp því að húsaleiga snarhækkaði. Að gera þessar bætur skattskyldar eftir á er dæmigert fyrir íslenska stjórnsýslu. Ekki geta allir búið heima hjá foreldrum sín- um þangað til þeir hafa safnað fyrir útborgun á húsnæði. Ég held að flestir leigjendur séu skólafólk og einstæðar/sjálfstæðar mæður. 100% húsnæðislán ætti að vera raunhætur mögu- leiki fyrir fólk sem hefur sýnt að það hefur getað staðið í skilum með húsaleigu. Endurskoða ætti lög um greiðslumat þannig að greiðslumatið miðaði við getu einstak- lingsins til að framfleyta sér og standa í skil- um en ekki möguleika hans á lánamarkaði. Eina leiðin að svindla? Ég hef komst að eftirfarandi í þessum heimil- isleik - mér hefur beinlínis verið ráðlagt það, bæði af opinberum aðilum og fólki sem ég hélt stálheiðarlegt - að svindla, eða réttara sagt vera með hvítar lygar, hagræða hlutunum svo að þeir passi inn í einhverjar myndir; færa til bankainnistæður, segja ekki frá skuldum, með öðrum orðum: segja aldrei allan sannleikann. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að ekki sé hægt að kaupa húsnæði hérlendis án þess að hagræða sannleikanum. Ég er kannski ekki eðlileg en mig langar til að vera heiðarleg og hef kannski oft verið allt of heiðarleg. Mér finnst það allavega betra en að hafa verið oft allt of óheiðarleg. En skila- boðin sem maður fær eru: Ef þú ert heiðarleg manneskja þá er eitthvað að þér..... Er hægt að hagræða heiðarleika? Er hægt að hagræða sannleika? Er það allt í lagi? Reynsla mín segir mér að ef maður hefur ekki þann eiginleika að vera tor- tryggin og útsmogin að eðlisfari sé maður dæmdur úr leik. I blábyrjun á þessu blessaða húsnæðisstappi var ég stödd á fundi og ræddi þetta við nokkr- ar mætar konur, meðal annarra fyrrverandi fasteingasala. Einmitt þá var önnur kona á fundinum í húsnæðisvandræðum. Hún fór eina leið og ég aðra. Hér á eftir eru leiðirnar sem við fórum: □æmi 1: Heiðarlega manneskjan Gefur upp allar skuldir. Á ekki ættingja til að skrifa upp á veð. Lífeyrissjóðslán út úr myndinni. Engin lán möguleg vegna ættingjaleysis. Á engar eignir til að veðsetja. Þessi manneskja býr enn í leiguhúsnæði, hef- ur flutt með reglulegu millibili á u.þ.b. átta mánaða fresti og hefur sérstakt lag á að finna heppilega pappakassa. Hún ræður við greiðslur af húsnæði upp að 55.000 krónur á mánuði en fær ekki að kaupa húsnæði sem yrði með um helmingi Iægri greiðslubyrði. Dæmi 2: Manneskjan sem kerfið er sniðið að Gefur upp allar skuldir. Á ættingja til að skrifa upp á veð. Lífeyrissjóðslán mögulegt. Onnur lán einnig möguleg vegna veða í eign- um ættingja. Á engar eignir sjálf til að veðsetja. Þessi manneskja býr í eigin húsnæði í Vestur- bænum vegna þess að hún vildi flytja þangað. Hún hafði kost á að velja sér bæði hverfi og húsnæði sem hentaði hennar þörfum og greiðslubyrði. Henni var gefið frelsi til að eiga valkost, frelsi til að meta sjálf stöðu sína og hvað hún ræður við. Kerfið, sem hefur rústað fjölskyldumynstr- inu, gerir enn ráð fyrir því að allir eigi bak- hjarla í fjölskylduformi. Ekkert traust er lagt á getu einstaklingsins til að bera fjárhagslega ábyrgð. Niðurstaða: Leigumarkaðurinn er varla til. Bitist er um hverja íbúð eins og hún sé síðasta blóm í heimi. Enn einu sinni er ég með leigusamning til eins árs og hef fengið vilyrði um verkamannabú- stað í Breiðholti eftir ár. Ég komst reyndar að því fyrir nokkrum dögum að allt er á öðrum endanum hjá verkó vegna nýju húsnæðislag- anna. Enginn gat, þó að þau fegin vildu, gef- ið mér svör um hvar ég, litla manneskjan í kerfinu, myndi hafna. Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að mig langi bara til að kaupa mér húsnæði á almennum markaði, hvernig svo sem ég fer að því. Ef möguleiki væri á langtímaleigu og raunhæfri leiguupp- hæð væri bara dásamlegt að leigja. En það er bara ekki veruleikinn í dag. 40 víra

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.