Vera - 01.06.1998, Page 37

Vera - 01.06.1998, Page 37
innkaupum, flutti húsgögnin úr Tollvörugeymslunni í Kópavoginn, afgreiddi í búðinni, hélt utan um fjármálin og sá um öll þrif. Eftir nokkrar vikur var allt komið úr böndum. I stað rólegheitanna, sem ég hélt að biðu mín, vann ég myrkranna á milli. Mexíkönsku húsgögnin urðu ekki síður vinsæl en þau indversku, þau heinlega runnu út svo ég varð að ráða stúlku og lengja opnunartímann. Síðan var ráðin önnur stúlka og fljótlega eftir það tveir karlmenn sem vinna við viðgerðir og almenn lagerstörf. I dag eru tvö og hálft ár liðin frá því að ég byrjaði í 20 fermetra herberginu en er nú komin með ca. 250 fermetra verslun og 350 fermetra lagerpláss. Um næstu árarnót fer ég svo í 1000 fermetra eigið húsnæði í Smáranum í Kópavogi sem ég er um það bil að festa kaup á. Verndarinn fer ekkert án min Ferðalög eru mitt líf og yndi og er ég búin að ferðast mikið í leit að nýjum vörum. Auk minna venjulegu ferða til Indlands og Mexico hef ég farið til Indónesíu og Suður Afríku og nú hyggst ég halda til Egyptalands til að athuga hvað þeir eru að framleiða þar. Mig langar til að búðin mín hafi framandi andblæ, ég hef ekki áhuga á að keppa við húsgagnaverslanir á Islandi sem selja hin svokölluðu hefðbundnu húsgögn frá nærliggjandi löndum þó að óneitanlega væri dálítið auðveldara að eiga við það. Eg þarf stundum - og ansi oft - að sýna mikla þolinmæði og skilning á þeim mjög svo ólíku menningarheimum sem ég er að eiga samskipti við. Hvernig eiga menn sem t.d. hafa aldrei setið á stól að ímynda sér að hann þurfi að hafa einhverja ákveðna hæð, eða að allir stólfætur þurfi að vera jafn háir? Svona smámunasemi skilja þeir ekki og ég verð að skilja það og sætta mig við það. Ég stend á krossgöturm núna, eina ferðina enn. Ég spyr sjálfa mig hvernig gat ég lent í þessu, að vera komin með stórverslun, og hvernig endar þetta? Skyldi mér takast? Hef ég lært nóg og skyldi verndarinn minn halda áfram að vaka yfir mér? Ég trúi því að ég sé búin að ganga mína reynslugöngu og ég trúi því að ef ég klóra mig út úr erfiðleikunum í hvert sinn sem þeir koma upp, og er heiðarleg við sjálfa mig og aðra, þá fylgi verndarinn mér langt. En verndarinn fer ekkert án mín og ég verð alltaf að taka mínar ákvarðanir ein og standa og falla með þeirn. Ég er um það bil að fá stóra húsið sem mig dreymdi um - en því fylgir ekki stórfjölskylda, heldur stórverslun. Og ég get trúað ykkur fyrir því að stundum finn ég fyrir sjálfri mér sem húsmóður í búðinni rninni, með fullt af góðu fólki í kringum mig, og þá líður mér vel. Ég óska Brautargengiskonum innilega til hamingju með þessa glæsilegu sýningu. Ég óska þeim velfarnaðar í starfi. Ég vona að draumar þeirra rætist og ykkur öllum þakka ég áheyrnina. Fyrirlestur Bríetar b æ k u r og fleira ó bók ýlega kam út bák á vegum Lærdómsrita Hins ís- lenska bókmenntafélags sem mikill fengur er að fyrir íslenska kvennabaráttu. I bókinni eru endurút- gefnir textar sem mótuðu umræðu íslendinga um und- irokun kvenna og réttindi þeirra i lok siðustu aldar og langt fram eftir þessari öld. Uppistaðan er ritið Kúg- W1 kvenna eftir John Stuart Mill en meðfylgjandi eru tveir fyrirlestrar sem má telja höfuðrit kvenrétt- indabaráttu 19. aldar á Islandi og hafa verið ófáanleg- ir lengi, þ.e. fyrirlestur Brietar Bjarnhéðinsdóttur Um hagi og réttindi kvenna frá árinu 1887 og fyrirlestur Páls Briem Um frelsi og menntun kvenna frá árinu 1885. Fróðlegt forspjall er eftir Auði Styrkársdóttur. Kúgun kvenna kom fyrst út í Reykjavík á kostnað Hins íslenska kven- félags árið 1900. Hún hafði þá farið sem eldur í sinu unt Evrópu og hinn enskumælandi heim frá því hún var gefin út árið 1869. í Dan- mörku þýddi Georg Brandes ritgerð Mills þegar í stað og gaf út með herskáum formála í nóvember 1869 undir heitinu Kvindernes Underkuelse. Þessi danska þýðing mun hafa verið í umferð hér á landi og studdist íslenski þýðandinn, Sigurður Jónsson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, einkum við hana. Mill segist einkum leitast við að sýna fram á tvennt í riti sínu. Annars vegar að þau rök sem notuð eru gegn réttindum kvenna séu haldlaus. Hins vegar að aukið frelsi kvenna og þátttaka þeirra í starfsemi samfé- lagsins myndi bæta almannahag. I samræmi við þessi markmið rök- ræðir hann og hrekur helstu viðteknar hugmyndir gegn kvenfrelsi og rennir jafnframt stoðum undir þá skoðun sína að það hamli bæði ein- staklingsþroska og farsæld þjóða að meina helmingi mannkyns aðgang að samfélaginu. Hann ver stórum hluta ritsins í að sýna fram á getu kvenna og hæfileika til að vinna flest störf sem í boði væru og sinna nárni til jafns við karlmenn. Fyrirlestur Páls Briern, Um frelsi og menntun kvenna, var fluttur 19. júlí 1885 og gefinn út í Reykjavík hjá Sigurði Kristjánssyni bóksala sama ár. Páll kallar erindi sitt sögulegan fyrirlestur, enda leitast hann við að gera grein fyrir sögu kvenfrelsismálsins, einkum í Englandi og í Banda- ríkjununt og veitir prýðilegt yfirlit yfir hana. Jafnframt hugleiðir hann stöðu kvenna á Islandi frá fornu fari. Bríet Bjarnhéðinsdóttir flutti Fyrirlestur um hagi ag rettindi kvenna þann 30. desember 1887 í Bárunni í Reykjavík. Fyrirlesturinn var auglýstur sem fyrsti opinberi fyrirlestur konu á Islandi. Sigurður Kristjánsson gaf fyrirlesturinn út árið eftir. Bríet ræðir stöðu kvenna í nágrannalöndum okkar og gerir síðan grein fyrir ástandinu í þeim málum á íslandi. Sér- staklega lætur hún sig varða menntun kvenna og telur hana augljóslega lykilinn að bættri stöðu þeirra. Það voru nemendur og kennarar í kvennafélagsfræði við Háskóla ís- lands sem á vordögum 1995 skoruðu á Bókmenntafélagið að sjá til þess að Kúgun kvenna yrði aftur aðgengileg íslenskum lesendum. „Svo skemmtilega vill til að Kvenréttindafélag íslands varð 90 ára á útgáfuári bókarinnar, 1997. Það segir sitt um stöðu þessara mála und- ir lok tuttugustu aldarinnar að enn má sækja vopn í baráttunni fyrir kvenfrelsi í þá texta sem hér eru birtir,” segir í fréttatilkynningu frá út- gefanda. Þeir lesendur Veru sem hafa áhuga á að eignast bókina á kynningar- verði, kr. 2.490, geta haft samband við forlagið í síma 588 9060 milli kl. 13 og 17. v€ra 37

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.