Vera - 01.06.1998, Page 33

Vera - 01.06.1998, Page 33
flllt var í plasti Á fyrstu árum plastpokamenningar þóttu þeir flottir og frænka inín safnaði pokum með fallegum myndum. Plast var svo ágætt undir ruslið, utan um matinn, undir sundfötin og handavinnuna. Árin liðu, börnin mín uxu úr grasi og vöruval jókst í verslunum og að sama skapi fjölbreytni pakkninga. Um leið fjölgaði ferðum mínum í ruslatunnuna með umbúðir. Það hefur sennilega verið á þeim árurn sem ég fór að safna krukkum. Með rauðurn lokum, litlum krukkum með upphleyptu mynstri, stórum, sem voru svo ágætar undir sultu, flórsykur og kókosmjöl. Svo kom að því að flest matarkyns á heimilinu var komið í fínar krúsir, meira að segja með merkimiðum. Púðursykurinn alltaf mjúkur og kaffið ilm- andi. Þá var mér vandi á höndum því ég átti svo erfitt með að fleygja þessum fínu gler- krukkum eftir aðeins eina notkun. Brátt fylltu þær flestar hillur í geymslunni og ég var kom- in í hálfgerð vandræði. Sama var að segja um plastpokana, þeir tóku æ meira rými í kústa- skápnum. En, þegar neyðin er stærst er hjálp- in næst og Sorpa tók til starfa. Hvað ég í hjarta rnínu gladdist yfir að geta lagt mitt af mörkum til að skila náttúrinni hreinni til af- komenda rninna með því að flokka heimilis- úrganginn. MINNKA SORP OG AUKA ENDURNYTINGU Á vegum Reykjavíkurborgar hafa verið starfandi a.m.k.tvær nefndir sem hafa fjallað um um- hverfismál í borginni. Það er annars vegar nefnd um framtíðarstefnu í sorphirðumálum og hins vegar nefnd um mótun umhverfisstefnu Reykjavíkur. Seinni nefndin skilaði tillögum sínum til borgarráðs sem samþykkti þær þann 26. maí s.l. Umhverf- isstefnan fjallar m.a. um sorp en það er stefna Reykjavíkurborgar að minnka sorpmagn og auka hlut endurnýtingar og endurvinnslu. Notkun hættulegra efna, eiturefna og myndun spilliefna í borg- inni verði í lágmarki. Með aðild að Álaborgarsamningnum hefur Reykjavíkurborg tekið á sig skuld- bindingar I sambandi við sjálfbæra þróun borgarinnar. Sorphirðunefndin hefur unnið að tillögum um framkvæmd á söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi frá heimilum í borginni. Reiknað er með að slík söfnun hefjist í áföngum. Ekki hefur verið gengið frá endanlegum tillögum um útfærslu en þær eru væntanlegar á næstunni. Það er von okkar sem í nefndinni erum að með þessu verði hægt að minnka kostnað við sorphirðu og sorpeyðingu en þó er ekki Ijóst ennþá hvort sú bjartsýni verður að veruleika. Það sem skiptir mestu máli er að draga úr sorpi og endurvinna sem mest af því sorpi sem eftir stendur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sorphirðugjöld en víða eru slík gjöld lögð á. Þannig er t.d. hægt að umbuna fólki sem framleiðir lítið sorp og flokkar það sem eftir er skipulega með lægra gjaldi. Þeir sem sinna þessu illa greiði þá meira. í dag er ekki innheimt sorphirðugjald en hins veg- ar greiðir fólk fyrir tunnuleigu. Liður I störfum nefndarinnar var að fá ráðgjafa til að kanna kostnað, kosti og galla þess að taka upp flokkun á lífrænum úrgangi frá heimilum í Reykjavík. Einnig voru skoðaðar fjórar mismunandi aðferðir til vinnslu á lífrænum úrgangi. Eftir stendur að kanna betur möguleika á markaðssetningu þeirra afurða sem fást við mismunandi aðferðir myltingar. Hulda Olafsdottir; fulltrúi Kvennalistans í nefnd um framtíðarstefnu í sorphirðumálum. Er allt metið til fjár? Ég kom mér upp heimaflokkunar- kerfi Lífrænan úrgang flokkaði ég jafnóðum og frysti í litlum pokum sem ég losaði í trjábeð- in við sumarbústaðinn, flöskur og dósir fór ég nteð í endurvinnsluna, blöð og fernur í papp- írsgáminn, eggjabakka, plastumbúðir, raf- hlöður, niðursuðudósir og garðaúrgang í Sorpu og glerkrukkurnar mínar, þótt mér þætti sárt að sjá þær brotna, voru flokkaðar með uppfyllingarefni. Fjölskyldu minni þótti þetta sjálfsagt og ég taldi víst að allir Islend- ingar hugsuðu á sama hátt og við, vildu vernda náttúruna, hreina loftið og vatnið sent við erum svo lánsöm að eiga. Að ég tali nú ekki um hafið og ósonlagið. Eg hugsaði stórt og trítlaði léttstíg með úrganginn í Sorpu og plastpoka í vasanum þegar ég fór í matvöru- búð. Undanfarið hef ég orðið þess vör að ég er lit- in undrunaraugum í búðum þegar ég segist vera með poka og ekki get ég sagt að það sé örtröð við blaðagámana þegar ég á þangað erindi. Eg innti starfsmann Sorpu eftir skilum fólks á flokkuðu sorpi. Hann sagði að dregið hefði úr áhuga á þeim málum. Kvaðst hafa heyrt fólk segja að það teldi ekki ástæðu til að leggja slíkt á sig þar sem sorphirðugjald sé eitt af þeim gjöldum sem lagt er á heimilin og málið því í höndum annarra. Mér þyngdi í skapi við þessi svör og spurði sjálfa mig hvort bæri þá að meta allt til fjár? Auðvitað veit ég að það kostar að eyða sorpi og gjaldið sem við greiðum nægir fyrir losun á ílátum við hús. Við erum fámenn og getum illa borið okkur saman við fjölmennar þjóðir sem reist hafa verksmiðjur og skapað heilmikinn iðnað kringum sorphirðu. Ef ráða á fólk í flokkun- arverksmiðju til að flokka ruslið úr ruslabíl- unurn gefur auga leið að það vinnur ekki kauplaust. UMHVERFISVÆN ÞVOTTAAÐFERÐ Það er kunnara en frá þurfi að segja að sápunotkun er mikill mengunarvaldur og oft valda sápur ofnæmi. En hér koma fréttir sem allir neytendur ættu að fagna. Á íslenskan markað er nýlega kominn svonefndur Þvottahnöttur en með honum er beitt nýrri tækni við sápufrían þvott. Þvotta- hnötturinn byggir á lögmálum eðlisfræðinnar. Hann inniheldur sérstaklega uppbyggt vatn sem gefur frá sér rafsegulbylgjur. Hnettinum er stungið inn í þvottavélina með þvottinum og rafsegul- bylgjurnar fara út í þvottavatnið, í gegnum plasthimnu. Þetta veldur því að vatnssameindir klofna og mynda þannig rafhlaðnar smáeindir sem komast að óhreinindum innst sem yst I þeim efnum sem verið er að þvo, rétt eins og venjulegt þvottaefni virkar. En kosturinn er sá að hér er þvegið án skaðlegs efnaúrgangs og þvotturinn er laus við öll ofnæmisvaldandi aukaefni. Notendur stað- festa að þvotturinn verði skínandi hreinn með þessari nýstárlegu þvottaaðferð, fötin verði mýkri og endist lengur. Þar að auki er mun ódýrara að þvo með Þvottahnettinum. Hnötturinn, sem kost- ar kr. 5.950, endist i 1500 - 3000 þvotta og með honum sparar maður a.m.k. 24 þúsund krónur miðað við notkun á venjulegu þvottaefni. Nánari upplýsingar má fá í síma: 565 7062 eða 551 9475. Ég var hugsi, en svo glaðnaði yfir mér og ég komst að þeirri niðurstöðu að við sem stönd- um fyrir heimilum getum eftir sem áður látið gott af okkur leiða. Þess vegna held ég áfram að flokka heimilissorpið mitt og finnst ég með þeim móti leggja mitt af mörkurn afkomend- unt mínurn til heilla. v ra 33

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.