Vera - 01.06.1998, Page 28

Vera - 01.06.1998, Page 28
Að jafnaði var gegnið um 20 km á dag og síðan tjaldað á jöklinum Pissutrektimar komu ser vel og álfabikarinn bjargaði blæðingunum. \ Grænlandsjökull 1998 Dagbók 27. apríl Við erum nú komin upp á jökulinn. Það er sól og blíða. Við fórum í dag 16,8 km en í gær fórum við miklu styttra eða um 6 kílómetra. Færið er fínt, mjúkt en farið að harðna núna (farið að kvölda). Það er ekki eins hart og var hjá Einari Torfa um árið. Stemningin er fín og allt í góðu gengi. Við flugum með þyrlunni upp á Hahn-jökul í gær og byrjuðum gönguna í 1250 m hæð. Fórum við 6 km í fyrsta tjaldstað, í sólskini og hægri norðanátt. Við sjáum í fjöll ennþá, erum ekki komin það langt inn á jökulinn. í Taselak hittum við norsk hjón sem einnig ætla yfir. Þau komu upp á jökulinn í dag. Veðrið er ótrúlega gott, sólskin og sólskin og sól- skin. Næturfrostið fór í 14 gráður síðustu nótt, en á daginn hefur verið 4 stiga frost og við léttklædd. Staðsetning: Hahn-jökull við upphaf göngu: 65fl 51' 17" N og 38f| 34’ 33” \/ Tjaldbúðir 2: 65fl 54’ 40" N og 39fl 3’12” V í 1470 m hæð. Lagt að baki: 22,8 km. WB og kom það mjög á óvart því við áttum ekki von á að hitta fólk á leiðinni. Hver dagur á jöklinum var sérstakur. Við spáðum mikið í landslagið og tókum eftir því að engir tveir skaflar eru eins og himinninn var ótrúlega blár. Við vorum mjög heppnar með veður flesta dagana en tvo daga þurftum við að bíða af okkur veður. Þann tíma notuðum við til að skrifa í dagbækurnar okkar, lesa, sauma og spjalla saman. Við höfðum byggt varnarveggi og gátum því beðið tiltölulega á- hyggjulausar þar til veðrinu slotaði. Færðin á jöklinum var góð en líklega voru síðustu 20 km erfiðastir. Þá þurftum við að fara yfir öld- óttan skriðjökul sem virtist aldrei ætla að taka enda. Þegar við komum niður af jöklin- um tók eiginkona Einars Torfa á móti okkur með kampavínsflösku. Tilfinningin var Ijúf.” Hvernig fúr undirbúningurinn fram? „Undirbúningur ferðarinnar hófst fljótlega eftir að ákvörðunin var tekin um að fara. Æfingastöðin Máttur bauðst til að sjá um þjálfunina en aðrir æfingaþættir, s.s. hlaup, 28 v€ra fjallamennska og skíðaferðir, sá hver um fyr- ir sig. Saman fórum við í níu daga æfingaferð upp á Vatnajökul til að prófa útbúnaðinn. Sameiginlegur útbúnaður var fenginn hjá Is- lenskum fjallaleiðsögumönnum en annað sáum við um sjálfar, þ.e. föt, skíði, skó, sól- aráburð, sólgleraugu, pissutrektir og fleira.” Pissutrektir, hvad er nú það? „Þetta er sérstakt áhald fyrir konur til að auðvelda þeim að pissa úti á víðavangi. Þeg- ar pissutrekt er notuð þarf aðeins að renna niður buxnaklauf, koma trektinni fyrir og svo getur maður pissað standandi. Með þessu spöruðum við okkur þá fyrirhöfn að klæða okkur úr og héldum á okkur hita. Þetta kom sér mjög vel í kuldanum.” Notuðuð þið einnig sérstök áhöld þegar þið voruð með blæðingar? „Já, það var eitt af þeim atriðum sem við hugleiddum áður en við lögðum af stað og þá einkum út frá umhverfisvernd. Það tekur

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.