Vera - 01.06.1998, Qupperneq 29

Vera - 01.06.1998, Qupperneq 29
r ^ 3. maí í gær og í dag höfum við farið frekar hægt yfir. Fórum við aðeins um 7 km í dag og höfum farið 20,7 km á síðustu tveimur dögum. Snjórinn er djúpur og gljúpur og þungt að vaða hann í ökkla og hné. Þegar við lögðum af stað í morgun voru 3 vindstig en það fór stígandi í dag og klukkan þrjú voru 7-8 vindstig og hlóðum við varnarvegg um tjöldin og tók það 3 tíma. Höfum aðeins einu sinni áður þurft að hlaða vegg. Færið skánar náttúrulega þegar blæs því þá verða skaflarnir fínir. Við vöknum klukkan sjö og leggjum af stað rétt fyrir tíu. Búnaðurinn hefur reynst vel, t.d. var flestum of heitt síðustu nótt. Við erum að elda kvöldmatinn núna. Fengum fjallalambskæfu í forrétt, í aðal- rétt verða amerískar núðlur með kjúklingi og sett smjör útí til að við verðum örugglega ekki of hor- uð. Við heyrum mikið í flugvélum, það er mikil traffík hér yfir. Að sögn Einars Torfa er þetta mun þyngra færi en þegar hann fór fyrir tveimur árum og miklu heitara líka. Staðsetning 8. næturstaðar: 66fl 5’ 54” N og 40fl 53’ 15” V Lagt að baki: 108,2 km. 1900 m hæð 7. maí Ferðin gengur vel, við fórum 20,1 km í dag og í gær 20,6 km. í morgun fór að blása en skánaði þegar leið á daginn og síðdegis voru komin 3 vindstig og nú er logn og fínt veður. Færið var hart og gott. í gær var hvassara og lágrenningur allan daginn. Sólskin hefur verið báða dagana og við erum orðin sólbrennd á nefinu og þurfum því að endurskoða hversu oft við berum á okkur sólar- vörn. Við sáum för í dag, en sáum reyndar ekki í hvora áttina þau lágu. Við vitum ekki hvað göm- ul þau eru, en sennilega eru þau eftir Frakkana sem við bjuggumst við að hitta. Við höfum senni- lega farið á mis við þá í vonda veðrinu um daginn. Síðustu nótt var frostið -24 flC en á daginn hefur verið -11 flC. Síðdegis í dag fór hlýnandi og var komið í -6 flC en er kólnandi nú aftur með kvöldinu. í morgun bræddum við gat á annað tjaldið en það var sett upp saumaverkstæði f skyndi og við gerðum við það og er það í góðu lagi núna. Dagurinn er I föstum skorðum. Við göngum í um það bil eins og hálfstíma lotum og tökum um hálftíma hlé á milli, fer reyndar eftir veðri. Hléin eru 3-4 á dag. Ef það er skafrenningur förum við í dúnúlpurnar og snúum baki í vindinn sitjandi á snjóþotunum og svo étum við okkur til hita, borð- um harðfiskinn með miklu smjöri. Hann er til hádegisverðar á hverjum degi og þykir einstaklega góður. í þessu færi þarf ekkert að troða en um daginn í snjónum skiptumst við á að troða, hver tróð í 20 mínútur og þá kom næsti. Við höfum einungis þrisvar þurft að hlaða varnarvegg annars tjöldum við beint á jöklinum. Varnarveggurinn er skeifulaga og hlaðið að honum að utanverðu þannig að fjúki yfir hann. Á kvöldin eldum við þegar við komumst inn í tjöldin og förum svo beint að sofa. Eini dagurinn sem við höfum gripið til lesefnis er daginn sem við vorum veðurteppt. Staðsetning 11. næturstaðar: 66fl 14’ 37” N 42fl 14’ 48” V u.þ.b. 2200 m hæð. Ferðadagar: 12 Lagt að baki: 171,3 km Hafíd þið hugleitt hvaða áhrif lerð ykkar hefur á aðrar konur? „Við vonum að hún sé hvetjandi fyrir þær stelpur sem eru að byrja í fjallaferðum. Það er mjög mikilvægt að stelpur hafi úrval fyr- irmynda því það getur hjálpað þeim að skapa sér sína eigin sjálfsmynd.” Þórey tekur dæmi af því þegar Spice girl á- hugi stelpnanna í bekknum sem hún kennir gjörbreyttist á þeim tíma sem Vala Flosa- dóttir varð heimsmeistari. Stelpurnar gerðu hana að sinni fyrirmynd og áhugi þeirra á Spice girl snar minnkaði. „Konur eru lítt á- berandi í fjallamennsku og lítið fjallað um afrek þeirra, rétt eins og í öðrum íþrótta- greinum. Fyrir fáum árum fór til dæmis fyrsta konan þvert yfir landið á gönguskíð- um. Um það var nánast ekkert fjallað í fjöl- miðlum.” Eruð þið sáttar við umfjöllunina um ykk- ur í fjölmiðlum? „Samanborið við aðra álíka leiðangra hefur umfjöllunin verið lítil. Fjöhniðlar hafa ekki sýnt okkur mikinn áhuga og ferðin þykir greinilega ekki mjög fréttnæm. Það má segja að áhuginn á ferðinni hafa ekki kviknað að ráði fyrr en við vorum meira en hálfnaðar og þá út frá þeirri forsendu að okkur vantaði kaffi! Við höfum hins vegar fengið mikil við- brögð frá almenningi og finnst það mjög ánægjulegt.” dömubindi og tíðatappa um 100 ár að eyðast úti í náttúrunni og því hefðum við þurft að bera þetta niður aftur eins og allt annað rusl. Við notuðum svokallaðan álfabikar sem er nýlega kominn á markað og er margnota tíðatappi. Við mælum með álfabikurum í fjallaferðir.” Hvernig gekk ykkur að útvega styrktar- aðila? „Það var mjög erfitt fyrir okkur að útvega styrki og við bárum því tvo þriðju af kostn- aðinum sjálfar. Við komumst mjög fijótlega að því að það væri erfiðara að afla styrkja til kvennaferða en karlaferða. Við höfðum sam- band við fjölda fyrirtækja og verslana og á sumum stöðum var okkur neitað á þeirri for- sendu að eingöngu líknar- og íþróttafélög væru styrkt. Við vissum hins vegar að mörg þessara fyrirtækja styrktu Everestfarana og Suðurskauts- og Grænlandsfarana sem gengu yfir jökulinn árið 1993. Við fengum það á tilfinninguna að sumir tryðu því ekki að við myndum klára ferðina. I þeirra augum var þetta kannski áhættuauglýsing. Einn að- ili sagði til dæmis að hann styrkti þetta fram- tak hvort sem við kláruðum ferðina eða ekki. Að sjálfsögðu kom aldrei neitt annað til greina en að við kláruðum ferðina.” Leitarðu suara? Vantar þig upplýsingar um þjónustu, rekstur eða stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Ef svo er, vinsamlega hringdu í upplýsingaþjónustu Ráðhússins í síma 563 2005 eða flettu uppá heimasíðu Reykjavíkurborgar *á Internetinu: http://www.reykjavik.is vra 29

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.