Vera - 01.06.1998, Síða 15

Vera - 01.06.1998, Síða 15
hafa, þrátt fyrir ríkjandi hugmyndir um stöðu þeirra, þurft að vinna til að afla fjölskyldunni viðbótartekna. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er með því hæsta sem gerist í aðildarlöndum Evrópska efnahagssvæðisins (ESB-aðildarlöndin, Island, Noregur og Lichtenstein). Þessi mikla atvinnuþátttaka virðist lítið hafa dregið úr launamun karla og kvenna. Ríkjandi hugmyndafræði um fyrirvinnuhlutverk karla og móðurhlutverk kvenna hefur á vissan hátt réttlætt lægri laun fyrir vinnu kvenna. Fæðingarorlofsgreiðslur á hinum almenna vinnumakaði eru eitt dæmi um hvernig vinna kvenna er vanmetin kerfisbundið. Þessar greiðslur eru í engum tengslum við laun kvenna fyrir barnsburð, þrátt fyrir að rétturinn til þeirra sé bundinn „Mjög margar kanur á íslenskum vinnumarkaði eru í umönnunarstörlum. El marka má launin virðist það vera ríkjandi viðhorf að umönnun bama, aldraðra og íatlaðra sé ekki eiginleg vinna." Akureyri. Þessar þrjár menntastofnanir bjóða upp á stutt en fjölþætt nám fyrir atvinnulaust fólk og í mörgum tilfellum er námið aðeins ætlað atvinnulausum konum. Námsflokkar Reykjvíkur bjóða t.d. upp á starfstengt nám fyrir verðandi skólaliða, nám og starfsþjálfun fyrir langtíma atvinnulausar konur á aldrinum 40-59 ára, skrifstofuþjálfun fyrir atvinnulaust skrifstofufólk og námskeið í prentiðnaði og textíl fyrir atvinnulausa. Menntasmiðjan á Akureyri hefur algjöra sérstöðu hvað varðar aðgang atvinnulausra kvenna sem eru 60 ára og eldri til menntunar. MFA-skólarnir hafa verið settir upp í Keflavík og á Sauðárkróki en landsbyggðin hefur dregist dálítið aftur úr hvað varðar aðgerðir í málefnum atvinnulausra. Meirihluti þeirra sem sækja þessi námskeið fá vinnu að loknu námi og nokkuð er um að þetta fólk fari aftur inn í skólakerfið til leita sér frekari menntunar. Hlutverk þessara menntastofnana hefur því þróast yfir í að vera brú milli atvinnuleysis og atvinnu annars vegar og atvinnuleysis og menntakerfisins hins vegar. Á hinn bóginn hefur svo töluvert verið gert til að hvetja atvinnulausar konur til að fara út í atvinnurekstur eða styðja fyrirtæki kvenna þannig að þau geti stækkað. I því sambandi má nefna Jóhönnusjóðinn, sem er í umsjá Vinnumálastofnunar, Brautargengi og Lánatryggingasjóð kvenna. Hjá Evrópusambandinu hefur verið lögð rík áhersla á stuðning við fyrirtæki kvenna. Það er þó að breytast og nú er meira lagt upp úr endurmenntun og endurþjálfun atvinnulausra kvenna þar sem komið hefur í ljós að atvinnurekstur hjálpar aðeins litlum hópi þeirra. Fyrirtæki kvenna eru líka yfirleitt á kvennasviði ef svo má segja, þær sækja margar í sama farið svo að samkeppnin verður oft mjög hörð. Fáum konurn hefur tekist að hasla sér völl á vettvangi karla svo að þátttaka kvenna í fyrirtækjarekstri breytir litlu um heildartekjur þeirra eða launamun karla og kvenna.” En er það menntunarskortur sem stendur konum fyrir þrifum? Eru þser ekki einmitt upp til hópa húnar að mennta sig en sitja samt í sama farinu hvað varðar atvinnu, laun og starfsframa? „Jú, en það er okkar kynslóð og segir ekki alla söguna. Stórt hlutfall atvinnulausra kvenna eru ófaglærðar og reyndar er hlutfall ófaglærðra hærra meðal atvinnulausra en þeirra sem eru á vinnumarkaði. Annað einkenni atvinnuleysisins hér á landi er að það er mest í yngstu og elstu aldurshópunum. Okkur hefur því ekki tekist að tryggja greiða leið ungs fólks úr skólakerfinu yfir í atvinnulífið. Aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi eru í raun nýr málaflokkur sem hefur þróast líkt og aðrir málaflokkar, þ.e. grasrótarhópar og óháðir aðilar hafa fundið hjá sér þörf til að taka á vandanum og fengið til þess fjárstuðning frá bæjaryfirvöldum og ríkinu. Við erum á grasrótarstiginu núna og slíkt framtak er jákvætt í sjálfu sér en samstarf þeirra aðila sem koma að málaflokknum er mjög takmarkað og ekkert heildstætt mat hefur farið fram á þörfinni fyrir aðstoð við atvinnulausa. Mörgum spurningum er enn ósvarað, t.d. hvaða aldurshópar fá nú þegar einhverja þjónustu og hverjir ekki? Hvað verður um þá sem ekki fá vinnu eftir að hafa lokið námskeiðum fyrir atvinnulausa? Sitja atvinnulausir búsettir á hinum srnærri stöðum við sama borð og atvinnulausir í Reykjavík og á Akureyri? Þá vantar tilfinnanlega námskeið fyrir fólk sem fær stuðning frá félagsmálastofnunum. Það er í sjálfu sér mjög merkilegt að Evrópusambandið sé að fjármagna svona úttekt því enginn annar aðili, þar með talið Rannsóknarráð íslands, hefur sýnt áhuga á að styrkja rannsóknir á þróun íslensks vinnumarkaðar. Áhugaleysið er mjög bagalegt fyrir íslenska kvennabaráttu, þar sem einn mikilvægasti þáttur hennar er að upplýsa stjórnvöld, atvinnurekendur og almenning um aðstæður kvenna samanborið við aðstæður karla og þá þætti sem draga úr framgangi kvenna á vinnumarkaði. Þær fáu rannsóknir sem til eru á stöðu kvenna á íslenskum vinnumarkaði einskorðast við laun karla og kvenna, þ.e. að útskýra kynbundinn launamun.” En samt breytist ekkert í þeim efnum. „Nei, en launamunurinn stafar af mörgum þáttum. Hér er sú hugmyndafræði ríkjandi að konur séu fyrst og fremst eiginkonur og mæður og að lcarlar séu fyrirvinnur. Atvinnulífið hefur aftur á móti ekki greitt meirihluta karla fyrirvinnulaun þannig að íslenskar konur við ákveðinn vinnustundafjölda. Þetta er andstætt við allt sem þekkist í aðildarlöndum Evrópusambandsins. í flestum þeirra er litið á áunninn rétt til fæðingarorlofs sem leyfi frá vinnu og ber því að tengja greiðslur við tekjur fyrir barnsburð. Með því að rjúfa tengingu fæðingarorlofsgreiðslna við laun á hinum almenna vinnumarkaði, gengur íslenska ríkið frarn fyrir skjöldu í að vanmeta umönnunarstörf. Mjög margar konur á íslenskum vinnumarkaði eru í einhverjum umönnunarstörfum. Ef marka má launin virðist það vera ríkjandi viðhorf að umönnun barna, aldraðra og fatlaðra sé ekki eiginleg vinna. Ef við skoðurn aftur á móti hvernig konur og karlar hér á landi samþætta atvinnu og fjölskyldulíf kemur í ljós að það eru svo til eingöngu konur á íslandi sem samræma þetta tvennt. Fram til 25 ára aldurs er enginn munur á atvinnuþátttöku kynjanna en eftir að fyrsta barnið er fætt skýrist verkaskiptingin. Konur fara í fæðingarorlof í að minnsta kosti 6 mánuði og koma svo aftur inn á vinnumarkaðinn í hlutastörf. Þegar konur eru komnar í hlutastörf fara þær fyrst að dragast verulega aftur úr körlum á vinnumarkaði, þar sem slík störf bjóða í fæstum tilfellum upp á sömu framamöguleika og heilsdagsstörf. Það þarf því að tryggja að konur geti haldið áfram í sínu fyrra starfi en eigi rétt á tímabundinni styttingu vinnutímans og/eða sveigjanlegum vinnutíma vegna fjölskylduaðstæðna. Karlar aftur á móti auka við sig vinnuna um 8 stundir á viku þegar þeir eignast barn. Afar fáir feður taka bluta fæðingarorlofsins þar sem það er of stutt til skiptanna. Danskar rannsóknir sýna að 6 mánuðir er sá tími sem mæður telja sig þurfa með nýfæddu barni sínu. Það er athyglisvert að fæðingarorlofið er mun betra hjá ríkinu en í einkageiranum. Konur halda fullum launum þessa 6 mánuði hjá ríkinu eða geta verið á hálfum launum í heilt ár. Þetta tel ég vera eina ástæðu fyrir því að margar konur hafa sóst eftir því að vinna fyrir ríkið. En hvað varðar launabilið þá hefur það verið að aukast í þenslunni. Það sem gerist alltaf í uppsveiflu er að laun kvenna eru lengur að hækka en laun karla. Laun karla hækka um leið og betur árar en konur fylgja hægt á eftir. Þegar síðan samdráttur skellur á aftur eru þær oft ekki búnar að ná körlunum. Þannig getum við endað með stærra launabil en nokkru sinni áður í lok þessa þenslutímabils.” En er þá ekkert um annað að ræða en velja annað hvort starfsframa eða fjoiskyidu eins og búið er að fjölskyldunni á íslandi? Er ekki hægt að samræma þetta? „Eg er ekki svo viss um að konur sem velja sér starfsframa geti fengið hann. Ég held nefnilega að margar konur velji frama og komist svo að því með tímanum að lengra komist þær ekki, alveg sama hvað þær reyni, og þá fari þær að eignast börn. En þetta fer svolítið eftir starfsgreinum. Konur í kvennastéttum eiga meiri möguleika á að komast í yfirmannsstöður heldur en konur í karlagreinum. Á þessu eru auðvitað undantekningar en þær eru því miður alltof fáar og flestar víra 15 Kjararoál

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.