Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 10

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 10
Kjaramál Heldur þú að geti verið að atvinnurekendur haíi það viðharl að konur eigi ekki að gera sömu launakröfur og karlar? „Það er eitthvað um það. Ég held samt að það sé ekki ráðandi þáttur, ^ sbr. það sem ég var að reyna að draga fram í grein minni. Ég held að (p þessi 40% launamunur skapist ekki vegna þess að yfirmenn séu með > fordóma gagnvart konum. Hann skapast vegna fleiri þátta. Dönsk 44 könnun sem gerð var fyrir nokkru sýndi fram á að karlar vinna bæði meira og sýna önnur viðhorf til vinnunnar en konurnar. Ábyrgðin á heimilunum er meiri hjá konunum. Þær eru kannski ekki með hugann að fullu við starfið vegna þeirrar ábyrgðar. Ef við líkjum vinnunni við íþróttir þá hefur sá sem er duglegastur á æfingum og leggur sig mest fram meiri möguleika á að ná árangri eða starfsframa en sá sem reyn- ir alltaf að fylla út í tímann og hleypur út af æfingunni um leið og hún er búin. Launamunurinn skapast vegna ábyrgðarinnar heima fyrir. Karlarnir hafa tækifæri til að æfa sig betur í vinnunni, eða a.m.k. að láta líta út fyrir að þeir séu verðugri að njóta starfsframa.” Hvernig getum við breytt því að annar íþráttamaðurinn þarf alltaf að hlaupa út af æfingunni á meðan hinn getur æft tímun- um saman? „Ég hef velt því fyrir mér hvernig við getum breytt því. Hvort hægt væri að gera rannsókn á því hvernig vinnan á heimilinu skiptist á milli Stéttarfélagið verður aldrei sterkara en íélagsmennimir sem í því em. Á upphafsárurn verkalýðshreyfingarinnar vomm við framfaraafl. Við höfum verið að breytast meira í verði kyrrstöðunnar." hjóna. Mæla hversu mikil vinna er unnin á heimilinu. Miða kannski við 80 fm. íbúð og tvö börn. Eru það 40 tímar á viku sem þarf að vinna? Ég heyrði að í Austurríki væri lögboðin skylda karla að vinna jafnt inni á heimilunum. Eitthvað í þessa áttina er nauðsynlegt að byrja á til að meta ábyrgðina og heimilisstörfin. Hjón þyrftu að skipta með sér verkum, eða hvernig sem þetta er haft. Annar aðilinn á að skila helmingi af tímanum eða þá að kaupa starfskraft í verkið. Sé mikið að gera í vinnunni þá vikuna sem hann á að sinna heimilinu verður hann að skipta á vakt eða vinnu við vinnufélaga eða redda sér á einhvern hátt. Við þurfum rétta reglustiku og mæla þessi störf.” Er vinnan við undirbúning þessara mælinga langt komin? „Ég hef nú bara verið sjálfur að hugsa um þetta. Þetta er ekki komið á neitt skrið. Ég sé samt að með þessu gætu konur og karlar unnið jafn mikið og haft sömu viðhorf til vinnu. Þá er ekki önnur ábyrgð sem truflar vinnuna. Konur og karlar ættu þá að skila sama magni og gæð- um inn á vinnumarkaðinn.” Konur virðast eiga erfitt með að komast upp fyrir 120 þúsund króna múrinn, hvort sem þær eru einhleypar eða með fjölskyldu. Hvaða skýríngu hefur þú á launaþakinu? „Það er eflaust sambland af fordómum og því sem ég sagði hér á und- an. I Danmörku er talað um að ef finna þurfi starfskraft sem er sam- viskusamur, ætlar að vera lengi í starfinu og er ekki á leiðinni upp met- orðastigann, þá sé best að ráða konu. Ef á að ráða einhvern sem ætl- ar að klífa upp metorðastigann, þá sé ráðinn karlmaður. Ég held að þetta sé frekar algengt viðhorf. fmyndin er sú að stelpurnar vilji mæta í vinnuna, vera sinn vinnutíma og labba út á um leið og vinnu lýkur. Vegna ímyndarinnar fá þær hlutfallslega færri tækifæri. Með fyrir- tækjasamningum eru gerðar miklu meiri kröfur til launamannsins. Hann á að hugsa um hvað hann er að gera. Hann ber ábyrgð á afköst- um í sínu starfi og þar með launum. Sá sem situr og bíður eftir að at- vinnurekandinn eða verkalýðsfélagið sjái til þess að hækka við hann launin, verður alltaf á lágum launum. Þetta er samspil margra þátta.” 10 v3ra Mjög hátt hlutfall félaga vill að Vfí stuðli að tekjujöfnun kynj- anna. Fannst ykkur þetta merkileg niðurstaða? „Jú. í könnuninni kemur í ljós að þetta er sá þáttur sem við eigum helst að sinna að mati VR- félaga.” Hvað hafið þið gert vegna þessa? „Niðurstaðan kom inn rétt fyrir kjarasamninga 1997. Stór hluti af könnuninni birtist í fjölmiðlum en við geymdum kaflann um launamun kynjanna og ætluðum að koma honum í umræðuna eftir kjarasamn- ingana í maí í fyrra. Við fengum engin viðbrögð frá fjölmiðlum á þeim tímapunkti. Síðan átti að taka þetta upp í vetur en hefur ekki verið gert enn.” Þurfið þið ekki að ráða til ykkar jafnréttisfulltrúa til að sinna þessum málum? „Ég gæti alveg séð það fyrir mér.” Nú kemur fram í könnuninni að 10,1% félaga taka laun sam- kvæmt samningi. Kom það ykkur á óvart? „Þetta kom okkur á óvart. Við vissum að launin hefðu skriðið upp fyr- ir samninga. Þeir sem fylgja taxta eru helst þeir sem starfa í verslun. Þá unga fólkið, skólakrakkar sem eru á grunntaxta. Það er mjög erfitt að ná í þennan hóp.” Eru fyrírtækjasamningar eitthvað sem þið ætlið að beita ykkur fyrir? „Við höfum reynt að hvetja til þess, t.d. með vali á fyrirtæki ársins. Stéttarfélagið verður aldrei sterkara en félagsmennirnir sem í því eru. Á upphafsárum verkalýðshreyfingarinnar vorum við framfaraafl. Við höfum verið að breytast meira í verði kyrrstöðunnar, í stað þess að vera drifkrafturinn eins og við vorum. Verkalýðshreyfingin er ákveðið öryggisnet sem er nánast fullgert. Við erum búin að stoppa í flest göt- in og eingöngu viðhaldsvinna eftir.” Ef finna þurfi starfskraft sem er samviskusamur, ætlar að vera lengi í starfinu og er ekki á leiðinni upp metorðastig- ann, þá sé best að ráða konu. Ef á að ráða einhvem sem ætlar að klífa upp metorðastigann, þá sé ráðinn karlmaður. Er ekki kominn tími fyrír nýjar áherslur í verkalýðshreyfing- unni? „Víða erlendis hafa verkalýðsfélögin breytt áherslum sínum og fært sig til fólksins, á vinnustaðina. Rétta fólkinu tæki og mælistikur sem eru vopn í persónulegum málum á vinnustöðum. Ég get séð þessa þróun heimfærða upp á VR.” Hefur VR unnið að því að karlmenn taki sér fæðingarorlof? „VR eitt og sér hefur ekki beitt sér í því . Alþýðusambandið hefur meira verið í framlínu þar t.d. í tengslum við ríkisvaldið. Það hefur ekki verið sterk krafa uppi hjá okkur. Við höfum ekki fundið það með- al okkar félagsmanna.” Hvað er svo framundan í launabaráttunni? ”Það er búið að reyna að einangra og skoða þá þætti sem ég tel vera ráðandi varðandi Iaunamun. Ég vil sjá breytingar sem eru ekki bara fallegar á pappír heldur virka í raun. Það er kominn tími til fram- kvæmda.”

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.