Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 8

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 8
Kjaramál Atriðin sem hægt var að velja um voru: • Starfs- og eftirmenntun ^ • Lífeyrismál q • Ódýrir valkostir í sumarfríum aj • Sjúkrasjóðir • Vinnuvernd s.s. atvinnuöryggi • Aðstoð í ágreiningsmálum • Kjararéttindi • Tekjujöfnun kynja ■ Aðhald fyrir stjórnvöld Alls töldu 86,7% félagsmanna kjararéttindi vera mjög mikilvæg og 11,8% frekar mikilvæg. Fast á eftir fylgir tekjujöfnun kynjanna en 84,5% finnst það mjög mikilvægt og 1 1,2% frekar mikilvægt. Þessi niðurstaða er mjög athyglisverð í Ijósi þess að VR er langstærsta verka- lýðsfélag landsins og launamunur félagsmanna mikill. Til að varpa ljósi á tekjumun kynjanna voru skoðaðar nokkrar breyt- ur. Fyrst og fremst voru breyturnar kynferði og vinnutími skoðaðar. Kynferði hafði mikið meiri áhrif en vinnutíminn. Aðrar breytur sem þóttu líklegar til að hafa áhrif voru: Kröfur í vinnu, atvinnugrein og starfsheiti. Aðhvarfsgreining var notuð til að skoða sameiginleg áhrif á breytileika tekna. Sameiginleg áhrif af kröfum í vinnu, kynferði, vinnutíma, atvinnugrein og starfsheiti reyndust skýra 34,1% af launa- tekjum. ,\bveVttvf 10 tíma kort kynningarverði kr. 3.700 Engar tímatakmarkanir staðurjyrirþte Í Jsb kort veitir 1 30% afslátt í ljós Sumarkortið 3ja nuinaða kort á 7200.- Gilda í‘rá 1/0 - 30/8 1098 utimar, púltímar, Jsb tímar, púlsinn upp. Ilaupabrautir, þrekhestar ofl 'atnsgufa, heilsusturtur. Munið að endurnýja JSB kortið! Lágmúla 9 • Símí 581 3730 Niðurstaðan var túlkuð á þá leið að laun karla hækk- uðu hlutfallslega meira en kvenna með meiri körfum í vinnunni en þar reyndist þó ekki vera marktækur munur á. Kynferðið skiptir einnig verulegu máli fyrir breytileika í tekjum á þann veg að konur bera minna úr býtum en karlar fyrir sambærilegan vinnutíma og sambærilegar kröfur í vinnu. Atvinnugrein eða starfsheiti skiptir þar engu máli. Niðurstaðan hlýtur að vera hvatning til stjórn- enda VR og auðvitað ann- arra í landinu að eyða ÖLLUM launamun kynj- anna. Það að kynferðið skipti máli þegar launamál eru rædd á ekki að við- gangast. Atvinnurekendur eiga að sjá sóma sinn í því að greiða starfsfólki sann- gjörn laun fyrir þá vinnu sem það skilar af sér, hvort sem um er að ræða karl- mann eða konu. 8 v€ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.