Vera - 01.06.1998, Síða 41

Vera - 01.06.1998, Síða 41
í 1 Feministi Tbrtímandi Rimbaud hefur orðið ýmsum íhugunar- eða yrkisefni enda vel þekkt. samband (Total eclipse) Anna Dlafsdóttir Björnsson Ekki vinsælasta myndin Kvikmynd Agnieszku Holland rekur sögu þeirra trúverðuglega. Mynd- in fékk þó ekkert sérlega góðar viðtökur rniðað við fyrri verk Agnieszku en hún fékk m.a. Golden Globe verðlaunin fyrir kvikmynd sína Europa Europa árið 1992. Myndin er þó allrar athygli verð á fleiri en einn veg. Alger eigingirni karlmannanna í nafni réttar þeirra til að vera listamenn er sláandi andstæða aðstæðna kvennanna í myndinni sem eru nánast ekki taldar með sem vitsmunaverur og félagar. Þær koma fram sem góð kvonföng, raunsæjar rnæður eða gleðikonur sem hafa lítinn skilning á snilligáfu skáldanna. Hvort sem það er markviss ætlun leikstjóra eða ekki kemst þessi mynd mjög vel til skila. Togstreita og lífslygi í forgrunni er þó fyrst og fremst saga sambands skáldanna og togstreit- an sem hún veldur. Verlaine grípur til ofbeldis gagnvart konu sinni í angist sinni og lífslygi en tekst Kvenleikstjórar eru enn sem komið er ekki á hverju strái og þeir sem fá næg verkefni eru heldur ekki of margir. I þessum pistli verður sagt frá einni af nýjustu kvikmyndum eins þeirra, hinnar pólsku Agnieszku Hol- land sem hefur verið ein hin afkastamesta í þessum fámenna hópi og fengið meiri viður- kenningu og fleiri tækifæri en flestar kyn- ekki að velta ábyrgðinni á sjálfri sér yfir á hana. Óregla Verlaine er ekki hafin á stall eins og í sumum eldri frásögn- um af skáldunum þar sem eilíf absinth-drykkja er vafin dýrð- arljóma. Ég held að enginn nema kona gæti gert þessari sögu skil á sama hátt og þetta er satt að segja í fyrsta sinn sem ég næ einhverju sambandi við þessa velþekktu sögu. Draumur Mathilde, eiginkonu Verlaine, er að flytja til Nýju Kaledóníu og takast þar á við drykkjuna og einnig að losna undan draugum fortíðarinnar, Rimbaud og útskúfun Verlaine í kjölfar falls Parísarkommún- unnar. Leonardo di Caprio góður Höfundur skilar vel bæði góðu systra hennar. Hún hefur bæði fengist við handritsgerð og leikstjórn og kom við sögu gerðar tveggja mynda þríleiksins sem kenndur er við liti franska fánans, Rauðan, Bláan og Hvítan þar sem hún skrifaði (ásamt tveimur öðrum) handrit af Bláum og var ráðgefandi við Rauðan en leikstjóri var sem kunnugt er landi hennar, Krzysztof Kieslowski. Kvikmynd sú sem hér er fjallað um heitir Total eclipse en ég tek mér það bessaleyfi að kalla hana Tortímandi samband með visan í efni mynd- annnar. Skáld í ólgu Parísarkommúnu Árið er 1871 og París er enn titrandi eftir átökin í kringum Parísar- kommúnuna. Ungt og óheflað skáld, 16 ára, kemur utan af landi og sest að hjá eldri skáldbróður. Sá yngri er Rimbaud sem enn er óþekkt- ur með öllu, sá eldri Verlaine, sem er þekkt skáld en fylgdi byltingunni fyrr á árinu og lifir nú á góðsemi tengdaföður síns. Eiginkonan, barn- ung, á von á barni. Saga hins tortímandi ástarsambands Verlaine og v&a 41 og slæmu stundunum í lífi skáldanna (sundur og saman) og best tekst henni að skila sundurslitinni tilveru Verlaine. Það er þó Leonardo di Caprio sem stelur senunni í hlutverki Rimbaud. Fullkomin eigingirni drengsins sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann fái ekkert nerna að hrifsa það og halda fast er trúverðug í túlkun hans. Það jaðr- ar við ofleik í túlkun David Thewlis á Verlaine, en þó er vel hægt að hugsa sér mann með jafn öfgafullt skapferli og hann. Samband skáldanna var tortímandi fyrst og fremst vegna þess að samskipti þeirra byggðu á öfgum annars og eigingirni hins. Annar þáttur í sam- skiptum þeirra var sá að samband þeirra var samfélaginu ekki þókn- anlegt. Á því seyði fengu þeir að súpa og voru dæmdir til fangelsisvist- ar á endanum fyrir vikið. Hversu sterk áhrif fordæming samfélagsins hafði á samband þeirra er ekki auðvelt að taka afstöðu til út frá mynd- inni. Þyngra virðist óregla Verlaine vega og skortur á heiðarleika í sam- skiptum mannanna. Verðskuldar betri dóma Þetta er kvikmynd sem verðskuldar betri dóma en hún fékk og gefur nýja sýn á gamla og svolítið klisjukennda sögu. Því er óhætt að rnæla með henni fyrir þau ykkar sem hafið gaman af dramatískri og vel sagðri sögu og ágætum leik.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.