Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 7

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 7
Hæstu launin í iðnaði Einn þáttur könnunarinnar var að flokka starfsgreinarnar í atvinnugreinar og undirflokka. Atvinnugreinarnar skipt- ust í fjóra flokka: ■ Iðnaður • Heildsala • Smásala • Þjónusta Undirflokkar og starfsheiti skiptust í eftirfarandi flokka: ■ Afgreiðsla • Almennt skrifstofustarf • Sérhæft skrifstofustarf ■ Sérfræðistörf • Sala • Lager, framleiðsla • Þjónusta Minnst var greitt fyrir afgreiðslustörf og almenn skrifstofu- störf. Mest var greitt fyrir sérfræðistörf og þjónustustörfin. I flestum tilfellum eru konur í almennum skrifstofustörfum en misjafnt er, eftir því hvers konar fyrirtæki er um að ræða, hvort karlmaður eða kona sinni afgreiðslustarfi. Þegar skrifstofu- störfin verða sérhæfðari, og jafnvel sérfræðistörf, stighækka launin og að sama skapi fjölgar karlmönnum sem sinna þeim störfum. Sú atvinnugrein sem greiðir hæstu meðallaunin er iðnaður. Þar fær afgreiðslufólk töluvert hærri laun en þeir sem sinna almennri skrifstofuvinnu. Hvernig skyldi standa á því? Bilið á milli þessara tveggja starfsheita er hvergi eins mikið og í iðnaði eða rúmlega 30%. Lengri vinnutími gæti verið hluti af skýringunni en líklegt er að kynferði starfsmanna ráði þar meiru. Mjög fáar konur eru í afgreiðslustöfum í iðnaði og lík- legt að fáir karlmenn sinni hinum almennu skrifstofustörfum. Háskólanám tryggir ekki hærri tekjur Skoðað var hvort munur væri á tekjum fólks eftir menntun. Þar reyndist ekki vera munur á tekjum en töluverður munur var á tekjum eftir vinnutíma og kyni. Athyglisvert er að sjá að þeir sem hafa lokið grunnskólanámi eru með 162.409 kr í með- allaun á meðan þeir sem hafa lokið háskólanámi eru með 162.390 kr. í meðallaun. Að mennta- og háskólanámi loknu hafa félagar í VR 19 kr. lægri mánaðarlaun að meðaltali en þeir sem eingöngu hafa lokið grunnskólanámi. Launabilið á milli kynjanna er líka mest á milli þeirra sem hafa lokiðháskólanámi. Karlar eru með 202.027 kr. á mánuði í meðallaun fyrir 50,82 klst. á viku. Konur eru með 124.787 kr. á mánuði í meðallaun fyrir 42.94 klst. á viku). Launarpunurinn er 60%. Konur með háskólapróf og félagar í VR ættu að fara að hugsa sinn gang í launakröfum sínum. Konurnar sem lokið hafa grunnskólanámi, verknámi eða sérskólanámi eru allar með hærri laun en konur sem lokið hafa háskólanámi. Konur sem lokið hafa verknámi eru með 139.362 kr. í meðallaun á meðan karlar sem lokið hafa sama námi eru með 165.817 kr. Bilið er minnst á milli þcirra. í sama hluta könnunarinnar komu fram hæstu laun í úrtak- inu. Þar kemur fram að 38 karlar sem lokið hafa sérskóla hafa 600.000 kr laun á mánuði á meðan hæstu laun 13 kvenna með sömu menntun eru 250.000 kr. Konur sem eingöngu hafa lok- ið grunnskólanámi trompa kynsystur sínar enn í launum. Átta konur í þeim flokki hafa 350.000 kr. á mánuði og eru það hæstu launin sem konur í úrtakinu virtust hafa. Jafnrétti í launamálum Viðhorf félagsmanna til VR voru athuguð í umræddri könnun. Athyglisverðar niðurstöður komu fram þegar spurt var um mikilvægi einstakra atriða. rH 'CÖ B a u cd Þú getur fariö á VR taxtann ef þú ert ekki ánægö Viðmælandi okkar er 29 ára kona sem hefur lokib háskólaprófi. Fyrir tveimur árum réð hún sig til starfa hjá einkafyrirtæki sem veitir sér- hæfða þjónustu. Starfssvib hennar var töluverö tölvuvinnsla auk þess að bera áhyrgð á þjónustuaðilum á vegum fyrirtækisins. Flest allir starfsmenn fyrir- tækisins unnu sérhæfð störf og höfðu mismunandi menntun ab baki. Mikill meirihluti starfsmanna var karlmenn. Hún átti að fá 100.000 kr. í byrjunar- laun og launahækkun eftir þriggja mánaða vinnu. í fyrsta viötalinu við framkvæmdastjórann talaði hann um að auðvelt væri að vinna sig upp í launum um leiö og fólk væri búið að sanna sig á vinnustaðnum og möguleiki á að skipta um starfssvið innan fyrirtækisins. í viðtalinu var konan spurð hvort hún ætti börn og hefði pössun fyrir þau ef þau veiktust. Henni var jafnframt bent á að hún gæti þurft að vinna á öðrum tímum en hefðbundnum vinnutíma ef eitthvað kæmi upp á, s.s. veik börn. Henni var bent á að verið væri aö ráða starfsmann til a.m.k. tveggja ára og hvort hún geröi sér grein fyrir því. Hún var spurð hvort hún gæti unnið yfirvinnu meö litlum fyrirvara og skýrt tekið fram að nauösynlegt væri að geta það. Vinnan hófst og konan var ánægð í vinnunni. Fyrstu mánuöina þurfti hún aö vinna mjög mikla yf- irvinnu. Á fyrsta launaseðlinum sem hún fékk kom í Ijós að öll yfirvinnan var á dag- vinnukaupi. Þegar hún óskaði skýringa var henni bent á að launakerfið væri þannig byggt upp að ekki væri hvatt til yfirvinnu. Meö því að vinna alltaf á dagvinnukaupi væri gefinn sveigjanlegri vinnutími. Fólk gæti mætt klukkan 10:00 og farið heim klukkan 18:00 ef þaö hentaði betur. Yfirmaður konunnar var hins vegar ekki hrifinn af þessari stefnu og því átti hún alltaf að vinna frá 9:00-17:00. Þegar konan lét undrun sína i Ijós benti framkvæmdastjórinn henni á að hún væri yfirborguð af VR taxta en það mætti alveg breyta því og þá fengi hún yfirvinnu greidda aö loknum átta stunda vinnudegi. Á launaseðlinum þremur mánuðum eftir ráðningu höföu launin ekki hækkað.Konan fór til framkvæmdastjórans og spurði um hækkunina. Á svipuðum tíma voru launa- hækkanir framundan hjá VR og framkvæmdastjórinn bað konuna að bíða þannig að hægt væri aö skella þessu saman. Tveimur mánuðum síðar var búið aö hækka laun- in um 16.000 kr. sem var launahækkun VR og þriggja mánaða hækkunin saman. Það var öll hækkunin sem búið var að lofa. Tekið skal fram að framkvæmdastjórinn var mjög ánægður með störf konunnar og sama máli gegndi um samstarfsfólk hennar. Launin hækkuöu ekkert í meira en ár. Konan fór á fund framkvæmdastjórans og baö um launahækkun og jafnvel tilfærslu þar sem henni fannst starfið orðið einhæft og sá möguleika til að nýta krafta sína ann- ars staðar í fyrirtækinu. Hún bað um aö grunnlaunin yrðu færö upp í 150.000 - 170.000 krónur. Framkvæmdastjórinn átti bágt með að leyna undrun sinni á kröfum hennar en eftir miklar málamiðlanir samþykkti hann að veita henni 15.000 króna bif- reiðastyrk sem hún fengi beint í vasann. Starfiö hennar væri þó þess eðlis að hann væri ekki tilbúinn aö greiða hærri laun en hún væri þegar með. Á sama tíma voru ráönir tveir karlmenn við fyrirtækið til sambærilegra starfa. Konan er þess fullviss að þeir fengu töluvert hærri byrjunarlaun en hún var að berjast fyrir eftir eitt ár hjá fyrir- tækinu. Þeir sem bíta frá sér eru verðlaunaðir Þegar hún spurði hvort hún gæti ekki fengið meira ábyrgðarstarf til að geta þá fengið hærri laun var fátt um svör. Framkvæmdastjórinn sagði að ekki væri þörf fyrir starfs- krafta hennar í öörum deildum fyrirtækisins. Nokkrum mánuðum síðar fór konan enn og aftur á fund framkvæmdastjórans og ítrekaöi ósk sína um að fá annað starf en fékk sama svar. Konan lagði hart að honum aö fá að vita af hverju hún fengi ekki tilfærslu innan fyrirtækisins. Einhver ástæða hlyti að vera fyrir þvi . Hún vissi að starfsmenn- irnir væru ánægðir með störf hennar. Hún ætti jú börn, en hefði yfirleitt alltaf mætt á kvöldin eða um helgar til að vinna upp, hefði hana vantaö í vinnu. Hún teldi sig vera góöan starfskraft sem reyndi að sýna mikinn sveigjanleika í mannlegum samskiptum þar sem þau væru stór þáttur af starfi hennar. Framkvæmdastjórinn tilkynnti henni að raunveruleg ástæöa fyrir því að hún fengi ekki stööuhækkun eða nýtt starf innan fyr- irtækisins væri að hún “biti ekki frá sér”. Konan óskaði skýringa á því hvaö hann ætti við og hann svaraði: “Þú ert ekki tilbúin að vaöa eld og brennistein fyrir fyrirtækið. Þannig starfskrafta vil ég verðlauna.” Konan vildi fá nánari skýringu á orðum manns- ins. Ætti hann við að hún hefði ekki unnið vinnu sína samviskusamlega og fólk væri ekki ánægt með störf hennar? Jú, það vantaði ekki en ástæðan væri sú að hún væri ekki tilbúin aö hjóla í samstarfsfólk sitt, reyna að rakka það niður í skítinn eða rífast í því. Hún færi góðu leiðina í samstarfi. Sem sagt, var ekki nógu mikill “tiger”. Svo mörg voru þau orö. Konan endaði fundinn á að segja upp starfi sínu.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.