Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 36

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 36
Ég var í rúmt ár í Danmörku eftir þetta í algjörri sjálfsvorkunn og aðgerðaleysi og fannst mér þá að ég myndi aidrei geta náð mér upp. Það var grunnt í gömlu minnimáttarkenndina og skömmin var slík að ég hugsaði að ég gæti aldrei farið til Islands aftur. Þrátt fyrir mótlæti og vonleysi á þessum tíma fann ég alltaf fyrir einhverri ólýsanlegri vernd og svo var það einn góðan veðurdag að ég reis upp með miklum látum og ákvað að nú væri komið nóg, nú yrði ég að taka mig í gegn og fara að vinna. Ég fór heim til Islands aftur og kom þá inn í eitt góðærið, það var um áramót 1984 og 1985. Ég fékk strax góða vinnu við sömu störf og ég hafði unnið við áður. Ég vildi ekki láta gera mig gjaldþrota, það fannst mér botninn, svo ég ákvað að greiða upp dönsku skuldina sem var skattaskuld vegna starfsmanna, eða svokallaðir vörsluskattar í vanskilum. Ég keypti mér poilaroid myndavél og var öll föstudags og laugardagskvöld uppí gamla Broadway að taka myndir af gestum sem ég setti í lyklakippur og seldi. Af þessu hafði ég dágóðar tekjur og um sama leyti var skattakerfinu breytt þannig að ég borgaði ekki skatta fyrsta árið mitt hér heima. Eftir fimm ára vinnu, án þess að taka mér frí, var ég komin með hreint borð, búin að greiða allar s'kuldir og gat keypt mér pínulitla 37 fm íbúð uppi í Breiðholti. Ég get ekki lýst þeirri gleði þegar ég flutti þar inn. Mér fannst ég hafa náð lengra en björtustu vonir mínar gátu borið mig. Skuldir mínar hafði ég greitt í gegnum Gjaldheimtuna í Reykjavík og aðeins nokkrum mánuðum eftir að ég gekk út með núll kvittunina frá Guðmundi Vigni heitnum, sem þá var gjaldheimtustjóri, fékk ég bréf frá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík um að þar sem ég hefði ekki greitt umrædda skattaskuld á réttum tíma bæri mér að greiða 36.000 danskar í sekt, ellegar að sitja í fangelsi í 14 daga. Ég var alls ekki tilbúin að greiða meira til danska ríkisins, þessi upphæð yrði fljótlega að hálfri milljón íslenskum með vöxtum og tilheyrandi kostnaði, svo ég ákvað að taka fangelsisboðinu. Mér þótti þetta harður og ósanngjarn dómur, sérstaklega þar sem hér á íslandi komast menn hjá því að standa skil á sínu með því að skipta um kennitölu á gjaldþrota fyrirtækjum en ég hafði greitt allar mínar skuldir. Eftir fangelsisdvölina, sem var í rauninni endapunkturinn á fallinu í Kaupmannahöfn, tóku við mörg mjög skemmtileg og uppbyggjandi ár. Ég hafði góða vinnu sem bauð upp á mikil ferðalög. Ég naut mín og aftur fann ég styrk minn, að ég gat gert ýmislegt og mér fannst ég frjó í því sem ég var að gera. “Eftir fangelsisdvölina tóku við góð og upp- byggjandi ár,” segir Margrét sem lét ekki bug- ast þótt syrti í álinn. Gámurinn orðinn að 1000 fm. verslun Fyrir þremur árum voru aftur kaflaskipti í lífi mínu. Ég var farin að hugsa hvernig ég vildi verja síðasta hluta starfsferils míns því ég vissi að ég gæti ekki uppfyllt þær kröfur sem starf mitt krafðist fram á fullorðinsár, til þess var starfið of erilsamt og krefjandi. Eftir mikil heilabrot og hræðsluköst fram og til baka um hvað tæki við sagði ég starfi mínu Fallegir brúðarkjólar, slör og kórónur til leigu og sölu. Brúðarkjólaleiga Sophiu. Bakkavörll, 170 Seltjarnarnes Sími 562 0137 - 895 8237 lausu. Ég var þá 47 ára gömul og mér fannst að annaðhvort væri að hrökkva eða stökkva. Ég vissi í raun ekkert hvað ég ætlaði mér að gera annað en að notfæra mér reynslu mína úr fyrri störfum. Ég sagði upp 1. apríl 1995 og samdi um að vinna í sex mánuði, eða til 1. október. 1 maí sama ár fór ég til Hong Kong og Kína fyrir vinnuveitendur mína en tók mér viku frí og fór til Indlands í heimleiðinni. Þar þekkti ég menn sem framleiða húsgögn og fannst að það gæti verið góð hugmynd að kaupa einn gám eða tvo á ári og selja - án þess að setja upp verslun. Að setja upp verslun fannst mér vera of mikil áhætta og allt of mikil vinna. Nú vildi ég bara vinna sem minnst, þéna hæfilega og umfram allt njóta frelsis. Ég gerði svo pöntun hjá Indverjunum og áætlaði að hætta störfum 1. október. Það mundi passa vel því um það leyti yrði varan komin til Islands. Ég átti enga peninga á þessum tíma, móðir mín lánaði mér fyrir fyrstu innáborguninni og bankinn hressti upp á restina. Sendingin kom svo til Islands og ég setti auglýsingu í Morgunblaðið þar sem ég auglýsti sölusýningu á Grand Hotel í Reykjavík um eina helgi. Þar stillti ég upp sýnishornum úr sendingunni og fékk systur mínar til liðs við mig í afgreiðslu. Það þarf ekki að orðlengja það - það varð hreinlega allt vitlaust. Ég sat við tölvuna alla helgina og seldi, tók við peningum og skrifaði niður pantanir. Á sunnudegi var allt uppselt og ég með pantanir fram í tímann fyrir einhverjar milljónir króna. Móðir mín fékk sína peninga og bankinn sína og þar með var boltinn kominn af stað og ekki aftur snúið. Ég pantaði tvo gáma í viðbót og það sama gerðist, allt seldist upp. Minn styrkur hefur alltaf verið fólginn í kjarki til að prófa eitthvað nýtt og eftir að ég sá hversu vel gekk að selja indversku húsgögnin ákvað ég að prófa Mexico. Ég hafði séð ansi smart kistur í stórri verslunarkeðju í New York svo ég hringdi í innkaupadeildina hjá þeim og spurði hvar þeir létu framleiða kisturnar. Eina sem þeir vildu upplýsa mig um var Mexico og með þetta svar hélt ég til Mexico. Ég hef áður sagt að mér finnst ég njóta verndar og það kom svo sannarlega í ljós þegar ég kom til Mexico sem er spænskumælandi land og mjög frumstætt, með tæplega 100 milljón íbúa. Ég rambaði einhvernveginn á stærsta framleiðanda svokallaðra „rustic” húsgagna, akkúrtat það sem ég var að leita að. Ég fékk umboð fyrir ísland og nokkrum mánuðum síðar var fyrsti gámurinn kominn heim. Ég var á þessum tíma með 20 fermetra herbergi inni í Tollvörugeymslu þar sem vörurnar mínar voru einnig í geysmlu. Rúmu hálfu ári eftir að fyrsta sendingin kom ákvað ég að taka húsnæði á leigu í bakhúsi í Kópavogi, ágætt hús og það mikið útúr að engin áhætta yrði á of mikilli vinnu og kostnaðurinn færi ekki úr böndum. Ég hafði opið fjóra tíma á dag, fimm daga vikunnar, og var ein, gerði allt sjálf. Ég stýrði 36 v?ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.