Vera - 01.06.1998, Side 27

Vera - 01.06.1998, Side 27
Þórey Gylfadóttir er 33 ára, kennari að mennt °9 kennir 9 ára börnum í Hamraskóla í Grafarvogi. Hún hefur stundað fjalla- ^ennsku frá því hún var 17 era og er félagi í Björgunar- sveit Ingólfs. >,Þegar ég áttaði mig á því hversu stutt er í aldamótin kom yfir mig óþol. Ég varð að gera eitthvað mikið, fara eitthvað langt. Því togaði Þessi ferð í mig.” Anna María Geirsdóttir er 35 ára. Hún er lærður vef- ari og myndlistarmaður en hefur lifibrauð af því að vera leiðsögumaður, staðlasafn- vörður og afgreiðsludama. Hún hefur stundað skíði í tæp 30 ár og starfar með Hjálparsveit skáta. „Mig langaði yfir Grænlands- jökul alveg eins og mig lang- aði yfir Hengil þegar ég var barn og gekk á Hengil I fylgd foreldra minna.” Dagný Indriðadáttir er 33 ára og hefur starfað sem flugumferðarstjóri á milli ferðalaga sl.10 ár. Hún er enn að hugsa um hvað hún vilji verða þegar hún verður stór og hefur starfað við leið- sögn og skálavörslu þegar færi gefst. Hana dreymir um að verða bóndi og gerðist félagi í Björgunarsveit Ing- ólfs 1996. „Ég ákvað að fara til fundar við Grænlandsjökul til að upplifa þessa óravíðáttu - hvítt svo langt sem augað eygir og lengra, ef til vill. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef ferðast mikið um Austurlönd fjær og hef gam- an að andstæðum.” Man'a Dögg Hjörleifsdáttir er 22 ára og hefur stundað fjallamennsku í sex ár. Hún er í fríi frá Háskólanum, þar sem hún lærði landafræði, og starfar sem barþjónn. Á- hugamál hennar eru fjalla- mennska, skíði, fjallahjól- reiðar og lyftingar. Hún er fé- lagi í Björgunarsveit Ingólfs. „Eg leita mér alltaf að nýrra og stærra markmiði til að takast á við. Grænlandsjök- ull var því persónuleg áskor- un um að sigrast á sjálfri mér og aðstæðum. Hlutur kvenna á íslandi er of rýr hvað varðar krefjandi fjalla- mennsku. Þetta var því ekki einungis hvatning fyrir sjálfa mig heldur Ifka aðrar konur sem eiga sér dagdrauma og hugsa um fjallasali og víð- áttubreiður snævar.” Hvernig kam til að þið ákváðuð að ganga yfir Grænlandsjökul saman? „Upphaflega var ekki ætlunin að fara í sér- staka kvennaferð. Ferðaskrifstofan íslenskir fjallaleiðsögumenn auglýsti þessa ferð og eftir mikið taugastríð og peningatalningu ákváð- um við að skrá okkur. Nokkrir strákar höfðu einnig skráð sig en hættu við svo það kom í ljós að við fjórar stóðum eftir. Það var svo Einar Torfi leiðangursstjóri sem vildi að við sköpuðum okkur sérstöðu og kom með þá hugmynd að gera sérstaklega út á ferðina sem kvennaferð yfir Grænlandsjökul. Vinir okkar og kunningjar ýttu líka undir þessa hugmynd. Við ætluðum bara að læðast yfir jökulinn og hafa gaman af þessu.” Hvernig gekk ferðin? Það má segja að erfiðasti hluti hennar hafi verið áður en við lögðum af stað, frá þeim degi sem við ákváðum að fara og til þess dags er við lögðum í hann. Við vissum ekki hvað Gott að setjast niður og gæða sér ó nestinu. við vorum að fara út í og því tók þetta mjög á andlega. Ferðin gekk hins vegar mjög vel og var auðveldari en við héldum. Ferðin yfir jökulinn tók alls 24 daga og voru 540 km lagðir að baki á skíðum. Ferðin hófst í 1250 m hæð á Hahnjökli en þangað var hópurinn fluttur með þyrlu frá Ammassalik. Við gengurn um tuttugu kíló- metra á hverjum degi, í fyrstu með 75 kg af búnaði og vistum í eftirdragi en kílóunum fór fækkandi eftir því sem leið á ferðina. Hver dagur var vel skipulagður hvað varðar vega- lengd, matarskammta og hlutverkaskiptingu. Samstaða hópsins var mjög góð en það er lyk- ilatriði í erfiðum fjallaferðum. Á hverjum degi settum við okkur hæfileg markmið sem við vissum að við gæturn ráðið við. Við tókum jökulinn í tveimur áföngum, stefndum fyrst að Dye-2, sem er yfirgefin ratsjárstöð, og svo að landtöku að Hæð 660. Aðkoman að Dye- 2 er mjög eftirminnileg. Inni í ratsjárstöðinni eru billjardborð, borðtennisborð, sófasett og fleira sem bandaríski herinn hefur skilið eftir sig. Þarna voru einnig eftirlitsmenn við vinnu x€ra 27

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.