Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 48

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 48
Andrea Jónsdóttir skrifar um tonlist Ol c 'Ö c c (D v. (D C 5 C Q 0) w o u cd rH •H W W •H <D w O c c s :D 'o- o c nJ Æ1 cd rO. .Ea tn CD M—I 40 cd -*-» (XI Aretha Franklin var ekki nema tvítug þegar hún fékk titilinn The Queen of Soul. Þaö var árið 1962 og síðan þá hefur hún gefið út margar plöt- ur og misgéðar, þ.e.a.s. lagalega og/eða stíllega séð. En hvort sem manni hafa fundist plöturnar góðar eða sæmilegar, ag jafnvel stundum fyrir neðan virðingu drottningarinnar, þá dáist maður alltaf að þessari frábæru söngrödd sem konan er fædd með, að ekki sé talað um þegar hún fær rúm til að spinna af radd böndum fram. Svo er hún þar að auki þessi líka fíni píanó- leikari, og fínn lagahöf- undur, þá (of) sjaldan hún hefur gefið sér tima til þess. Anýju plötunni A rase is still a ross er t.d. bara eitt lag eftir hana, The woman, mjög gott og frábærlega flutt af drottningunni og meðreið- arfólki hennar, sem er m.a. gítarleikarinn Teddy Franklin, sem ég held að sé sonur hennar og hinar baksyngjandi Ridgeway-syst- ur. Titillagið virkar þó sterkast í fljótu bragði, eftir Lauryn Hill í Fu- gees, sem syngur það með dívunni en lagið líkist þó mjög Stephen Still laginu Love the one you're with. In case yau largat er líka fínn söngur en það sem er sérstakt við skífuna í heild er að ungir upptöku- menn og hljóðblandarar sem hér vinna með Arethu, m.a. Puff Daddy, virðast hafa betri tilfinningu fyrir uppruna drottningarinnar í tónlist og meiri virðingu fyrir honum held- ur en samstarfsmenn hennar flestir eftir að hún var á sínum samfellda hápunkti í tónlistinni. Sem sagt virkilega áheyrileg plata í heild. En byrjum á byrjuninni. Aretha Franklin fæddist 25. mars 1942 í Memphis, fjórða í röðinni af sex systkinum, en fluttist svo með fjölskyldunni til Detroit, þar sem pabbi hennar, séra C.L. Franklin, varð prestur Nýju Betel-babtista-kirkjunnar (The New Bethel Babtist Church). Þegar Aretha var 6 ára yfir- gaf mamma hennar fjölskylduna og lést 4 árum síð- ar. Ekki hef ég komist í heimildir sem tíunda ástæð- urnar fyrir þessu fjölskyldudrama Franklin-fjöl- skyldunnar, nema hvað nefnt er hér og þar að Ar- etha hafi átt erfiða æsku og verið baldinn unglingur. Því síðast nefnda til staðfestingar telst líklega sú stað- reynd að hún var búin að eignast tvö börn þegar hún var 17 ára, syni, því samkvæmt nýlegum heimildum á hún fjóra syni alls (...og er tví-fráskilin). En ekki var þetta nú allt sorg og sút, og Aretha hefur aldrei haldið því fram, er reynd- ar lítið fyrir að opna sálargáttirnar fyrir fjölmiðlum, nema í söng. Hún segist hafa átt sín erfiðu tímabil, en svo sé um flest fólk. Tónlistarhæfileikar Arethu komu snemma í ljós og sagan segir að hún hafi 5 ára göntul getað gengið að píanóinu og spilað eftir eyranu lög sem hún kunni að syngja. Pabbinn var fljótur að átta sig og lét hana hafa plötur, t.d. með píanóleikaranum Eddie Heywood, til að æfa sig eftir. Arethu fannst skemmtilegt að apa eftir píanóleiknum á hljóm- plötunum en þegar pabbi bauð upp á nám í píanóleik sagði hin 8 ára verðandi drottning sálartónlistarinnar nei takk. Enda lenti hún í miklu líflegri skóla þar sem „kennararnir” komu heim til hennar. Þannig er nefnilega mál með vexti að pabbi Arethu Franklin var enginn venju- legur Jón og auk þess þekktari en séra Jón í samfélagi blökkumanna í Bandaríkjunum. Reverand C.L. Franklin var hvorki meira né minna en frægasti blakki prédikarinn í Bandaríkjunum á 6. og 7. ára- tugnum og einn af máttarstólpum bræðra sinna og systra í mannréttindabaráttunni. Þar af leiðandi varð heimili hans umferðarmiðstöð fyrir fólk sem leiddi þá baráttu pólitískt, eða tók þátt í henni óbeint í gegnum list sína. Meðal þeirra sem oft komu á Franklin- heimilið var sjálfur mannréttindafor- inginn Martin Luther King sem var góður vinur heimilisföðurins, og Ar- etha söng við útför hans 1968. Af því tónlistarfólki sem vandi komur sínar á Franklin-heimilið, ef það átti leið um, má nefna gospel-söng- konurnar Mahaliu Jackson og Clöru Ward, tríó píanóleikarans Óskars Petersonar og söngvarann Sam Cooke. Þetta fólk var gjarnan seint á ferðinni, eftir að hafa kom- ið fram að kvöldi til, en sló samt upp tónlistarveislu í stofunni. Ef Ar- etha, tónlistarstjarna Franklin-fjöl- skyldunnar, var sofnuð vöktu eldri systkinin hana til að hún gæti tekið þátt í tónlistardjamminu og Erma syst- ir hennar, sem fyrst söng lagið Piece afmy heart sem Janis Joplin er þekktari fyrir, heldur því fram að stjörnunum hafi ekki síð- ur þótt Aretha stjarna, strax á barnsaldri. 12 ára var Aretha orðin aðalnúmerið í kirkjukór föður síns og söngur hennar fyrst hljóðritaður í kirkju hans tveim árum síðar, en 18 ára ákvað hún að flytjast úr föðurhúsum og reyna fyrir sér í New York sem söngkona. Columbia- útgáfufyrirtíekið varð fyrir valinu en hálf-klúðrar tækifærinu. Allir þar voru á einu máli um að stúlkan hefði frábæra rödd en vissu bara ekki hvað ætti að láta hana syngja inná plötur, þannig að lög af ýmsu tagi voru valin: léttir standardar, léttur djass, léttur blús, létt sálartónlist og léttur ryþmablús, svona eins og til að gera öllum til hæfis. Aretha leysti auðvitað söngverkefnin vel af hendi en fannst útgáfan stefnulaus og 1966 gerði hún samning við Atlantic-útgáfuna. Þar hittir hún fyrir upptökustjórann Jerry Wexler, sem hreifst af hinum sterku gospel áhrifum í rödd Arethu og fannst að eini rétti farveg- urinn fyrir hana væri í kröftugum ryþmablús. I janúar 1967 fóru þau Aretha og Jerry ásamt misfríðu föruneyti til Alabama, í Muscle Shoals hljóðverið, til að taka upp heila stóra plötu á viku. Þar á bæ hefur löngum verið að finna frábæra stúdíómúsikanta og ryþmamenn- irnir sem biðu Arethu höfðu spilað með sjálfum Wilson Pickett inn á plötur. Þeir urðu ekki lítið glaðir þegar söngkon- an settist við píanóið og fór að spila fyrir þá lagið sem átti að byrja á og hún hafði sjálf valið. „Þetta verða sko engin vandræði, þetta verður gaman,” hugsaði trommarinn með sér þegar hann hlustaði með aðdáun á taktfastan píanóleik Arethu. Þetta var lagið I never laved a man (The way I loved yau), og gekk eins og í sögu. Þá var komið að lag- framhald á síðu 50

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.