Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 30

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 30
Sálin i Austurlöndum fjær er Dngnýju löngu kunn. Hún hefur gaman að andstædum. Hvaö tekur sva við? Þær líta hver á aðra en segja síðan að ekkert sé fast ákveðið. Hver og ein þeirra hefur sín mark- mið en það er aldrei að vita nema þær taki sig saman að nýju og leggi annan jökul eða fjall und- ir fót. Þegar ég kveð þær heyri ég að mörg ný á- form eru í gangi svo það er langt í frá að þær ætli að leggja skíðin, gönguskóna, ísaxirnar, sólgler- augun.... og pissutrektirnar á hilluna. A 13. maí Allt gengur vel. Við gengum 32,4 km í dag og 27 km í gær. Vindur hefur ver- ið í bakið sem hefur mikið að segja og einnig er farið að halla undan fæti þó hallinn sé ekki mikill ennþá. Við eigum nú einn dag ófarinn að Dye2-stöðinni. í morgun vöknuðum við söng snjótittlings og er þetta í þriðja sinn sem hann kemur til okkar (sennilega er þetta alltaf sá sami). Honum var gefið að éta og var mjög spakur. Við lögðum svo snemma af stað, um hálftíu og vorum kom- in í náttstað um sjöleytið. Frostið síðastliðna nótt var 20 gráður og í dag voru 5 vindstig en það hefur lygnt með kvöldinu. Skyggni var frekar slæmt þannig að við slepptum að nota fjallhífarnar, til að verða örugglega ekki viðskila. Það var éljagangur allt í kringum okkur og við lentum einu sinni í éli en annars var lágrenningur. En skyggnið er orðið gott núna. Færið er hart og gott og þess vegna komumst við hratt yfir. Nú eru allar búnar að taka skinnin undan skíðunum en Anna María og María Dögg nota áburð undir skíðin til að ná einhverrri spyrnu. “Við erum því öll orðin skinnlaus, og reyndar á nefinu líka,” sagði Anna Marfa í spjallinu. "Miðað við núverandi yfirferð komumst við niður af jöklinum 20. - 21. maí og gætum verið að koma heim laugardaginn 23. en það fer nú allt eftir veðrinu.” Hinn daglegi matseðill hljóðar svo: í morgunmat er bræddur snjór í neyslu- vatn og hellt útá musli. Stundum er hrökkbrauð eða eitthvað annað með. í morgunkaffi (um 10-leytið) er súkkulaði og djús eða te, í hádegismat er harð- fiskur, kex, rúllupylsur, pepperoni, spægipylsur og mikið af smjöri, í miðdeg- iskaffi (um 3-leytið) er súkkulaði, te eða orkudrykkur og í seinna miðdegis- kaffi (um 6-leytið) er það sama. í kvöldmatinn er þurrmatur, stundum með pepperoni eða osti og bragðbættur með hvítlauksdufti og miklu af smjöri. Með er drukkið ávaxtate og svart te. Ekkert kaffi er drukkið í ferðinni þar sem það gleymdist að pakka því með, Dagnýju til mikillar hrellingar. 17. næturstaður: 66fl 30’ 31” N og 45fl 34’ 19” V í u.þ.b. 2060 m hæð. Ferðadagar 18. Lagt að baki: 324 km. \ Okkur var gefin náttúra... ...lörum vel með hana SGRPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 520 2200 30 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.