Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 4

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 4
Indíánar með myndavélar Efnisyfirlit Kjaramál kvenna 6 Sláandi tölur úr launakönnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur sem staðfestir að launamunur kynjanna er 40%. Rætt við Gunnar Pál Pálsson hjá VR um hugsanlegar skýringar. Hvað segja Sóknarkonur? Steinunn Eyjólfsdóttir svarar því. Viðtal við Onnu Sjöfn Jónasdóttur sem var í forystu fyrir Framboð verkafólks í Dagsbrún &c Framsókn. Viðtal við Lilju Mósesdóttur hagfræðing um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Forsíðumyndin er af konunum fjórum sem gengu yfir Gr*n- landsjökul. tímarit um konur og kvenfrelsi 3/98 -17. árg. Austurstræti 16, 101 Reykjavík s: 552 2188 og 552 6310 fax: 552 7560 vera@centrum.is http://www.centrum.is/ver8 * Ætla að lyfta vœngjum 17 Jóhanna B. Magnúsdóttir ferðamálafulltrúi Skaftárhrepps í viðtali við Jónu Fanneyju Friðriksdóttur. Jóhanna hefur unnið að umhverfisvænni ferðaþjónustu en er á förum til Bandaríkjanna þar sem hún mun búa í vistvænu þorpi. Karlar, konur og kisur - fangar eðlisins 20 Sigríður Þorgeirsdóttir lektor gagnrýnir bók Gunnars Dal í dag var ég kona sem seldist vel um síðustu jól og var sögð tilvalin bók fyrir fermingartelpur. “Með þessari bók býður Gunnar Dal upp á enn eina goðsögnina um eðli og hlutverk kvenna,” segir Sigríður m.a. Indíánar með myndavél 22 Einn af viðburðum listahátíðar var ljósmyndasýning Maya indíána frá Mexíkó í Gerðu- bergi. Kennari þeirra, Carlota Duarte, kom með þeim og á sama stað var sýning hennar á ljósmyndum af bandarísku konunni Odellu. Mver dagur var sérstakur 26 Þær tóku sig til í maí sl. og gengu yfir Grænlandsjökul. Eins og sannar kvenhetjur gera þær ekki mikið úr afrekinu, en er ekki rétt að talsvert hafi þótt til koma þegar karlar gengu þessa sömu leið fyrir nokkrum árum? Ragnhildur Helgadóttir ræddi við Önnu Maríu, Þóreyju, Dagnýju og Maríu Dögg Grænlandsfara. Hvað verður um heimilissorpið? 32 Hvað hugsar þú þegar þú stendur í eldhúsinu og tæmir mjólkurfernu, sultukrukku eða hendir matarleifum? Gunnhildur Hrólfsdóttir skrifar um sorpflokkun og umhverfisvæna hugsun. Margrét í Míru 35 Ræða Margrétar Kjartansdóttur eiganda húsgagnaverslunarinnar Miru sem vakti mikla athygli á ráðstefnunni Konur og frumkvæði sem haldin var í Borgarleikhúsinu í maí. Að vera eða vera ekki leigjandi í Reykjavík 38 Birgitta Jónsdóttir skrifar um reynslu sína af því að þvælast á milli leiguíbúða í Reykja- vík og reyna að fá greiðslumat í félagslega húsnæðiskerfinu. í þessari ferð hefur hún komist að því að heiðarlegasta fólk grípur til hvítu lyginnar til að komast yfir húsnæði. Frumherjar í myndlist kvenna 42 1 júlí stendur Kvennasögusafnið fyrir sýningu í Norræna húsinu á myndlist frumherjanna og í tengslum við hana verða ýmsar spennandi uppákomur. Guðrún Dís Jónatansdóttir í Kvennasögusafninu greinir frá. Öruggt skjól í Dyngjunni 45 Nýlega var áfangaheimilið Dyngjan 10 ára en það var stofnað af velferðarfélaginu Kon- unni og er ætlað konum sem lokið hafa áfengismeðferð og þurfa aðstoð við að komast út í lífið aftur. Rætt við Jóhannes Má Gunnarsson forstöðumann. Bíó 41, Umhverfismál 47, Tónlist 48 útgefandi Samtök um kvennalista ritnefnd Agla Sigríöur Björnsdóttir, Annadís G. Rúdólfsdóttir, Jóna Fanney Friðriksdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Vala S. Valdimarsdóttir ritstýra og ábyrgöarkona Elísabet Þorgeirsdóttir skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir útlit og tölvuumbrot , Matthildur Björg Sigurgeirsdóttir Ijósmyndír Bára o.fl. auglýsingar Áslaug Nieisen sími 533 1850 fax 533 1855 filmuvinna Offsetþjónustan hf. prentun Grafík plastpökkun Vinnuheimilið Bjarkarás ©VERA ISSN 1021-8793 ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgö höfunda og eru ekki endilega stefna útgefenda. 4 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.