Vera - 01.06.1998, Síða 18

Vera - 01.06.1998, Síða 18
grunnur minn í umhverfis- og náttúruverndarmálum nýtist því vel. Það var tilviljun en fáeinum dögum eftir að ég hóf þar störf var hrepp- urinn tilnefndur til evrópskra umhverfisverðlauna fyrir íslands hönd á vegum samgönguráðuneytisins. I Skaftárhreppi eru metnaðarfull áform um stefnu ferðamála en þar búa aðeins um 600 manns. Svæðið er gríðarstórt, um 6500 ferkíló- metrar, og nær allt frá Mýrdalsjökli og Tungnaá í vestri og norðri að Skeiðarársandi í austri. Frá Kirkjubæjarklaustri eru góðar almennings- samgöngur til dagsferða og af einstökum náttúruperlum má nefna Lakagíga, Núpsstaðaskóg, Eldgjá, Landbrot, Mýrdalssand, Dverg- hamra, Ófærufoss og svo auðvitað nánasta umhverfi Kirkjubæjar- klausturs, s.s. Systrastapa og Kirkjugólfið sem er láréttur stuðlabergs- flötur sem margir telja mannaverk við fyrstu sýn. Skaftárhreppur vinn- ur nú að uppbyggingu og merkingu gönguleiða á svæðinu í samvinnu við Utivist og er það eitt af aðalverkefnum sumarins sem nú fer í hönd.” Ferðaþjónusta er orðin ein al undirstöðuatvinnugreinum þjáðar- innar. Erum við að ná tökum á þessari atvinnugrein eftir að vera búin að íikra okkur áfram um árabil? „Eg minnist þess að þegar við stofnuðum Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd árið 1986 þótti flestum hugtakið umhverfisvernd óþjált og framandi. Síðan eru liðin 12 ár og hugtakið orðið hluti af daglegu „Fyrir sveitarstjómarkosningar var senl úl dreifíbréf til íbúa í hreppnum þar sem þeir voru hvattir til að huga að jainrétti á kosningadaginn. Hlutfall kvenna í hreppsnefnd þrefaldaðist eftir kosningar. lífi okkar íslendinga. Það er svolítið skondið að þegar ég var að stússa í sjálfboðaliðasamtökunum fór ég á fund umhverfisráðherra, Össurs Skarphéðinssonar sem þá var nýsestur í embætti hins nýja ráðuneytis. Hann var afar forvitinn og áhugasamur um allt sem sneri að náttúru- vernd, eins og gefur að skilja. Þarna sat ég, sjálfboðaliðinn, heillengi með ráðherra og fræddi hann um allt sem ég vissi um náttúruvernd á íslandi. Eitthvað hlýtur Össur að hafa tekið mark á mér því skömmu síðar bauð hann mér að gegna varaformennsku í Náttúruverndarráði. Ég tel að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðasta áratug þegar litið er til ferðaþjónustu í landinu. Margt hefur verið gert og mikið að ger- ast í þessum málum í dag. En ég tel okkur samt sem áður vera á byrj- unarreit. Það hefur orðið sprenging í fjölgun ferðamanna til landsins og að mörgu að huga. Það er t.d. mjög mikilvægt að aðlaga göngustíga að náttúrulegu landslagi svæða svo að mannvirkin stingi ekki í augað. Hið sama má segja um gróðursetningu. Ég á erfitt með að afbera skrúðgarðastílinn þegar ég ferðast um náttúru landsins.” í kvennaríki á Klaustri Nú helur HirkjubæjarkJaustur lengið viðurnefnid kvennaríki vegna þess að þar stjórna konur meirihluta opinberra stofnana. Finnst þér byggðin bera þess merki? „Það er gaman að velta þessu fyrir sér þrátt fyrir að ekki sé hægt að benda á eitthvað eitt. Kannski má í þessu samhengi nefna krafdnn sem hér er. Fólk gefst ekki upp heldur stikar ótrautt áfram við að finna nýjar leiðir þegar á brattann sækir. Stofnanir hér á Klaustri, s.s. hjúkrunarheimilið, heilsugæslustöðin, grunn- og tónlistarskóiinn bera brag myndarlegrar uppbyggingar þar sem konur eru í stjórnunarstöð- um. Ég tel það heldur enga tilviljun að Reykjavík, Akureyri og Skaft- árhreppur eru einu staðirnir á landinu sem búa yfir jafnréttisáætlun. Atvinnumálastefna hreppsins er skýr og varla hægt að tala um at- vinnuleysi. Fyrir sveitarstjórnarkosningar var sent út dreifibréf til íbúa í hreppnum þar sem þeir voru hvatdr dl að huga að jafnrétd á kosn- ingadaginn. Hlutfall kvenna í hreppsnefnd þrefaldaðist eftir kosning- ar. Þar sat áður ein kona en nú eru þær þrjár af sjö manns í hrepps- nefnd.” I hverju felst starf ferðamálafulltrúa Skaftárhrepps aðallega? „Staða ferðamálafulltrúa í Skaftárhreppi hefur nokkra sérstöðu því starfið er samofið byggðaáætlun hreppsins sem er sú fyrsta á landinu. Starf mitt fólst m.a. í því að endurskoða stefnu hreppsins í ferðamál- um og er henni nýlokið. Við endurskoðun stefnunnar eru umhverfis- málin tekin ákveðnari tökum en fyrr. Annað af tveimur aðalmarkmið- um stefnunnar er að fjölga ársverkum í ferðaþjónustu. Eins og um land allt er landbúnaður að dragast saman í hreppnum og því mikilvægt að heimamenn geti horfið til annarra starfa á svæðinu. Reyndar er fólks- fækkun minni en annars staðar á landinu í Skaftárhreppi og þar gegn- ir ferðaþjónustan gífurlega mikilvægu hlutverki. Hitt meginmarkmið ferðamálastefnunnar er að ferðaþjónustan verði umhverfisvæn eða sjálfbær eins og oft er til orða tekið. Starfsmaður umhverfisráðuneytisins orðaði það svo fyrir nokkru í erindi að sjálf- bær þróun væri „sögulegar sættir á milli umhverfisverndar og hag- fræði.” Ég get tekið undir að þessi hugmyndafræði er kerfi sem tækni- og peningahyggja nútímans kallar á. Hún er andstæða gullgrafara- hugsunarháttarins og leggur áherslu á ábyrgð okkar allra. Sjálfbær þróun kallar á varfærni gagnvart umhverfinu og henni er stjórnað samkvæmt ákveðinni stefnu sem hefur heildræna sýn og langtímavið- horf að leiðarljósi. I hjarta mínu er ég þó ekki fyllilega sátt við þessa „málamiðlun” því siðferðileg og rómantísk viðhorf eru ekki síður nauðsynleg. Gildi sem ekki verða metin „til silfurs og seðla.” Treysti mínu fóiki til að uppskera ríkulega ávexti Hvernig sérð þú leiðina frá hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til fram- kvæmda? Þegar stefnt er að sjálfbærri ferðaþjónustu getum við ímyndað okk- ur tré, lífveru sem vex og dafnar. Til þess að fá ávexti þarf að huga að jarðveginum, þaðan sem næringin kemur. Lykilorðið til að skapa þennan jarðveg er fræðsla sem stuðlar að aukinni umhverfisvitund allra. Til að tréð nái að skjóta rótum og dafna þarf að hlúa að jarðveg- inum og er samstarfsvilji, skilningur og ábyrgð íbúa, sveitarstjórna, ferðaþjónustuaðila og ferðamanna forsenda þess. Ef við fikrum okk- ur áfram upp bol trésins, sem er burður þess og ber uppi greinar sem gefa ávextina, þá má líkja bolnum við stefnumörkun og áætlanagerð. Það er mikilvægt að niðurstaða stefnumörkunar byggist á áliti breiðs hóps áhugasams fólks en ekki eingöngu hagsmunaaðila í ferðaþjón- ustu. Tilgangur stefnumótunar er að setja fram markmið sem sátt er um til ákveðins tíma en endurskoðun og mælingar á árangri eru ekki síður mikilvægar. Greinarnar sem mynda krónu trésins standa fyrir framkvæmdaáætlanir einstakra málaflokka, s.s. skipulag, markaðs- setningu, samgöngur, fræðslu, úrgangs- og fráveitumál, landslags- og náttúrvernd og svo mætti lengi telja. Og þá komum við að uppsker- unni, en auðvitað viljum við fá sæta og safaríka ávexti erfiðisins. Á því getum við líka átt von ef vel er að öllu staðið. Ávextirnir eru náttúru- vernd, heilbrigt umhverfi fyrir íbúa og gesti, ánægjulegt ferðalag og á- batasöm ferðamálaatvinnugrein til framtíðar.” Ætlar Jóhanna B. Magnúsdóttir að taka þátt í uppskeruhátið heimamanna í Skaftárhreppi eftir að hafa unnið með heima- mönnum að sáningu jarðargróðursins? „Ég treysti mínu fólki fullkomlega til að vinna áfram hörðum hönd- um að umhverfis- og ferðamálum. Ég ætla að hverfa á braut um tíma og láta draum minn rætast um að búa í vistvænu þorpi í Bandaríkjun- um. Ég heillast mikið af hugmyndafræðinni sem höfð er að leiðarljósi í vistvænu samfélagi. Leitast er við að viðhalda samhengi og samræmi í náttúrunni, hvort sem um er að ræða ræktun matjurta eða byggingu hýbýla. I daglegri umgengni á meðal fólks í vistvænu samfélagi er mannlegi þátturinn ekki síst mikilvægur. Þar er markmiðið að vera í takt við náttúruna, sjálfa sig, náungann og Almættið. Ég ætla að lyfta vængjum og leyfa loftinu að leika undir.” JFF 18 v?ra

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.