Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 43

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 43
Dagskrá í Norræna húsinu 4. julí - 16. ágúst 1998 [ tengslum viö sýninguna Frumherjar í myndlist-fslenskar listakonur í sýningarsölum Norræna húss- ins verður flutt fjölbreytt dagskrá tengd konum í fundarsal Norræna hússins; tónlist, kvikmyndir og Ijóð eftir íslenskar konur í flutningi íslenskra listakvenna. Laugardagur 4. júlí 15.00 Opnuð sýningin Frumherjar í myndlist -íslenskar listakanur.V\gd'\s Finnbogadóttir flytur ávarp við opnunina og Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu. Sunnudagur 5. júlí 16.00 Tónleikar Áshildur Haraldsdóttir, llauta og Unnur Vilhelmsdóttir, píanó flytja tónverk eftir Mist Þorkelsdóttur og Karólínu Eiríksdóttur. Unnur Vilhelmsdóttir segir frá tónverki Karólínu. Að- gangur kr. 700. Þriðjudagur 7. júlí 16.00 Kanur og kvikmyndir Heiða Jóhannsdóttir fjallar um konur í íslenskri kvikmyndagerð og sýnd verða brot úr kvikmyndum. Aðg. kr. 700. Þriðjudagur 14. júli 16.00 Islenskar stuttmyndir: „Tvo little girls and a war", 1995 eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur. „Leap Year”, 1995 eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur. Aðg. kr. 700. Þriðjudagur 21. júlí 16.00 Kvikmyndasýning Jngalá" Ásdís Thoroddsen leikstjóri ræðir við áhorfendur um kvikmynd- ina. Aðg. kr. 700. Laugardagur 1. ágúst 16.00 ARSIS-tónleikar. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, pianó og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Þriðjudagur 4. ágúst 16.00 Hreylimyndir eítir íslenskar kanur. Kristín María Ingimarsdóttir kynnir. Föstudagur 7. ágúst 20.30 Kammertónleikar. Kobenhavns kammerensamble leikur barokkverk og ný verk eftir dönsk og íslensk tónskáld. Frumflutt verkið Pottaseiöur eftir Mist Þorkelsdóttur. Aðgangur kr. 1.000 Sunnudagur 9. ágúst 16.00 Tónleikar. Sönglög eítir íslenskar konur. Auður Gunnarsdóttir sópran, Unnur Vilhelmsdótt- ir píanó, Hallfríður Ólafsdóttir flauta og Lovísa Fjeldsted flytja lög eftir m.a. Jórunni Viðar. Aðg. kr. 700. Þriðjudagur 11. ágúst 16.00 Kvikmyndasýning. „Svo á jörðu sem á himni". Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri ræðir við á- horfendur um efni myndarinnar. Aðg. kr. 700. Föstudagur 14. ágúst 20.30 Tónleikar. Kvennakórinn Vox Feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Á efnis- skránni eru lög frá ýmsum löndum. Aðgangur kr. 700. Laugardagur 15. ágúst 16.00 Ljóðastund. Islenskar skáldkonur lesa úr Ijóðum sínum. Umsjón hefur Ingibjörg Haralds- dóttir. Sýningar i anddyri 1.-19. júlí. Kona í íslensku landslagi Ljósmyndir eftir Petter Hegri, Noregi. 22.júlí - 16. ágúst Ljósmyndir af listakonunum, frumherjar í íslenskri myndlist. Hvernig tengist sýningin í Norræna hús- inu þessari bók? „Ég fékk þá hugmynd í vetur að gaman væri, til að kynna bókina, að halda sýningu á verkum þeirra kvenna sem við fjöllum um í myndlistarkafla bókarinnar. Við vorum svo heppnar að ekki var búið að bóka sum- arsýningu Norræna hússins svo við fengum þar inni. Á sýningunni verða verk eftir þær Þóru Pétursdóttur Thoroddsen (1848-1917), Kristínu Vídalín Jacobson (1864-1943), Kristínu Þorvaldsdóttur (1870-1943), Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966), Kristínu Jónsdóttur (1888-1959), Barböru Árnason (1911-1975), Nínu Tryggvadóttur (1913- 1968), Louisu Matthíasdóttur (1917), Nínu Sæmundsson (1892-1965), Gerði Helga- dóttur (1928-1975), Vigdísi Kristjánsdóttur (1904-1981) og Ásgerði Búadóttur (1920). Hrafnhildur Schram listfræðingur sér um að velja verkin á sýninguna. Sýningin opnar 4. júlí og henni lýkur 16. ágúst. Á meðan á sýningunni stendur verður dagskrá Norræna hússins miðuð við konur í listum og á það bæði við um flytjendur og höfunda verka.” Þessi góða hugmynd Guðrúnar hefur sann- arlega dregið dilk á eftir sér. Sýningin verð- ur eflaust skemmtileg og dagskráin í Nor- ræna húsinu virðist mjög spennandi. Kvennasagan á netið Kvennasögusafnið lætur lítið yfir sér en þar er margt að finna. Þar stendur meðal annars skrifborð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur innan um ýmis gögn sem raðað er snyrtilega í hill- ur. Ljósmyndir af Bríeti og Önnu, ásamt listaverkum kvenna, prýða líka safnið. Ég bað Guðrúnu að segja mér nánar frá því sem safnið hefði að geyma. „Hér inni á safninu geymum við gagna- og úrklippusafn sem fræðimenn og nemendur í kvennfræð- um geta grúskað í. í gagnasafninu leynast ótal spennandi hugmyndir að rannsóknar- verkefnum og heimildir sem ekki eru að- gengilegar annars staðar. í safninu eru varð- veittar fundargerðarbækur og skjöl frá ýms- um kvennasamtökum, bréfasöfn kvenna, handrit, ljósmyndir og margt fleira. Ur- klippusafnið er orðið nokkuð stórt að vöxt- um. Um er að ræða úrklippur úr dagblöðum sem Anna hóf að safna á sínum tíma og nýt- ur safnið þjónustu Fjölmiðlavaktarinnar og fser sendar úrklippur um jafnréttismál, kvennafræði o.fl. á mánaðarfresti. Bækur og tímarit í eigu safnsins eru geymd innan um bókakost Landsbókasafns íslands - Há- skólabókasafns og eru aðgengileg öllum notendum.” Er auðvelt að linna hér það sem maður vill leita að? „Gögnin eru grófflokkuð og varðveitt í sýru- fríum öskjum hér inni á safninu. Gögnin eru skráð og því sæmilega aðgengileg. Það er hinsvegar í bígerð að láta hanna upplýsinga- kerfi fyrir safnið. Þegar því er lokið geta notendur leitað sjálfir að þeim gögnum, úr- klippum, bókum eða tímaritum sem þeir vilja nálgast. Stefnt er að því að þetta kerfi verði aðgengilegt hér í bókhlöðunni og einnig á alnetinu. Við tökum þátt í samnor- rænu verkefni á vegum NIKK - Nordisk Institutt for Kvinne- og kjönnsforskning um norrænt kvenna - og kynjabókasafn á alnet- inu. Sett verður upp heimsíða með aðgengi að öllum helstu gagnagrunnum um kvenna- og kynjafræði á Norðurlöndum. Þeir sem taka þátt í verkefninu eru: NIKK, KVINFO í Kaupmannahöfn, Kvinnovetenskapligt for- um í Lundi, Institutet för Kvinnoforskning í Ábo og Dokumentasjonstjenesten for litt- eratur om kvinner á háskólabókasafninu í Bergen.” Ég sé að hér er myndlistarsýning, viltu segja mér aðeins Irá henni? „Já, þetta eru verk Ragnheiðar Jónsdóttur grafíklistakonu sem verða hér til sýnis út júní. Ný sýning birtist hér á mánaðarfresti og ég bendi íslenskum myndlistarkonum hér með á þann möguleika að sýna hjá okkur. Með sýn- ingunum viljum við kynna íslenskar myndlist- arkonur og vekja áhuga á starfsemi safnsins.” Loks var tímabært að slíta samtali okkar Guðrúnar og undirrituð var orðin rnargs vís- ari. Það er ánægjulegt að vita af slíkri grósku í kvennafræðum og góð hugmynd að tengja bókaútgáfu við listviðburði. Vonandi tekst vel til í sumar með þessa sýningu í Norræna hús- inu, til kynningar á þarfri bók um áfanga í sögu íslenskra kvenna. VSV vdra 43

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.