Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 17

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 17
Ætla (iil lyftíi vít’iKijum og leyfa loftinu að leikð undir Jóhanna B. Magnúsdóttir er náttúrubarn og mikil hugsjónamanneskja. í starfi sínu sem ferðamála- fulltrúi Skaftárhrepps dregur hún upp mynd af tréi; lífveru sem vex og dafnar; til að sýna fram á hvernig eitt leiðir af öðru í umhverfisvænni ferðaþjónustu. Jó- hanna er einn af stofnendum Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd þar sem hún jafnframt gegndi for- mennsku. Hún sat i stjórn Landverndar og Ferðafélags Islands um árabil og stundaði nám á umhverfisbraut Garðyrkjuskóla íslands. í fjögur ár var hún varafor- maður Náttúruverndarráðs og starfaði sem umhverfis- fulltrúi Ferðamálaráðs í þrjú ár. Lif Jóhönnu er samof- ið náttúru og umhverfi landsins. í „kvennaríkinu" á Kirkjubæjarklaustri hefur hún síðastliðin þrjú ár m.a. fengist við að endurskoða ferðamálastefnu Skaftár- hrepps. Jóhanna segir að nú hyggist hún hverfa á braut til að láta draum rætast. Leið eins og prinsessu í Garðyrkjuskólanum Jóhanna er fædd í höfuðborginni og bjó við Laugateig, þá útjaðar Reykjavíkur, til fimm ára aldurs. Hún segir þetta lengsta samfleytta tímann sem hún hafi búið í borginni og að dreifbýlið hafi alltaf togað í sig. Frá tveggja ára aldri var hún þó alltaf í sveit á sumrin hjá móð- urömmu sinni, Borghildi Þórðardóttur á Syðra Lágafelli í Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi. Foreldrar Jóhönnu, Magnús Sveinsson og Stein- unn Jóhannsdóttir, hófu síðar búskap á Norðurbrún í Biskupstungum. Þar ólst Jóhanna upp, gekk í barnaskólann í Reykholti og lauk gagn- fræðaprófi frá Héraðsskólanum að Laugarvatni. Árið 1968, þegar Jóhanna var 22 ára gömul, fluttist hún með þá- verandi rnanni sínum, Birni Halblaub, að Norðurbrún í Biskupstung- um þar sem hún rak litla garðyrkjustöð en hann var með vélaverk- stæði. Þau eignuðust þrjá syni, Magnús, Ágúst og Torfa. „Þetta var yndislegur tími og frelsið sem því fylgir að ala börn upp í sveit er ómetanlegt. Ég orða það þannig að strákarnir mínir hafi ver- ið á beit. Við fluttumst síðar í Mosfellsbæinn og þar héldu þeir beit- inni áfram. Mosfellsbærinn var og er draumaumhverfi, eins og hann- að fyrir börn. Þéttbýliskjarni var rétt að myndast á þessum árum og það er stutt í fjöruna, fjöllin og veiðina. Ég keypti mér þar hús, Dalsá, sem ég nú leigi út. Þegar við bjuggum í Mosfellsbænum vann ég m.a. sem verkstjóri við skólagarðana á sumrin og undi hag mínum vel. Ég starfaði jafnframt við rannsóknastöðina á Keldum við gerð bóluefnis og við sauðfjárveikivarnir. Slíkum meinatæknistörfum hélt ég áfram hjá fyrirtækinu G. Ólafsson við að einangra hormón úr blóði fylfullra mera. Mig dreymdi alltaf um að ganga menntaveginn og færast nær fólki sem starfaði að umhverfismálum í landinu.” Og Jóhanna sat ekki við orðin tóm. Hún skellti sér í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og hélt jafnframt í nám á umhverfis- braut við Garðyrkjuskóla íslands í Hveragerði. Vorið 1990 útskrifað- ist hún með viku millibili úr þessum skólum og var hún einnig á kafi í félagsstörfum. „Þegar ég hóf nám í Garðyrkjuskólanum leið mér eins og prinsessu. Ég hætti að vinna, var með lítið herbergi fyrir austan og hafði allt í einu allan tímann fyrir mig til að sinna náminu og áhugamálum því tengdu. Ég hef alltaf verið hugsjónamanneskja og því fékk félagsmála- þörfin góða útrás. Nám í hvaða formi sem er leiðir fólk ekki endilega í hinn eina sannleika. Þetta er þroskabraut og byggist ekki síst á mik- ilvægi þess að fylgjast með og kynnast fólki sem er í sama geira. Ég hafði þarna góða kennara og lærði rnikið, ekki síst ræðu og rit. Verk- nám mitt byggðist á að kanna ástand ferðamanna- og friðlýstra svæða „í daglcgri umgengni á meðal fólks í vistvænu samfélagi er mannlegi þátturinn ekki síst mikilvægur. Þar er markmiðiB að vera í takt við náttúruna, sjálfa sig, náungann og Almættið. undir umsjón Náttúruverndarráðs og Skipulags ríkisins. Eftir námið starfaði ég síðan sem umhverfisfulltrúi Ferðamálaráðs en starfið fólst m.a. í því að móta stefnu Ferðamálaráðs í umhverfismálum, gera út- tekt á ferðamannastöðum og annast styrkveitingar til framkvæmda á þeim. Eftir þriggja ára starf var staðan síðan lögð tímabundið niður og við tóku erfiðustu mánuðir ævi rninnar. Ég var skyndilega orðin atvinnu- laus. Atvinnuleysi er misþyrming á sálu fólks og þrátt fyrir að þetta eymdarástand hafi aðeins varað á fjórða mánuð finnst mér þetta hafa verið mun lengra tímabil. Kannski vegna þess að á meðan á því stóð sá ekki fyrir endann á að því rnyndi nokkurn tíma Ijúka. Ég var þó að vinna að verkefnum nteðfram. Síðan bauðst mér starf við meina- tæknastörf en mér fannst ég vera að springa svona innilokuð innan fjögurra veggja eftir að hafa verið í daglegri samvinnu við fólk um land allt. Það sem var verst var að mér fannst ég vera að missa tengslin við umhverfis- og ferðamálageirann.” Ferðamál í Skaftárhreppi nátengd náttúrunni Þegar Jóhanna frétti að verið væri að auglýsa stöðu ferðamálafulltrúa Skaftárhrepps með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri sótti hún um, fullviss í hjarta að þarna vildi hún starfa að ferðamálum og hvergi annars stað- ar. „Ég þekkti svæðið ntjög vel, svo og heimamenn og stjórnendur. Saga mannlífs í Skaftárhreppi er samofin sögu stórbrotinnar náttúru og hamslausra náttúruafla. Ferðamálin þar eru nátengd náttúrunni. Bak- v^ra 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.