Vera - 01.06.1998, Síða 13

Vera - 01.06.1998, Síða 13
gáfum eftir launahækkanir tókst fyrirtækjunum að rétta úr kútnum. Nú nota þau gróðann til að launa toppana hærra en við erum enn á þrælatöxtum,” segir hún. Þörf á lýðræðislegri vinnubrögðum Anna Sjöfn er 33 ára og er frá Skagaströnd. Þar vann hún við ýmis störf - var í frystihúsi frá unglingsaldri, vann í kaupfélaginu, sjoppunni, bankanum og á skrifstofu skipasmíðastöðvarinnar. 1988 flutti hún til Reykjavíkur og vann í lögfræðideild Landsbankans og síðar í Múlaúti- búi. Um áramót 1994 fór hún heim á Skagaströnd og stundaði sjó en flutti aftur suður um haustið og hóf störf hjá Skeljungi. Hvernig stóð á því að hún fór að sinna kjarabaráttunni? „Eg var beðin að vera á lista mótframboðsins gegn stjórn Dagsbrún- ar 1996. Einn forsvarsmanna þess hafði heyrt af mér vera að rífa kjaft um kjaramál á bensínstöðinni og bauð mér sæti á listanum. Eg sló til og hélt ræðu á framboðsfundi beggja listanna í Bíóborginni. Ég man þegar ég gekk upp á sviðið en síðan er allt í þoku og ég skalf og titraði þegar ég kom niður aftur. Það var mín eldskírn en ég lifði hana af og hef treyst mér til að tala á félagsfundum síðan en þeir eru haldnir allt of sjaldan.” Framboð verkafólks lagði mikla áherslu á að gera Dagsbrún & Fram- sókn að lýðræðislegra félagi og vildi koma á vinnustaðaheimsóknum, fjölga félagsfundum, að trúnaðarmenn verði kosnir af vinnufélögum og að nýjum félögum verði kynnt réttindi sín og mikilvægi þess að sækja formlega um aðild að félaginu. „Á þeim fáu félagsfundum sem boðað er til kemur stjórnin að öllum málum með fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Ef fólk reynir að tjá aðrar skoðanir er gert lítið úr því og bent á að það hafi ekki vit á málunum. Ef fólk ætlar að taka til máls verður það að fara upp í ræðustól og tala í hljóðnema en aðeins örfáir hafa kjark til þess. Stjórn félagsins er fræg fyrir svokallaðar svæfingatilllögur, þ.e. að vísa málum sent borin eru fram til stjórnar en reynslan er sú að þar með eru málin nær undan- tekningarlaust svæfð. Léleg fundarsókn er staðreynd enda ekki skrýtið að fólk hafi ekki áhuga á að sækja svona fundi. Það býr mikill mannauður í svona félagi, ef hægt væri að virkja það afl væri það ósigrandi en það er ekki gert.” Anna Sjöfn óttast framtíð kjarabaráttunnar og finnst sú þróun að sameina félög vera liður í því að drepa þau niður félagslega. Oft sé bent á VR sem fordæmi fyrir stóru og vel reknu félagi en varla sé til dauð- ara stéttarfélag. „Sameining félaga er gjarnan rökstudd með því að þá náist hagkvæmni stærðarinnar en við höfurn hagkvæmni stærðarinnar í ASÍ og Verkamannasambandinu og eigum að nýta okkur það. Sparn- aður er einnig eitt af lykilorðum sameiningarsinna en ekki hefur kom- ið fram hvernig á að nýta þann sparnað. Á t.d. að lækka félagsgjöld- in? Fyrirhugað er að deildaskipta D &c F og á þriggja manna stjórn að vera yfir hverri deild og formaður hverrar deildar að starfa á skrifstof- unni. Ekkert hefur hins vegar enn verið sagt hvernig á að skipta í deildir. Mér finnst að þau hefðu átt að gefa sér betri tírna til að vinna að sameiningu þessara félaga áður en rokið er í þá næstu en um næstu áramót munu Sókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum sameinast D & F. Mér sýnist þetta á góðri leið með að verða enn eitt báknið í verkalýðshreyfingunni. I stórum félögum eykst bilið á milli forystunn- ar og félaganna.” Atvinnurekendur vilja leggja féiögin niður Anna Sjöfn hefur ekki trú á því að sameining félaganna geri þau sterk- ari, hún óttast þvert á móti að það sé skref í að leggja þau niður. „At- vinnurekendur vilja leggja félögin niður og ég trúi því að á næstu árurn verði unnið að því af hálfu Sjálfstæðisflokksins og Vinnuveitendasam- bandsins. Sú þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár, að semja við hvern starfsmann með því skilyrði að hann segi ekki næsta manni frá yfirborguninni, hefur sundrað þeirri samstöðu sem kjarabaráttan byggir á. Verkalýðshreyfingin hefur ekki getað veitt þessari þróun við- nám og fólk þiggur frekar tíuþúsund kallinn sem því er boðið undir borðið heldur en að standa fast á samningum félagsins. Mér finnst fé- lagið vera mun veikara eftir sameininguna en það var. Þegar ég fór fyrst á fund í Dagsbrún fannst mér ég vera lítill hluti af stórri og sterkri heild. Þetta var fjölmennur fundur í Bíóborginni og Guðmundur Jaki hvatti fólk til dáða. Núna finnst mér ég vera lítill hluti af máttlausu fyr- irbæri sem er þetta sameiginlega félag. Ég fann muninn vel á 1. maí. Þegar ég gekk undir gamla Dagsbrúnarfánanum fann ég fyrir lotningu og auðmýkt en jafnframt miklum styrk. Á síðasta I. maí voru gömlu fánarnir skildir eftir heima og rauður plastborði kominn í þeirra stað. Ég hefði eins getað gengið undir blöðrum, ég fann ekki fyrir neinurn styrk þó að á þessum borða stæði „Sterkari saman,” segir Anna Sjöfn. Stéttaskipting hefur aukist í september n.k. á Anna Sjöfn von á sínu fyrsta barni en hún er ekki í sambúð. Hún veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort hún muni halda áfram vinnunni á bensínstöðinni að loknu barnsburðar- leyfi. „Ég finn núna hvað það er slæmt að ASI hafi ekki barist fyrir því að konur haldi fullum launum í fæðingarorlofi eins og konur í BSRB gera. Fæðingarorlofið er 67.000 krónur á mánuði en ég er með greiðslubyrði upp á 60.000 krónur. Með vaktaálagi og greiðslum fyrir að sjá um útiplan og skúringar fæ ég 130.000 krónur á mánuði en 90 til 95.000 krónur útborgaðar. Ég veit ekki hvernig ég fer að því að brúa þetta bil, nota bara gamla, íslenska mottóið: „þetta reddast”. Börn geta alltaf orðið til án þess að vera plönuð og ég hugleiddi fóstureyðingu en fannst hart að þurfa að taka slíka ákvörðun á þeirri forsendu að ég hefði ekki efni á að eignast barn. Þess vegna lét ég slag standa. Það er athyglisvert að þegar karlar fara að taka fæðingarorlof finnst öllum sjálfsagt að þeir fái greidd full laun. Ég veit heldur ekki hvort ég get fengið dagmömmu þann tíma sem ég er í vinnunni, kannski þarf ég að skipta um vinnu að loknu fæðingarorlofi. í þessu sambandi ræðir Anna Sjöfn líka um nauðsyn þess að tekju- tengja barnabætur en í því sambandi gildir það sama og oft á íslandi. „Ég á þá auðvitað við að óþarfi sé að greiða mönnum með 300 - 700.000 krónur á mánuði barnabætur en tekjutengingin miðast við 570.000 króna árstekjur. Barnabætur einstæðra mæðra byrja sem sé að skerðast við 48.000 krónur á mánuði. Við virðumst aldrei geta búið til kerfi sem er í einhverju samhengi við raunveruleikann. Það er því ekk- ert skrýtið þótt rnargir hugsi með sér að þeir taki ekki lengur þátt í þessari vitleysu og flytji til Danmerkur. Stéttaskipting hefur aukist rosa- lega hér á landi sl. tíu ár um leið og velferðarkerfið hefur versnað stór- lega. Okkur gengur ekkert að hrista af okkur þá láglaunastefnu sem er við lýði og þar finnst mér vanta hörku í forystumenn verklaýðshreyf- ingarinnar. Þá vantar reiðina sem fylgir þeirri niðurlægingu að fá greidd þessi skammarlegu lágu laun.” EÞ 'cd 6 cð U cd fyrir konur sem vilja klæðast uel fo.lle<j föt vöndud föt öðruvísi föt kvenfataverslun Man Hverfisgötu 108, s: 551-2509, kt: 580996-2569 vera 13 k v e n n a

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.